Fara í efni  

Bæjarráð

3521. fundur 16. desember 2022 kl. 08:15 - 13:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Afskriftir 2022

2212014

Beiðni frá Sýslumanninum á Vesturlandi um afskriftir vegna ársins 2022.

Kristjana Helga Ólafsdóttir deildarstjóri fjármála- og launa situr fundir undir þessum dagskrárlið sem og liðum nr. 2 til og með 5.
Bæjarráð samþykkir afskriftabeiðni sýslumannsins á Vesturlandi vegna ársins 2022, samtals að fjárhæð kr. 15.927.923 en um er að ræða innheimtukröfur sem taka til tímabilsins 2014 til og með ársins 2021.

Um er er að ræða kröfur á hendur einstaklingum að undangengnum innheimtuaðgerðum og e.a. fyrningu skulda að fjárhæð kr. 6.988.913, kröfur á hendur dánarbúum þar sem skiptum er lokið með yfirlýsingum um eignaleysi að fjárhæð kr. 126.360 og loks kröfur á hendur gjaldþrotabúum en skiptum búanna er lokið með yfirlýsingu um eignaleysi og skuldir fyrndar að lögum, að fjárhæð kr. 8.812.650.

Samþykkt 3:0

2.Mánaðaryfirlit 2022

2203037

Mánaðaryfirlit janúar - október.
Lagt fram.

3.Reglur 2023 - afsláttur af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega

2212073

Tillaga um reglur er varða afslátt af fasteignagjöldum fyrir elli- og örorkulífeyrisþega.
Bæjarráð samþykktir reglur Akraneskaupstaðar um afslátt af fasteignagjöldum eldri borgara og öryrkja á árinu 2023 og vísar þeim til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.

Samþykkt 3:0

4.Fjárhagsáætlun Höfða 2022 - viðauki 1

2212065

Lagt fram á fundi bæjarráðs þann 8. desember en afgreiðslu frestað.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 1 frá Höfða við fjárhagsáætlun ársins 2022 en viðaukinn gerir ráð fyrir um 22,4 m.kr. neikvæðri rekstrarniðurstöðu heimilisins.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 26 þar sem gert er ráð fyrir neikvæðri rekstrarniðurstöðu ársins 2022 hjá Höfða um 22,4 m.kr. í stað neikvæðrar rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 14,6 m.kr. Í þessu felst lægri rekstrarniðurstaða hjá samstæðu Akraneskausptaðar sem nemur þessari fjárhæð.

Bæjarráð vísar viðaukanum til bæjarstjórnar Akraness endanlegrar ákvörðunar.

Samþykkt 3:0

5.Fundargerðir 2022 o.fl. - Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

2203254

Tillaga frá framkvæmdastjóra Höfða um gjaldskrá á útseldu fæði.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrártillögu framkvæmdastjóra Höfða vegna útselds fæðis á árinu 2023.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð felur sviðsstjóra fjármála- og þjónustusviðs að vinna að mótun nýrrar gjaldskrár vegna útselds fæðis til þjónustumiðstöðvar Akraneskaupstaðar að Dalbraut 4, í samstarfi við framkvæmdastjóra Höfða.

Samþykkt 3:0

6.Sorpurðun Vesturlands - gjaldskrá 2023

2212009

Gjaldskrá Sorpurðunar Vesturlands fyrir árið 2023.
Lagt fram.

Bæjarráð áréttar að gjaldskrá Sorpurðunar Vesturlands endurspegli þau markmið sem liggja til grundvallar fyrirhuguðum lagabreytingum í átt að hringrásarhagkerfi og skuldbindingum í loftslagsmálum.

Bæjarráð áréttar einnig mikilvægi þess að tekjur Sorpurðunar Vesturlands standi undir þeim fjárfestingum sem fyrirhugaðar eru á árinu 2023.

Samþykkt 3:0

7.Uppbygging við Jaðarsbakka

2211263

Skipulags- og umhverfisráð og skóla- og frístundaráð hafa bæði fjallað um erindin og fagnað framkomnum hugmyndum um uppbyggingu íþróttamannvirkja og heilsutengdrar ferðaþjónustu við Jaðarsbakka. Bæði ráðin lögðu til við bæjarráð að gerð yrði viljayfirlýsing við málsaðila varðandi uppbyggingu á svæðinu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að gerð viljayfirlýsingar vegna hugmynda um uppbyggingu íþróttamannvirkja og heilsutengdrar ferðarþjónustu við Jaðarsbakka með fulltrúum Ísoldar fasteignafélags, Íþróttabandalags ÍA og Knattspyrnufélags Akraness.

Samþykkt 3:0

8.Þrettándabrenna og flugeldasýning 2023

2211242

Leyfisumsókn Björgunarfélags Akraness um flugeldasýningu og brennu á Jaðarsbökkum þann 6. janúar 2023.
Bæjarráð staðfestir heimild Björgunarfélagsins til að halda flugeldasýningu og brennu á svæði við íþróttavöllinn á Jaðarsbökkum á þrettándanum en félagið annast þessa viðburði í samstarfi við Akraneskaupstað.

Samþykkt 3:0

9.Bjarg íbúðafélag - umsókn um stofnfr.lag 2020 - Asparskógar 3

2005140

Samningsdrög Akraneskaupstaðar og Bjargs íbúðafélags hses. vegna stofnframlags Akraneskaupstaðar vegna uppbyggingar á almennum íbúðum skv. lögum nr. 52/2016 að Asparskógum 3, 300 Akranesi.
Bæjarráð samþykkir samning Akraneskaupstaðar og Bjargs íbúðafélags hses. en samningurinn er í samræmi við þegar samþykktar skuldbindingar og vísar til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.

