Fara í efni  

Bæjarráð

3517. fundur 10. nóvember 2022 kl. 08:15 - 13:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022

2201152

Samráð um frumvarp til breytinga á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga.

Innviðaráðuneytið vekur athygli á því að áform um lagabreytingar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga hafa verið birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.
Lagt fram.

2.Kosning í ráð og nefndir tímabilið 2022 - 2026

2206003

Ljúka þarf kosningu í ráð og nefndir.
Lögð er til eftirfarandi skipan en samkvæmt kosningarlögum, sbr. 3.mgr. 17. gr. laga nr. 112/2021, kjósa kjörstjórnirnar sjálfar sér oddvita og skipta að öðru leyti með sér verkum:

A. Yfirkjörstjórn

Aðalmenn:
Hugrún Olga Guðjónsdóttir
Einar Gunnar Einarsson
Björn Kjartansson

Varamenn:
Geir Guðjónsson
Brynjar Sigurður Sigurðarson
Karitas Jónsdóttir

B. Kjörstjórn 1

Aðalmenn:
Ingunn Sveinsdóttir
Viktor Elvar Viktorsson
Bára Ármannsdóttir

Varamenn:
Hulda Björg Þórðardóttir
Hjörvar Gunnarsson
Bernódus Örn Karvelsson

C. Kjörstjórn 2

Aðalmenn:
Hjördís Kvaran Einarsdóttir
Lára Dóra Lárusdóttir
Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir

Varamenn:
Guðlaug Sverrisdóttir
Inga Þóra Lárusdóttir
Bryndís Böðvarsdóttir

D. Kjörstjórn 3

Aðalmenn:
Hjördís Garðarsdóttir
Sigmundur Ámundason
Karitas Gissurardóttir

Varamenn:
Erna Björk Jónsdóttir
Rannveig Guðmundsdóttir
Auður Freydís Þórsdóttir

E. Kjörstjórn 4

Aðalmenn:
Ingibjörg Elín Jónsdóttir
Sigríður Valdimarsdóttir
Hlini Baldursson

Varamenn:
Ástrós Una Jóhannesdóttir
Þórdís Árný Örnólfsdóttir
Maron Kærnested Baldursson

Samþykkt 3:0

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunartöku.

Samþykkt 3:0


3.Fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2024-2026

2207107

Fyrri umræða um fjárhagsáætlun fór fram í bæjarstjórn Akraness þann 8. nóvember sl.

Málið sett á dagskrá til að huga að verkefnavinnu á milli umræðna.

Kristjana Helga Ólafsdóttir deildarstjóri fjármála- og greiningar og Svava Guðlaug Sverrisdóttir deildarstjóri reikningshalds og greininga sitja fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð óskar eftir frekari greiningu á eftirtöldum þáttum:
- Frekari rýning á launaútgjöldum.
- Frekari rýning á fasteignasköttum, þ.á m. áhrif mögulegrar lækkunar á framlög frá Jöfnunarsjóði.
- Frekari rýning á gjaldskrám.
- Frekari rýning á öðrum rekstrarliðum.
- Frekari rýning á fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun.

Vinnugögn verði lögð fyrir á næsta fundi bæjarráðs þann 24. nóvember næstkomandi.

Bæjarstjóra falin úrvinnsla málsins.

Samþykkt 3:0

Kristjana Helga Ólafsdóttir og Svava Guðlaug Sverrisdóttir víkja af fundi.

4.Þorrablót Skagamanna 2023

2211055

Erindi frá árgangi ''79 um styrk vegna Þorrablóts Skagamanna 2023.
Bæjarráð samþykkir að styðja hið árlega Þorrablót Skagamanna með sambærilegum hætti og undanfarin ár með endurgjaldlausum afnotum af íþróttahúsinu á Vesturgötu en viðburðurinn verður þann 21. janúar 2023.

