Fara í efni  

Bæjarráð

3523. fundur 12. janúar 2023 kl. 08:15 - 12:45 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022

2201152

63. mál til umsagnar - frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 41995 (gjaldstofn fasteignaskatts).
538. mál. til umsagnar - frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar á fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 791997 (aflvísir).
537. mál. til umsagnar - frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006 (orkuskipti).
Lagt fram.

2.OR - eigendafundir 2022

2204150

Fundargerð eigendafundar Orkuveitu Reykjavíkur frá 19. ágúst 2022.
Fundargerð eigendafundar Orkuveitu Reykjavíkur frá 9. desember 2022.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

3.Skagamaður ársins

2301114

Tilnefningar á Skagamanni ársins liggja fyrir.
Skipuleggjendur hafa lagt fram tilefningar og bæjarráð ákveðið hver hljóti nafnbótina Skagamaður ársins 2022 sem venju samkvæmt verður tilkynnt á þorrablóti Skagamanna sem haldið verður laugardaginn 21. janúar næstkomandi.

Samþykkt 3:0

4.Frístundamiðstöð golfskáli við Garðavöll

1609101

Möguleikar á aukinni nýtingu mannvirkisins í þágu Akraneskaupstaðar yfir vetrartímann.
Bæjarstjóra falin frekari úrvinnsla málsins og gert ráð fyrir að málið komi að nýju fyrir fund bæjarráðs.

Samþykkt 3:0

5.Reiðhöll á Æðarodda / Blautós - uppbygging

1711115

Staða framkvæmdarinnar o.fl.
Bæjarstjóra falin frekari úrvinnsla málsins og gert ráð fyrir að málið komi að nýju fyrir fund bæjarráðs.

Samþykkt 3:0

6.Fjárhagsáætlun 2022 - viðaukar

2202114

Sameiginlegur viðauki nr. 27 við fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar vegna ársins 2022.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 27 við fjárhagsáætlun ársins 2022 og vísar til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar. Viðaukinn felur í sér tilfærslur fjármagns á milli deilda í Aðalsjóði skv. meðfylgjandi skjali og hefur ekki í för með sér breytingar á áætlaðri rekstrarniðurstöðu áætlunarinnar.

Samþykkt 3:0

7.Sveitarfélög til þátttöku við að þróa aðlögunaraðgerðir vegna loftsagsbreytinga

2211068

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 10. nóvember sl. að vísa erindinu til úrvinnslu skipulags- og umhverfisráðs Akraneskaupstaðar.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að Akraneskaupstaður taki þátt í verkefninu.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra fjármála- og þjónustusviðs að afla frekari upplýsinga frá Byggðastofnun um stöðu málsins.

Samþykkt 3:0

8.Faxaflóahafnir - sameignarfélagssamningur og eigendastefna

2301070

Sameignarfélags samningur Faxaflóahafna og eigendastefna lögð fram til kynningar.
Lagt fram.

9.Asparskógar 3 - viðskiptasamningur og tryggingabréf

2301067

Beiðni Bjargs hses. um heimild til veðsetningar tryggingabréfs vegna fyrirhugaðrar ubppbyggingar að Asparskógum 3.

Bæjarráð veitir heimild til veðsetningar tryggingarbréfs Landsbanka Íslands hf. að fjárhæð kr. 730.600.000 (númer 0106 63 517411) á fyrsta veðrétt á lóðinni/eignunum að Asparskógum 3 (Asparskógar 3A, 3B og 3C)(landnúmer L-2305993) sbr. meðfylgjandi kvöð um að afla þurfi skriflegrar heimildar Akraneskaupstaðar fyrir veðsetningu hverju sinni.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar Akraness til endanlegar ákvörðunartöku.

Samþykkt 3:0

10.Grænir iðngarðar - umsókn um byggingarlóð

2212088

Umsókn Kaju organic ehf. og Ylur pípulagnir slf., um lóð á Grænum iðngörðum í Flóahverfi.

Meðfylgjandi er minnisblað/ umsögn matsnefndar Grænna iðngarða og tillaga nefndarinnar um afgreiðslu.

Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum dagskrárlið sem og dagskrárlið nr. 11.
Bæjarráð samþykkir erindið og úthlutun lóðarinnar Lækjaflói 13 til umsækjanda.

Samþykkt 3:0

11.Betra Ísland

2209027

Stutt yfirferð á mögulegu verkefni varðandi innleiðingu samráðsgáttar Betra Ísland fyrir Akraneskaupstað.

Sett fram til umræðu á þessu stigi máls.

Málið var til kynningar á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 5. september sl. og bókun fundarins var að fela sviðsstjóra og starfsmönnum sviðsins sem sátu fundinn (BBG og JAS) að skoða betur framkvæmdarþáttinn og fyrirhugað var að taka málið fyrir að nýju á síðari stigum.
Bæjarráð þakkar Valdísi fyrir kynninguna og tekur jákvætt í tillögu að innleiðingu. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við Betra Ísland. Samningur komi aftur til umfjöllunar í bæjarráði að því loknu.
Samþykkt: 3:0.


Valdís Eyjólfsdóttir víkur af fundi.

12.Langtímafjármögnun Akraneskaupstaðar

2209272

Fjármögnunarsamningur Akraneskaupstaðar og Íslandsbanka.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi fjármögnunarsamning við Íslandsbanka og vísar málinu til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.

Samþykkt 3:0

13.Smiðjuvellir 9 - Fjöliðjan og Búkolla

2301105

Framlenging á leigusamningi vegna Smiðjuvalla 9.
Bæjarráð saþykkir fyrirliggjandi leigusamning Akraneskaupstaðar og Fasteignafélagsins Smiðjuvöllum 9 ehf. vegna Smiðjuvalla 9 sem tekur til tímabilsins 1. janúar 2023 til og með 28. febrúar 2026.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 12:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00