Fara í efni  

Bæjarráð

3207. fundur 12. desember 2013 kl. 16:00 - 17:50 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Þröstur Þór Ólafsson formaður
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Guðmundur Þór Valsson varamaður
  • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Guðný Jóna Ólafsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Guðný J. Ólafsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Landmælingar Íslands

1312076

Forstjóri Landmælinga mætir á fundinn og gerir grein fyrir starfsemi Landmælinga.

2.Starf markaðs- og kynningarfulltrúa Akraneskaupstaðar

1312068

Fyrirhuguð ráðning á markaðs- og kynningarfulltrúa fyrir Akraneskaupstað.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að annast ráðningarferli markaðs- og kynningafulltrúa Akraneskaupstaðar sem hafið geti störf á vormánuðum 2014.

3.Íbúakönnun

1312069

Könnun á vilja íbúa til samstarfs og/eða sameiningar við nágrannasveitarfélög.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirbúa tillögu að gerð skoðanakönnunar um afstöðu Akurnesinga til samstarfs og hugsanlega sameiningar við önnur sveitarfélög.

4.Menningarmálanefnd - viðburðir á vegum Akraneskaupstaðar 2014

1312005

Erindi menningarmálanefndar dags. 5. desember 2013, þar sem gerð er tillaga að dagsetningum á hátíðum og viðburðum árið 2014:
Þrettándagleði 6. janúar.
Sjómannadagurinn 1. júní.
Þjóðhátíðardagurinn 17. júní.
Írskir dagar 3.-6. júlí.
Vökudagar 30. október - 8. nóvember.
Jólatrésskemmtun á Akratorgi 29. nóvember, fyrstu helgina í aðventu sem er sama helgin og Útvarp Akraness er starfrækt.
Bæjarráð samþykkir tillögur menningarmálanefndar.

5.Sjálfsafgreiðslustöð Atlantsolíu

1310073

Erindi Atlantsolíu dags. 2. desember 2013, þar sem óskað er eftir lóð við Kalmansbraut fyrir sjálfsafgreiðslustöð.

Gunnar Sigurðsson vék af fundi.

Bæjarráð hafnar beiðni Atlantsolíu um sjálfsafgreiðslustöð við Kalmansbraut en felur framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að finna hentuga lóð í samræmi við skipulag, fyrir starfsemi af þessu tagi.

6.Kirkjuhvoll - leiga

1305222

Fyrirhuguð útleiga á Kirkjuhvoli.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra úrvinnslu samningsgerðar við Skagaferðir ehf. um útleigu á Kirkjuhvoli.
Stefnt verði að samningi til þriggja ára með forleigurétt til lengri tíma. Samningurinn verði borinn undir bæjarráð til staðfestingar.

7.Rauði krossinn á Akranesi - breyting á þjónustu.

1312066

Hugmyndir að breyttu skipulagi vegna þjónustu við innflytjendur o.fl.

Bæjarráð samþykkir að umsjón tiltekinna samfélagsverkefna sem hafa verið framkvæmd af Rauða krossinum á Akranesi með þjónustusamningum við Akraneskaupstað verði færð til kaupstaðarins. Jafnframt verði ráðinn verkefnisstjóri í allt að 9 mánuði til að fylgja verkefnunum eftir og samþætta við aðra þjónustu á vegum bæjarins auk þess að starfa með starfshópi um mannréttindamál. Ekki er gert ráð fyrir útgjaldaauka þar sem fjármagn sem ella hefði farið til Rauða krossins verður nýtt til að greiða laun verkefnisstjóra auk styrks vegna ,,Progress áætlunarinnar" verkefnisstjóri beri titilinn verkefnisstjóri mannréttindamála og heyri í skipuriti beint undir framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.

8.SSV - aðalfundur 2013

1308158

Bréf Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi dags. 29. nóvember 2013, ásamt skýrslu starfshóps SSV um skipulag, þar sem óskað er umsagnar hjá sveitarstjórnum á skýrslunni.

Lagt fram.

9.SSV - Háskólar á Vesturlandi

1312016

Afrit af ályktun stjórnar SSV til menntamálaráðherra vegna Háskóla á Vesturlandi.

Lögð fram.

10.Starfsmannamál - ráðstöfun fjármuna

1211106

Erindi um fjárveitingu úr veikindapotti.

Bæjarráð samþykkir að greiða kr. 5.345.367. Fjárhæðin verði tekin af liðnum 21-95-1690 að fjárhæð kr. 2.060.000 og af liðnum 21-95-4980 að fjárhæð kr. 3.285.367.

11.Capacent könnun - sveitarfélagakönnun um þjónustugæði

1310140

Ný sveitarfélagakönnun kynnt.

Bæjarráð lýsir ánægju sinni með niðurstöðu um þjónustu Akraneskaupstaðar og felur bæjarstjóra að kynna niðurstöðuna meðal stofnana.

12.OR - eigendanefnd 2013 - TRÚNAÐARMÁL

1306159

Erindi Orkuveitu Reykjavíkur dags. 9. desember 2013, þar sem lagður er fram samningur, um sölu á hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Veitum, til samþykktar hjá eigendum.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti sölu á eignarhlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Veitum.

13.Ályktanir Sveitarstjórnarvettvangs EFTA um endurskoðun evrópskra reglna um úrgangsmál og tilskipunar

1312080

Lagt fram til kynningar.

14.Kaffi Ást - beiðni um lengri opnunartíma

1306070

Ósk Högna Gunnarssonar dags. 3. desember 2013, f.h. Kaffi Ást ehf. um lengri opnunartíma aðfararnótt 1. janúar til kl. 4:00.

Bæjarráð samþykkir erindið

15.Menningarmálanefnd - 10

1312002

Fundargerð frá 3. desember 2013.

Lögð fram.

Fundi slitið - kl. 17:50.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00