Fara í efni  

Bæjarráð

3535. fundur 25. maí 2023 kl. 08:15 - 12:50 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Einar Brandsson varamaður
Starfsmenn
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga 2023

2305052

Erindi Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga til sveitarstjórna þar sem gerð er grein fyrir starfsáætlun eftirlitsnefndarinnar á árinu 2023.
Lagt fram.

2.Kerfisáætlun Landsnets 2023 - 2032

1911178

Landsnet vekur athygli sveitarfstjórna á að kerfisáætlun fyrirtækisins, ásamt framkvæmdaáætlun og umhverfisskýrslu vegna tímabilsins 2023 til og með 2032 sé nú í opnu umsagnarfresti til 30. júní nk.



Lagt fram.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að rýna áætlunina og fyrirhugaðar tengingar við Akranes.

Samþykkt 3:0

3.Skógarlundur 7 - umsókn um byggingarlóð

2305124

Umsóknargjald hefur verið greitt og umsóknin því tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðarinnar Skógarlundur nr. 7 til umsækjanda.

Samþykkt 3:0

4.Brúin starfshópur um forvarnir - leyfisveitingar vegna skemmtanahalds

2305080

Erindi starfshópsins til bæjarráðs þar sem skorað er á bæjarráð að breyta verklagi við afgreiðslu umsókna um áfengisleyfi (tækifærisleyfi) á að þann hátt málsmeðferð geri m.a. ráð fyrir að leitað verði umsagnar forvarnarfulltrúa og/eða starfshópsins.



Heiðrún Janusardóttir situr fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar erindið og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

Heiðrún Janusardóttir víkur af fundi.

5.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023

2303014

497. mál til umsagnar - frumvarp til laga um breytingu á kosningalögum, nr. 112/2021 (lækkun kosningaaldurs).
Lagt fram.

6.Sameyki - verkfallsboðun

2305150

Erindi Sameykis um niðurstöðu atkvæðagreiðslu félagsmanna (starfsmanna Akraneskaupstaðar) um verkfallsboðun hjá Akraneskaupstað.



Niðurstaðan var samþykkt af 89,6% félagsmanna en þátttaka í atkvæðagreiðslunni var 63,2%.



Vinnustöðvun verður hjá starfsfóki félagsins á fjármála- og þjónustusviði Akraneskaupstaðar á tímabilinu frá kl. 00:00 mánudaginn 5. júní nk. til kl. 23:59 miðvikudaginn 5. júlí nk.



Vinnustöðvun verður hjá starfsfóki félagsins á skipulags- og umhverfissviði Akraneskaupstaðar á tímabilinu frá kl. 00:00 mánudaginn 5. júní nk. til kl. 23:59 laugardaginn 17. júní nk.
Lagt fram.

Bæjarráð vonast til að samningsaðilar nái sem fyrst að leiða ágreining sinn til lykta með undirritun ásættanlegs samkomulags fyrir báða aðila. Erfiðar efnahagsaðstæður eru uppi sem stendur og óvissa og ágreiningur á vinnumarkaði síst til þess fallnar að bæta þá stöðu.
Fylgiskjöl:

7.Launaviðaukar - fjárhagsáætlun 2023

2305162

Viðauki vegna launa við fjárhagsáætlun 2023.



Kristjana Helga Ólafsdóttir situr fundinn undir þessum lið sem og undir lið nr. 9.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun ársins 2023 og vísar til bæjarstjórnar til endanlegrar samþykktar.

Viðaukinn felur í sér ráðstöfun að fjárhæð kr. 151.391.412 vegna kjarasamninga Sambands íslenskra sveitarfélaga við Verkalýðsfélag Akraness. Viðaukinn bókast á viðeigandi deildir samkvæmt meðfylgjandi skjali.

Viðbótarkostnaði er mætt af óvissum útgjöldum 20830-1697 og ráðstöfunin hefur því ekki áhrif á áætlaða rekstrarniðurstöðu.

Samþykkt 3:0

8.Fjárhagsáætlun 2023 - viðaukar

2302196

Sameiginlegur viðauki bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 7 og vísar honum til bæjarstjórnar Akraness til endanlegar ákvörðunartöku.

Samþykkt 3:0

9.Árshlutauppgjör 2023

2305163

Árshlutauppgjör janúar til mars 2023.



Svava Sverrisdóttir situr fundinn undir þessum lið.
Lagt fram.

10.Beiðni um fjármagn til búnaðarkaupa í Garðasel

2305180

Erindi leikskólastjóra um fjárveitingu vegna búnaðarkaupa fyrir yngstu þjónustuþegana. Óskað er heimildar til kaupa á 35 lágum stólum og 7 borðum en samkvæmt fyrirliggjandi tilboði er kostnaður samtals kr. 1.466.000.
Bæjarráð samþykkir erindið sem felur í sér útgjöld samtals að fjárhæð kr. 1.466.000. Ráðstöfuninni er mætt af lið nr. 20830-4660 og færð á deild 04140-4660.

Samþykkt: 3:0

11.Aðalskipulag Akraness 2021-2033 breyting - Jaðarsbakkar

2305045

Bæjarstjórn Akraness vísaði málinu til frekari úrvinnslu bæjarráðs með samstarfsaðilum samkvæmt viljayfirlýsingu um uppbyggingu á Jaðarsbökkum.
Bæjarrráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins, þar á meðal að undirbúa vinnufundi með samstarfsaðilum um verkefnið.

Samþykkt 3:0

12.Deiliskipulag Jaðarsbakkar

2304154

Bæjarstjórn Akraness vísaði málinu til bæjarráðs til frekari úrvinnslu með samstarfsaðilum samkvæmt viljayfirlýsingu um uppbyggingu á Jaðarsbökkum.
Bæjarrráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins, þar á meðal að undirbúa vinnufundi með samstarfsaðilum um verkefnið.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 12:50.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00