Fara í efni  

Bæjarráð

3556. fundur 29. febrúar 2024 kl. 08:00 - 13:15 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Breyting á sorpmálum 2023

2210064

Stofnun starfshóps vegna fyrirhugaðra breytinga í úrgangsmálum Akraneskaupstaðar.



Skipulags- og umhverfisráð samþykkti skipan starfshóps vegna úrgangsmála á fundi sínum þann 13. nóvember 2023 en eftir var að staðfesta erindisbréf o.fl. í bæjarráði.



Líf Lárusdóttir og Ragnar B. Sæmundsson víkja af fundi undir þessum lið.



Einar Brandsson og Sædís Alexía Sigurmundsdóttir taka sæti á fundinum.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf starfshóps um úrgangsmál en gert er ráð fyrir að hópurinn starfi út árið 2024.

Samþykkt 3:0

Einar Brandsson og Sædís Alexía Sigurmundsdóttir víkja af fundi.

2.Stefnumótun Tillaga - Starfshópur um stefnumótun í öldrunarþjónustu

2312001

Drög að stefnumótun í öldrunarþjónustu. Niðurstöður starfshóps í öldrunarþjónustu sem samþykktur var í bæjarráði 15. september 2022.



Líf Lárusdóttir og Ragnar B. Sæmundsson taka sæti á fundinum.



Elsa Lára Arnardóttir, Anna Sólveig Smáradóttir og Sveinborg Kristjánsdóttir sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð þakkar starfshópnum fyrir þeirra störf og fulltrúum hópsins fyrir greinagóða kynningu.

Bæjarráð samþykkir stefnuna og vísar til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð felur velferðar- og mannréttindaráði að formgera tillögur um forgangsröðun verkefna/aðgerða.

Elsa Lára Arnardóttir, Anna Sólveig Smáradóttir og Sveinborg Kristjánsdóttir víkja af fundi.

3.Breið-Þróunarfélag - Fab Lab

2402182

Valdís Fjölnisdóttir framkvæmdastjóri Breið - Þróunafélag ses og Jens Robertsson umsjónarmaður Fab Lab smiðju Vesturlands á Akranesi mæta á fundinn og kynna starfsemi smiðjunnar og ársskýrslu 2023 sem fyrirhugað er að birta í næstu viku á heimasíðu smiðjunnar.
Bæjarráð þakkar Valdísi og Jens fyrir komuna á fundinn og yfirferð þeirra um starfsemi Fab Lab smiðjunnar á Akranesi.

Valdís Fjölnisdóttir og Jens Robertsson víkja af fundi.

4.Garðavöllur - rafmagn að salernisaðstöðu Golfklúbbsins Leynis.

2311370

Erindi GL um stuðning Akraneskaupstaðar við að koma rafmagni að salernisaðstöðu og að vellinum til að geta hlaðið sjálfvirka "sláttuþjóna".



Rakel Óskarsdóttir framkvæmdastjóri GL og Alfreð Þór Alfreðsson rekstrarstjóri fasteigna Akraneskaupstaðar sitja fundinn undir þessum dagskrárlið. Alfreð situr einnig fundinn undir dagskrárlið nr. 5.
Bæjarráð samþykkir að styrkja framkvæmdina vegna þessa þáttar sem lítur að mögulegri rafvæðingu alls vallarsvæðisins með uppsetningu á svonefndum viðburðarskáp við 18. teig. Styrkveitingin nemur allt að fjárhæðinni 1,5 m.kr. og verður greiddur út er nákvæmur kostnaður liggur fyrir.

Fjárhæðinni verður ráðstafað af deild 20830-4995 og inn á deild 06630-5948.

Samþykkt 3:0

Rakel Óskarsdóttir víkur af fundi.

5.Faxabraut 10 - framtíð hússins

2301277

Faxabraut 10 - framtíð hússins.



Anna María Þráinsdóttir verkefnastjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir dagskrárlið nr. 6.
Lagt fram.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

Alfreð Þór Alfreðsson víkur af fundi.

6.Leikskólamál - Valkostagreining

2402297

Valkostagreining vegna leikskólahúsnæðis.



Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir dagskrárliðum nr. 7 til og með 9.

Bæjarráð samþykkir að ráðist verði í útboð vegna kaupa á tveimur lausum kennslustofum og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs úrvinnslu málsins.

