Fara í efni  

Bæjarráð

3533. fundur 11. maí 2023 kl. 08:15 - 11:45 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Einar Brandsson varamaður
Starfsmenn
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Mánaðaryfirlit 2023

2303108

Mánaðaryfirlit febrúar 2023.



Kristjana Helga Ólafsdóttir deildarstjóri fjármála og launa situr fundinn undir þessum lið.
Lagt fram.

Bæjarráð telur brýnt að fjárhagsáætlun 2023 verði greind frekar m.t.t. til frávika og að sú greining liggi fyrir á næsta fundi ráðsins þann 25. maí nk. Greiningin taki einnig til stöðu fjárfestinga- og framkvæmdaáætlunar.

Samþykkt 3:0

Kristjana Helga víkur af fundi.

2.Kalmansvellir 5 - áhaldahús, Fjöliðja vinnuhluti og Búkolla - Uppbygging á húsnæði

2201071

Lokaskýrsla starfshóps lögð fram.



Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri situr fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar starfshópnum fyrir hans störf og fyrirliggjandi lokaskýrslu sem og öllum þeim sem tóku þátt í þessari umfangsmiklu vinnu.

Bæjarráð samþykkir að unnin verði útboðsgögn sem miði við alútboð. Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Málið komi að nýju til endanlegrar ákvörðunar bæjarráðs þegar útboðsgögnin liggja fyrir.

Samþykkt 3:O

Ásbjörn víkur af fundi.

3.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023

2303014

1028. mál til umsagnar, frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi.



Tillögur um breytingar á 133. gr. sveitarstjórnarlaga um íbúakosningar sveitarfélaga.



976. mál til umsagnar - frumvarp til laga um fiskveiðilandhelgi Íslands og stjón fiskveiða (veiðistjórn grásleppu).



978. mál, tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í málefnum hönnunar og arkitektúrs fyrir árin 2023-2026.



945. mál til umsagnar - frumvarp til laga um kosningalög o.fl. (ýmsar breytingar).
Lagt fram.

4.Skotland fræðsluferð bæjarfulltrúa og bæjarstjóra á vegum SSV

2305013

Samþykkt hefur verið af stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi að skipuleggja fræðsluferð fyrir sveitarstjórnarfulltrúa á Vesturlandi til Skotlands árið 2023.
Bæjarráð samþykkir að bæjarfulltrúarnir Líf Lárusdóttir og Ragnar B. Sæmundsson, sem sæti eiga í stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, taki þátt í fræðsluferðinni ásamt Haraldi Benediktssyni bæjarstjóra.

Samþykkt 3:0

5.Faxaflóahafnir - rýning á fjármagnsskipan

2305014

Erindi sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar til stjórnar Faxaflóahafnar um að stjórnin hafi frumkvæði að því að handhafar eigendavalds skipi stýrihóp vegna fyrirhugaðrar rýningar á fjármagnsskipan fyrirtækja í B-hluta samstæðu Reykjavíkurborgar (m.a. Orkuveitu Reykjavíkur og Faxaflóahafnar).
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Bæjarráð áréttar mikilvægi þess að jafnvægi sé í arðgreiðslum til eigenda sem taki m.a. mið af fjárfestingaþörf viðkomandi fyrirtækja í sínum kjarnarekstri og ætti að endurspeglast í fyrirliggjandi arðsemisstefnu.

Bæjarráð leggur til að unnin verði arðsemisstefna fyrir Faxaflóahafnir sf. á vettvangi eigenda.

Samþykkt 3:0

6.Endurskoðun á reglum um fjárhagsaðstoð

2302013

Endurskoðun reglna um fjárhagsaðstoð hjá Akraneskaupstað lagðar fram til staðfestingar.



Bókun velferðar- og mannréttindaráðs 2. maí 2023:



Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir drög að reglum um fjárhagsaðstoð og vísar til afgreiðslu í bæjarráði.



Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri situr fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir endurskoðaðar reglur Akraneskaupstaðar um fjárhagsaðstoð og vísar reglunum til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar. Breytingarnar hafa ekki í för með sér útgjaldaauka.

Samþykkt 3:0

Sveinborg víkur af fundi.

7.Breið-Þróunarfélag - sjálfseignarstofnun

2101279

Skipa þarf nýjan fulltrúa Akraneskaupstaðar í stjórn félagsins eftir starfslok Sævars Freys Þráinssonar.



Gerð er tillaga um að Haraldur Benediktsson bæjarstjóri verði fulltrúi Akraneskaupstaðar í stjórninni.
Bæjarráð tilnefnir Harald Benediktsson sem fulltrúa Akraneskaupstaðar í stjórn Breið-Þróunarfélags ses.

Samþykkt 3:0

8.Hausthúsatorg - bensínstöð N1

2112034

Fulltrúar Akraneskaupstaðar og Festi hf. hafa átt í viðræðum undanfarið og leitað sameiginlegrar lausnar varðandi ósk félagsins um viðbótarfrest á lóðaskiptum til maí 2026.



Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs situr fundinn undir þessum lið sem og undir dagkrárlið nr. 9.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

9.Brú hses - Stofnframlag vegna sex íbúða kjarna 2023

2303217

Stofnframlag Akraneskaupstaðar til Leigufélagsins Brú hses. vegna uppbyggingar á 6 íbúða kjarna fyrir fólk með fötlun á Tjarnarskógum 15 á Akranesi.
Lagt fram.

Bæjarráð vísar málinu til velferðar- og mannréttindasviðs til frekari úrvinnslu.

Samþykkt 3:0

Sigurður Páll víkur af fundi.

10.Brynja leigufélag - beiðni um stofnframlag vegna fjögurra íbúða 2023- 2024

2303125

Staðfesting Akraneskaupstaðar á stofnframlagi til Brynju leigufélags ses. vegna kaupa á tveimur íbúðum á Akranesi skv. lögum nr. 52/2016.
Lagt fram.

Bæjarráð vísar málinu til velferðar- og mannréttindasviðs til frekari úrvinnslu.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 11:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00