Samþykkt 3:0

Gert var hlé á fundinum kl. 10:10 vegna aukafundar í bæjarstjórn Akraness. Fundurinn hófst að nýju kl. 10:45.

10.Flóttamenn - staða flóttafólks á Akranesi

2212095

Fulltrúi frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu tók sæti á fundinum í gegnum fjarfundarbúnað og fór yfir efnisinnihald samnings ríkisins við sveitarfélögin vegna samræmdrar móttöku flóttafólks.

Jafnframt var ráðsmönnum velferðar- og mannréttindaráðs og skóla- og frístundaráðs boðið að taka sæti á fundinum sem og öðrum bæjarfulltrúum. Eftirtaldir bæjarfulltrúar og ráðsmenn sátu fundinn undir þessum lið: Kristinn Hallur Sveinsson, Einar Brandsson, Guðmundur Ingþór Guðjónsson, Anna Sólveig Smáradóttir, Magni Grétarsson og Aníta Eir Einarsdóttir.

Einnig sátu Sveinborg Kristjánsdóttir sviðsstjóri/félagsmálastjóri og Hrefna Rún Ákadóttir félagsráðgjafi fundinn undir þessum lið en Hrefna Rún þurfti að víkja af fundinum um kl. 10:55.
Bæjarráð þakkar fulltrúa félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins fyrir komuna á fundinn sem og öðrum bæjarfulltrúum og ráðsmönnum velferðar- og mannréttindaráðs og skóla- og frístundaráðs. Gestir viku af fundi í kjölfar kynningar og umræðu.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gengið verði til samninga við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um þátttöku Akraneskaupstaðar í verkefninu.

Samþykkt 3:0

11.Viðburðastjóri vegna Írskra daga

2212091

Menningar- og safnanefnd telur mikilvægt að gert verði ráð fyrir fjármagni til ráðningar sérstaks viðburðastjóra og lýsir yfir vonbrigðum með þá ákvörðun bæjarstjórnar að fella þann lið út í fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar. Menningar- og safnanefnd óskar eftir fjárveitingu til að ráða inn viðburðastjóra vegna Írskra daga og að fjárveitingin verði að lágmarki 1.500.000.
Bæjarráð bendir á að í fjárhagsáætlun 2023 er gert ráð fyrir ráðningu verkefnastjóra menningar og safnamála og ráðningarferli hafið og umsóknarfrestur til og með 9. janúar næstkomandi.
Framkvæmd viðburða ársins verður yfirfarin með viðkomandi starfsmanni, menningar- og safnanefnd og sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs þegar ráðning liggur fyrir.

Samþykkt 3:0

12.Útgerðin bar - tækifærisleyfi vegna lengri opnunartíma annan í jólum

2212056

Umsögn vegna umsóknar rekstraraðilans "Útgerðin bar" um tækifærisleyfi vegna viðburðar þann 26. desember 2022.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu leyfis vegna viðburðarins en að opnunartíminn verði til kl. 04:00 aðfararnótt 27. desember næstkomandi.

Samþykkt 3:0

13.Útgerðin bar - tækifærisleyfi vegna lengri opnunartíma um áramót

2212055

Umsögn vegna umsóknar rekstraraðilans "Útgerðin bar" um tækifærisleyfi um áramótin.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu leyfisins vegna viðburðarins en að opnunartíminn verði til kl. 04:00 aðfararnótt 1. janúar næstkomandi.

Samþykkt 3:0

14.Samþykkt um hænsnahald á Akranesi

2211193

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti þann 12. desember síðastliðinn fyrirliggjandi drög að samþykkt um hænsnahald á Akranesi með tilteknum athugasemdum varðandi 1. gr. samþykktarinnar.

Málið fer nú til stjórnsýslulegrar meðferðar hjá bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samþykkt um hænsnahald á Akranesi með áorðnum breytingum í 1. gr. samþykktarinnar.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð felur sviðsstjóra að leita umsagnar hjá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands um hvort þörf sé á stjórnsýslulegri meðferð Heilbrigðisnefndar Vesturlands vegna breytinganna áður en samþykktin fari til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.

Samþykkt 3:0

15.Árnahús - Sólmundarhöfði 2

2209068

Málið var á fundi bæjarráðs þann 8. desember sl. en afgreiðslu þess frestað.

Bæjarráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að skoða mögulegar útfærslur á endurbótum með tilliti til stækkunarmöguleika hjúkrunar- og dvalarheimilsins. Leitað skal álits stjórnar Höfða í þessu sambandi.

Samþykkt 3:0

16.Kjarasamningar - endurnýjað kjarasamningsumboð, samkomulag um launaupplýsingar og uppfært samkomulag um sameiginlega ábyrgð og mat á áhrifum á persónuvernd

2212104

Endurnýjað kjarasamningsumboð, samkomulag um launaupplýsingar og uppfært samkomulag um sameiginlega ábyrgð og mat á áhrifum á persónuvernd.
Bæjarráð samþykkir að veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar fyrir hönd Akraneskaupstaðar og felur bæjarstjóra að fylla út, undirrita og senda til sambandsins, með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar Akraness.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 13:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00