Gert er ráð fyrir að kostnaði verði mætt innan gildandi fjárfestingaráætlunar vegna ársins 2024.

Málið komi að nýju til ákvörðunar bæjarráðs til ákvörðunar er endanlegur gögn, áætlaður kostnaður og tillaga um tilfærslur verkefna í fjárfestingaáætlun liggja fyrir.

Samþykkt 3:0

Anna María Þráinsdóttir víkur af fundi.

7.Erindi frá foreldrafélagi Brekkubæjarskóla - akstur í íþróttakennslu í Ægir gym

2402211

Erindi foreldrafélagsins lagt fram en skóla- og frístundaráð fjallaði um erindið á fundi sínum þann 20. febrúar sl., tók jákvætt í erindið, fól sviðsstjóra frekari úrvinnslu málsins og vísaði til bæjarráðs til ákvörðunar.

Bæjarráð hefur skilning á þeim óþægindum og raski sem fylgir því að þurfa að sækja íþróttatíma í húsnæði Ægis við Hafnarbraut sem m.a. leiðir til þess að nýting kennslustundarinnar sjálfrar sé ekki sem skyldi vegna ferðartíma nemenda.

Nýting frístundavagns eða almenna vagnsins með breyttri tímatöflu er ekki gerleg nema með verulegum viðbótarkostnaði fyrir Akraneskaupstað sem bæjarráð getur ekki orðið við.

Samþykkt 3:0

8.Búnaðarkaup fyrir unglingastig grunnskólanna

2208012

Þörf og fyrirkomulag endurnýjunar á tölvubúnaði fyrir grunnskólana, nemendur og starfsfólk.



Skóla- og frístundaráð fjallaði um málið á fundi sínum þann 7. febrúar 2024 og fól sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs og kerfisstjóra að vinna nánari áætlun og vísaði málinu til afgreiðslu í bæjarráði.



Bæjarráð fjallaði um erindið og á fundi sínum þann 15. febrúar 2024 og óskaði jafnframt eftir tilteknum viðbótarupplýsingum.



Jóhann Guðmundsson kerfisstjóri sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð þakkar Jóhanni og Dagný fyrir þeirra yfirferð og framlögð gögn.

Bæjarráð áréttar að fyrir liggur mörkuð leið varðandi fyrirkomulag búnaðarkaupa fyrir efstu bekki í grunnskólum AKraneskaupstaðar þar sem allir nemendur fá útvegað tæki til afnota.

Almenn ánægja er með það fyrirkomulag, bilanatíðni tækjanna hefur verið lág og ekki skapast þörf fyrir endurnýjun umfram afskriftartíma.

Bæjarráð telur því ekki tímabært að huga að mögulegri endurskoðun fyrirkomulagsins en slík ákvörðun kallar á umtalsverð aukin árleg útgjöld til tækjakaupa vegna nemendatölva.

Rétt þykir hins vegar að huga að fyrirkomulagi um mögulega ráðstöfun tækjanna að loknu afskriftartímabili og endurnýjun og óskar bæjarráð eftir að útfærðar verði tillögur þar að lútandi frá kerfisstjóra í samvinnu við sviðsstjóra.

Samþykkt 3:0

Jóhann Guðmundsson víkur af fundi.

9.Kirkjuhvoll - Framtíð húsnæðis

2402304

Ákvörðun um næstu skref varðandi nýtingu húsnæðisins.



Fyrir liggja áform um sölu hússins en ljóst er vegna núverandi nýtingar þess að ekki er unnt að raungera áformin fyrr en framkvæmdum í Brekkubæjarskóla er lokið.

Dagný Hauksdóttir víkur af fundi.



10.Aggapallur - leiga

2306091

Samningur um leigu á húsi á Aggapalli sumarið 2024 til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi leigusamning og felur bæjarstjóra úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

11.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023

2401064

115. mál til umsagnar - Búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum.
Lagt fram.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma umsögn Akraneskaupstaðar til skila með vísan til stefnumótunar Akraneskaupstaðar í öldrunarþjónustu sem nú er til endanlegrar ákvörðunar í bæjarstjórn Akraness.

Samþykkt 3:0

12.Umsókn um styrk til kaupa á viðburðartjaldi.

2401043

Knattspyrnufélag ÍA hefur óskað eftir stuðningi frá Akraneskaupstað vegna áforma félagsins um kaup á 200 fermetra viðburðartjalds til nota yfir sumarmánuðina.



