Fara í efni  

Bæjarráð

3540. fundur 24. ágúst 2023 kl. 08:15 - 11:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
  • Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Eftirfylgni erindi frá 2022 - Skipulag á Jaðarsbökkum

2308137

Minnisblað stjórna Íþróttabandalags Akraness og Knattspyrnufélags ÍA um þarfir félaganna varðandi uppbyggingu knattspyrnuvalla á Jaðarsbökkum.



Eggert Herbertsson, formaður KFÍA situr fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Eggerti fyrir komuna á fundinn. Minnisblaðið verður haft til hliðsjónar við gerð fjárfestinga- og framkvæmdaáætlunar 2023.

Samþykkt 3:0

2.Málefni leikskólastigsins 2023

2307091

Skóla- og frístundaráð lagði til á fundi sínum 16. ágúst 2023 að farið verði í tilraunarverkefni skólaárið 2023-2024 þar sem teknir verða upp skráningardagar. Þá skrá foreldrar börn sín sérstaklega ef þeir hyggjast nýta sér þjónustu leikskólans á skilgreindum skráningardögum. Leikskólarnir verða opnir öllum þeim sem þurfa á þjónustu að halda en starfsemin sniðin að fjölda barna. Með því er hægt að skipuleggja leikskólastarfið fyrirfram og gera starfsfólki kleift að nýta þá daga til að taka út uppsafnaða styttingu vinnuvikunnar. Skráningardagarnir verða 11 á starfsárinu, vetrarfrí grunnskólanna í október (2 dagar), í kringum jól og áramót (4 dagar), vetrarfrí grunnskólanna í febrúar (2 dagar) og í Dymbilviku (3 dagar). Þeir foreldrar sem ekki nýta þjónustu leikskólans alla 11 skráningardagana fá desember mánuð gjaldfrjálsan. Þau sem nýta þjónustuna að einhverju leyti þessa skilgreindu skráningardaga fá einungis felld niður leikskólagjöld sem nemur þeim dögum í mánuði sem fjarvera er. Skráningar eru bindandi og þurfa að berast leikskólastjóra eigi síðar en 30. september ef foreldrar hyggjast nýta gjaldfrelsi í desember 2023. Skóla- og frístundaráð vísaði málinu til afgreiðslu í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir tilraunaverkefnið fyrir skólaárið 2023-2024.
Bæjarráð felur sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs að móta framkvæmd og kynningarferli verkefnisins.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Samþykkt 3:0

3.Írskir dagar 2023

2305108

Skóla- og frístundaráð lagði til við bæjarráð á fundi sínum 16. ágúst s.l. að stofnaður verði starfshópur skipaður fulltrúum úr skóla- og frístundaráði, velferðar- og mannréttindaráði, skipulags- og umhverfisráði og menningar- og safnanefnd ásamt embættismönnum og öðrum hagaðilum til að móta ramma og framtíðarsýn um fjölskylduhátíðina írska daga.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að útbúa erindisbréf starfshópsins sem verði tekið fyrir á næsta fundi ráðsins.


Samþykkt: 3:0

4.Samningur um uppbyggingu á Sementsreit

2308074

Samningur við Ísold fasteignafélag ehf. um uppbyggingu íbúða á Sementsreit.
Bæjarráð samþykkir samning um úthlutun lóða til Ísoldar fasteignafélags ehf. fyrir íbúðir og verslun og þjónustu á Sementsreit (F reitur skv. gildandi skipulagi) til uppbyggingar. Lóðunum verður úthlutað á grunni viljayfirlýsingar dagsettri 7.3.2023 milli Ísoldar, ÍA, KFÍA og Akraneskaupstaðar þar sem forsenda fyrir úthlutun lóða er uppbygging Ísoldar á hóteli, baðlóni og heilsulind á Jaðarsbökkum. Gjöld verða innheimt samkvæmt gildandi gjaldskrá hvers tíma.

Bæjarráð vísar samningnum til afgreiðslu í bæjarstjórn.


Samþykkt: 3:0

5.Bæjarskrifstofan - húsnæðismál

2211192

Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri Skipulags- og umhverfissviðs, mætir á fundinn og fer yfir stöðu mála.
Bæjarráð þakkar Sigurði fyrir yfirferðina og felur honum að vinna málið áfram.

6.Árshlutauppgjör 2023

2305163

Árshlutauppgjör jan. - jún. 2023.



Svava G. Sverrisdóttir situr fundinn undir þessum lið.
Rekstrarniðurstaða samstæðu Akraneskaupstaðar, þ.e. A- og B- hluta, var neikvæð um samtals 113,5 m.kr. fyrir fyrstu sex mánuði ársins en áætlun tímabilsins gerði ráð fyrir neikvæðri rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 162,4 m.kr. Framlegð tímabilsins, eða EBITDA, var neikvæð um 174,8 m.kr. og nemur framlegðarhlutfallið því -3,13% á fyrstu sex mánuðum ársins.

6 mánaðar uppgjör Akraneskaupstaðar sýnir þungan rekstur. Bæjarráð áréttar mikilvægi þess að greina þessa erfiðu stöðu sem upp er komin og finna leiðir til að mæta henni.

7.Umhyggjudagurinn 26. ágúst 2023

2308159

Umhyggja, sem er félag langveikra barna, stendur fyrir Umhyggjudegi sem haldinn verður 26. ágúst nk. Af því tilefni leitar félagið til sveitarfélaga með að bjóða frítt í sund milli klukkan 14:00-16:00 á Umhyggjudeginum.
Bæjarráð samþykkir beiðni Umhyggju um gjaldfrjálsan aðgang að Jaðarsbakkalaug milli kl. 14:00-16:00 þann 26. ágúst 2023 í tilefni af Umhyggjudeginum.

Samþykkt: 3:0

Fundi slitið - kl. 11:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00