Fara í efni  

Bæjarráð

3537. fundur 29. júní 2023 kl. 08:15 - 12:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
  • Guðný Jóna Ólafsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Guðný J. Ólafsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir 2023 - velferðar- og mannréttindaráð

2301003

206. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 20. júní 2023.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Fundargerðir 2023 - skipulags- og umhverfisráð

2301005

269. fundargerð bæjarráðs frá 19. júní 2023.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Fundargerðir 2023 - Heilbrigðisnefnd Vesturlands og fylgiskjöl

2301017

181. fundargerð heilbrigðisnefndar frá 8. maí 2023.

182. fundargerð heilbrigðisnefndar frá 12. júní 2023.

183. fundargerð heilbrigðisnefndar frá 14. júní 2023.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

4.Aðalfundur 2023 - Heilbrigðiseftirlits Vesturlands

2303155

Fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands frá 22. mars 2023.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Fundargerðir 2023 - Faxaflóahafnir

2301018

231. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 19. apríl 2023.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Aðalfundur Faxaflóahafna sf. 30. júní 2023

2306093

Aðalfundarboð Faxaflóahafna föstudaginn 30. júní 2023 kl. 14:00 í fundarsal á 3. hæð í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu 17, Reykjavík.
Fundarboð og fylgigögn lögð fram til kynningar.
Bæjarráð samþykkir að Haraldur Benediktsson bæjarstjóri sæki aðalfundinn og fari með atkvæðarétt kaupstaðarins.
Bæjarráð tilnefnir jafnframt aðalmann Guðmund Ingþór Guðjónsson í stjórn Faxaflóahafna og varamann Ragnar B. Sæmundsson.
Bæjarráð styður tilnefningu Páls S. Brynjarssonar sem óháðs aðalmanns í stjórn.

7.Fundargerðir 2023 - Orkuveita Reykjavíkur

2301019

333. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 27. mars 2023.

334. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 24. apríl 2023.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2023 - Samband íslenskra sveitarfélaga tilkynningar

2301031

926. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 17. maí 2023.

929. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 9. júní 2023.

930. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 15. júní 2023.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

9.Aðalfundur Grundartanga ehf þróunarfélags

2306090

Aðalfundarboð frá Þróunarfélagi Grundartanga ehf. ásamt ársskýrslu og ársreikningi.

Tillaga um stjórnarmann og annan til vara.
Bæjarráð samþykkir að Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri sæki aðalfundinn og fari með atkvæðarétt kaupstaðarins.
Bæjarráð óskar eftir að fá fulltrúa frá Þróunarfélagi Grundartanga á fund bæjarráðs.
Bæjarráð tilnefnir Ólaf Adolfsson sem aðalmann í stjórn þróunarfélagsins.

10.Ímynd Vesturlands - skýrsla

2306142

Kynning á niðurstöðum í skýrslu um Ímynd Vesturlands.
Lagt fram.

11.Aggapallur - leiga

2306091

Umsókn um leigu á Aggapalli undir sölu á heilsusamlegum bita.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
Samþykkt: 3:0

12.Umsókn um lóð á grænum iðngörðum

2306070

Umsókn um lóð á Grænum Iðngörðum.

Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar Lækjarflóa 24 til Vélsmiðju Grundarfjarðar.
Samþykkt: 3:0

13.Báran brugghús - umsókn um sölu áfengis á framleiðslustað

2306147

Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna umsóknar Bárunnar brugghús ehf. Bárugötu 21 Akranesi, sem óskar eftir leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað.
Valgarður Jónsson víkur af fundi undir þessum lið.
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn vegna umsóknar Bárunnar brugghús ehf.
Samþykkt 2:0

14.Launaviðaukar - fjárhagsáætlun 2023

2305162

Launaviðauki vegna endurútreiknings á launum.
Kristjana H. Ólafsdóttir deildarstjóri mætti á fundinn og kynnti launaviðaukann.
Afgreiðslu frestað.

15.Lopapeysan - Írskir dagar 2023 - tækifærisleyfi

2306055

Samantekt vegna úrbóta á undirbúningi og framkvæmd á Lopapeysunni.
Bæjarráð óskaði eftir að teknar væru saman þær úrbætur sem lagðar voru til á fundi hagsmunaaðila.
Bæjarráð þakkar samantektina og ítrekar að allir hagsmunaaðilar ræði saman í kjölfar viðburðarins og meti hvernig til tókst.
Samþykkt: 3:0

16.Deiliskipulag Jaðarsbakkar

2304154

Tillaga að aðferðafræði við frumhönnun á skipulagi svæðisins og fyrirkomulag vinnu því tengt.
Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri og Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi mættu á fundinn og kynntu tillögu að aðferðarfræði við frumhönnun á skipulagi Jaðarsbakkasvæðisins og vinnu, sem lýst er í meðfylgjandi greinargerð skipulagsfulltrúa.

Bæjarráð samþykkir tillögu að aðferðafræði sem kemur fram í greinargerð skipulagsfulltrúa vegna frumhönnunar deiliskipulags fyrir Jaðarsbakka.
Bæjarráð samþykkir jafnframt fjárveitingu vegna hlutar Akraneskaupstaðar í hönnunarkostnaði vegna þessa, eða allt að 4.500.000 kr.

Samþykkt: 3:0.

17.Starfshópur um framtíðarþörf leikskólaplássa á Akranesi

2304021

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 16. mars sl. að stofna starfshóp til að meta stöðuna og vinna tillögur að mögulegum lausnum í húsnæðismálum leikskóla á Akranesi. Hópnum var falið að gera þarfagreiningu á stöðunni í dag og leggja fram áfangaskiptar tillögu að lausnum til lengri og skemmri tíma.



Starfshópurinn hefur lokið vinnu sinni og skilað inn minnisblaði með tillögum o.fl.

Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri mætti á fund bæjarráðs og kynnti niðurstöðurnar.
Bæjarráð leggur til að starfshópurinn haldi áfram sinni vinnu og kynni í framhaldinu niðurstöður sínar fyrir skóla- og frístundaráði og skipulags-og umhverfisráði.
Samþykkt: 3:0.

18.Hinsegin Vesturland 2022 - fræðslusamningur o.fl.

2202102

Fyrirhugaður fræðslusamningur milli Samtakana ´78 og Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Samtökin "78 um fræðslu og ráðgjöf og felur sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs að ganga frá samningi.

Fundi slitið - kl. 12:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00