Kostnaður vegna tjaldsins er um 2,8 m.kr. en heildarkostnaðar framkvæmdarinnar er um 4,5 m.kr.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins m.a. með tilliti til þeirrar deiliskipulagsvinnu sem nú stendur yfir vegna jaðarsbakkasvæðisins.

Samþykkt 3:0

13.Samræmd móttaka flóttafólks

2209282

Þjónustusamningur milli Akraneskaupstaðar og félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins dagsettur 16. febrúar 2024, með gildistíma til 31. desember 2024, hefur verið lagður fram til staðfestingar. Kveður samningurinn á um að sveitarfélagið þjónusti 100 einstaklinga, en sú tala tekur mið að raunfjölda þeirra sem eru nú þegar í þjónustu sveitarfélagsins.



Fyrir liggur að endurgreiðslur ráðuneytisins til Akraneskaupstaðar hafa ekki mætt að fullu öllum útgjöldum vegna þjónustunnar. Nemur sá mismunur um 5. millj. króna.



Ekki hafa verið gerðar breytingar á samningnum til samræmis við kröfur sveitarfélaga í samræmdri móttöku flóttafólks, en þau sveitarfélögin standa öll frammi fyrir því að endurgreiðslur ráðuneytisins mæti ekki að fullu útgjöldum vegna þjónustunnar.



Hins vegar náðist samkomulag milli sveitarfélaganna og ráðuneytisins að komið verði á fót starfshópi með það að markmiði að endurskoða samninginn heildrænt og koma fram með tillögur að breytingum á framtíðarsamningum. Er aætlað að starfshópurinn hefji störf eigi síðar en 31. mars 2024.



Bókun velferðar- og mannréttindaráðs 20. febrúar 2024



Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir að ritað verði undir áframhaldandi samning um móttöku flóttafólks til sex mánaða, eða 30.júní 2024. Sviðsstjóra er veitt heimild til að framlengja samninginn um sex mánuði til viðbótar, eða til 31. desember, að fengnum tillögum starfshóps um framtíðarsamning sbr. 10. gr. þjónustusamnings um samræmda móttöku flóttafólks.



Málinu vísað til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög sem m.a. kveða á um framlengingu til ársloka 2024 og skyldu ríkisins til að koma á fót starfshópi sem hefju störf eigi síðar en 31. mars nk. og ætlað það hlutverk að koma fram með tillögu að nýjum samningi/fyrirkomulagi til framtíðar litið ella falli samningurinn úr gildi þann 30. júní nk.

Bæjarráð bendir á að ekki er kveðið á um í samningnum með skýrum hætti hvenær starfshópnum sé gert að skila af sér tillögum og unnt að skilja gildstímaákvæði samningsins þannig að nægjanlegt sé að hópurinn hafi verið stofnaður fyrir 30. júní nk. Þá gerir bæjarráð verulegar athugasemdir við að ríkið sé ekki að efna samninginn með tilliti til þjónustugreiðslna sem eðli máls samkvæmt er ein meginforsenda samningsins.

Bæjarráð vísar samningnum til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.

Samþykkt 3:0

14.Kaup á félagslegu leiguhúsnæði

2402302

Beiðni velferðar-og mannréttindasviðs um kaup á 2ja herbergja íbúð.
Bæjarráð hyggst funda með velferðar- og mannréttindaráði og fulltrúum velferðar- og mannréttindasviðs á næstunni til að yfirfara stefnumörkun sveitarfélagsins varðandi félagslegt húsnæði sbr. nýsamþykkta heildarstefnu Akraneskaupstaðar vegna tímabilsins 2024 til og með 2030.

Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

15.Tjarnarskógar 2 - umsókn um byggingarlóð

2402179

Umsókn SH holding ehf. um lóðina Tjarnarskóga 2 í Skógarhverfi áfanga 5.
Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðarinnar Tjarnarskógar 2 til umsækjanda.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málins og frágang nauðsynlegrar skjalagerðar til að raungera úthlutunina.

Samþykkt 3:0

16.Fundir bæjarráðs

2403027

Tilfærsla á fundi bæjarráðs sem samkvæmt fundagatali á að fara fram þann 14. mars 2024 en þann dag fer fram Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Bæjarráð samþykkir að næsti fundur bæjarráðs verði þann 12. mars nk. kl. 13:00.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 13:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00