Fara í efni  

Bæjarráð

3552. fundur 20. desember 2023 kl. 18:00 - 19:45 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Guðný Jóna Ólafsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2025-2027

2306146

Tillaga um hækkun útsvars til samræmis við samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga dags. 15. desember 2023 varðandi fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvars.



Um tilfærslu fjármuna er að ræða á milli ríkis og sveitarfélaga og er útsvarsprósenta sveitarfélaga hækkuð um 0,23% en tekjuskattsprósenta ríkisins lækkuð í sama mæli þannig að útsvarsgreiðendur verða ekki fyrir beinum áhrifum vegna þessa.
Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15. desember 2022, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi þann 16. desember 2023, samþykkir bæjarráð að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2024 hækki um 0,23% og verði 14,97% og vísar málinu til endanlegrar ákvörðunar bæjarstjórnar Akraness.

Samþykkt 3:0

2.Fjárhagsáætlun 2023 - viðaukar

2302196

Sameiginlegur viðauki bæjarráðs, viðauki nr. 15.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 15 og ráðstafanir samkvæmt meðfylgjandi fylgiskjali. Viðaukinn hefur áhrif sem nemur kr. 2.663.200 á fjárhagsáætlun ársins og er mætt með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi.

Bæjarráð vísar viðaukanum til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.

Samþykkt 3:0
Fylgiskjöl:

3.Langtímaveikindi starfsmanna 2023 (veikindapottur)

2306130

Úthlutun úr veikindapotti vegna síðari hluta ársins 2023, tímabilið 1. júlí til og með 31. desember.

Viðauki nr. 16
Bæjarráð samþykkir úthlutun fjármun vegna kostnaðar stofnana Akraneskaupstaðar við afleysingar vegna veikindaforfalla starfsmanna á árinu 2023. Úthlutunin er vegna tímabilsins 1. júlí til og með 31. desember og nemur samtals kr. 32.492.013 sbr. meðfylgjandi fylgiskjal.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 16 og er ráðstöfuninni mætt með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi ársins og fært á tegundarlykilinn 1691 á hverja stofnun fyrir sig sbr. skiptingu samkvæmt meðfylgjandi fylgiskjali.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar

Samþykkt 3:0
Fylgiskjöl:

4.Umsóknir um styrk til greiðslu fasteignaskatts

2312169

Umsóknir um styrki vegna fasteignaskatta á árinu 2023 sbr. fyrirliggjandi reglur Akraneskaupstaðar.

Viðauki nr. 17.
VLJ víkur af fundi.

Bæjarráð samþykkir að veita styrk í samræmi við reglur Akraneskaupstaðar um styrki til greiðslu fasteignaskatts samkvæmr 2. mr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 til eftirtalinna félaga:
- Akur frímúrarastúka, samtals kr. 974.500.
- Oddfellow, samtals kr. 1.156.590.
- Rauði krossinn, samtals kr. 218.910.

Heildarfjárhæðinni, samtals kr. 2.350.000, er ráðstafað af liðnum 20830-5946 en þau félög sem rétt eiga rétt á úthlutun fá styrk sem nemur 78% af fasteignaskatti C.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 17 til samræmis við framangreinda ráðstöfun og tilfærslu á alls kr. 2.350.000 af deild 20830-5946 og inn á deildir 05890-5948 og 07890-5948 sbr. meðfylgjandi fylgiskjal og vísar til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.

Samþykkt 3:0

VLJ tekur sæti á fundinum á nýjan leik.
Fylgiskjöl:

5.KFÍA - rekstrarsamningur vegna Jaðarsbakkasvæðisins

2312127

Viðauki vegna rekstrarsamnings Akraneskaupstaðar og KFÍA um Jaðarsbakkasvæðið.



Viðauki nr. 18.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 18 vegna rekstrarsamnings Akraneskaupstaðar og KFÍA um Jaðarsbakkasvæðið frá 30. mars 2023. Fjármagn vegna rekstrarsamningsins, samtals að fjárhæð kr. 34.200.000, er fært á deild 06820-5948 með tilfærslu frá deildunum 06610, 06510 og 20830 sbr. meðfylgjandi fylgiskjal.

Bæjarráð vísar ákvörðuninni til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.

Samþykkt 3:0
Fylgiskjöl:

6.Bíóhöllin - rekstrarleyfi f. veitingastað í flokki II

2312060

Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Vesturlandi vegna umsóknar frá Veislur og viðburðir ehf. um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II í Bíóhöllinni á Akranesi.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis til umsækjanda að fullnægðum skilyrðum sem umsagnaraðilar kunna að setja fyrir leyfisveitingunni en jákvæðar umsagnir liggja fyrir frá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar og byggingarfulltrúa.

Samþykkt 3:0

7.Lækjarflói 14 - umsókn um lóð á grænum iðngörðum

2309160

Lagt er til að umsækjandi fái úthlutað lóðinni Lækjarflói 14 vegna eðlis starfseminnar. Umsækjandi hyggst byggja upp atvinnuhúsnæði með 14 u.þ.b. 63 m² iðnaðarbilum með möguleika á sameina bil.
Bæjaráð samþykkir erindið.

Samþykkt 3:0

8.Báran brugghús - umsókn um sölu áfengis á framleiðslustað

2306147

Málið var lagt fyrir fyrri fund bæjarráðs og gert ráð fyrir frekari úrvinnslu sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs áður en málið kæmi málið að nýju fyrir bæjarráð.
VLJ víkur af fundi undir þessum dagskrárlið.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi umsögn sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs sem umsögn Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 2:0

VLJ tekur sæti á fundinum að nýju.

9.Staða deildarstjóra - heimild fyrir stöðugildi

2312151

Beiðni um heimild til að ráða i stöðu deildarstjóra á Garðaseli.
Bæjarráð telur rétt að málið verði tekið upp við fyrirsjáanlega endurskoðun reikningslíkans leikskóla á vormánuðum í kjölfar fjölgunar barna í sveitarfélaginu. Bæjarráð felur sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs frekari úrvinnslu málsins e.a. með tilfærslu fjármuna innan fjárheimilda skóla- og frístundasviðs.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 19:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00