Bæjarráð áréttar að skipuleggjendur gæti sem fyrr að því að fylgja gildandi áfengislöggjöf hvort sem það lítur að þátttöku ungmenna í viðburðinum sjálfum eða við afgreiðslu veitinga til gesta.

Samþykkt 3:0

5.Þjónusta sveitarfélaga 2022 - könnun Gallup

2211013

Bæjarráð hyggst taka þátt í könnuninni annað hvert ár og verður Akraneskaupstaður því ekki með að þessu sinni.

Samþykkt 3:0

6.Stígamót - styrkbeiðni vegna rekstrar

2211032

Styrkbeiðni frá Stígamótum.
Bæjarráð vísar málinu til frekari úrvinnslu við afgreiðslu fjárhagsáætlunar vegna ársins 2023.

Samþykkt 3:0

7.OR - tillaga til eigenda um skilmálabreytingu EIB láns

2211061

Tillaga stjórnar OR til eigenda um breytingu á skilmálum EIB láns.
Bæjarráð samþykkir skilmálabreytingu á lánasamningi Orkuveitu Reykjavíkur og Evrópska fjárfestingarbankans (EIB), nr. 85.062 að fjárhæð EUR 70 milljónum, dags. 14. desember 2016.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunartöku.

Samþykkt 3:0

8.OR - upplýsingabeiðni vegna stjórnsýslu dótturfélagsins Orka náttúrunnar

2211062

Upplýsingabeiðni vegna stjórnsýslu dótturfélagsins Orka náttúrunnar.
Lagt fram.

9.Ljósleiðarinn - hlutafjáraukning

2210165

Á hluthafafundi Ljósleiðarans þann 24. október 2022 var samþykkt tillaga að hlutafjáraukningu með fyrirvara um samþykki eigenda OR. Með hjálögðu erindi er þess farið á leit við eigendur OR að þeir staðfesti samþykkt hluthafafundarins.
Bæjarráð fól bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins. Afgreiðslu málsins frestað á síðasta fundi.
Bæjarstjóri fór yfir stöðu málsins.

Afgreiðslu frestað.

Samþykkt 3:0

10.Sveitarfélög til þátttöku við að þróa aðlögunaraðgerðir vegna loftsagsbreytinga

2211068

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Skrifstofa loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofu Íslands, Byggðastofnun og Skipulagsstofnun óska eftir þátttöku nokkurra sveitarfélaga við að móta aðferðafræði fyrir sveitarfélög til þess að bregðast við afleiðingum loftslagsbreytinga.
Bæjarráð vísar erindinu til úrvinnslu skipulags- og umhverfisráðs Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 3:0

11.Íþróttamannvirki - fjárhagsáætlunargerð 2023

2210153

Skóla- og frístundaráð fjallaði um erindi forstöðumanns íþróttamannvirkja sem varðar áherslur í tengslum við fjárhagsáætlun 2023 á fundi sínum þann 26. október 2022, tók undir tillögurnar og vísað til bæjarráðs til umfjöllunar.

Afgreiðsla bæjarráðs þann 31. október sl. var eftirfarandi:

Bæjarráð telur ekki forsendur til að verða við erindinu í heild sinni að svo stöddu sbr. afgreiðslu í máli nr. 3. Gert er ráð fyrir umfjöllun bæjarráðs um tiltekin þátt skipuritsins á næsta fundi ráðsins sem verður næstkomandi fimmtudag. Samþykkt 3:0

Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs situr fundinn undir þessum lið sem og undir dagskrárliðum nr. 12 og nr. 13.
Bæjarráð samþykkir tillögu forstöðumanns um tímabundna breytingu á einu stöðugildi vaktavinnustarfsmanns í dagvinnustarf þar sem viðkomandi starfsmaður hefði tiltekið stjórnunarhlutverk í íþróttamannvirkjum Akraneskaupstaðar og verði staðgengill forstöðumanns.

Bæjarráð samþykkir að fjárhagsáætlun vegna ársins 2023 taki mið af þessum kostnaði sbr. meðfylgjandi fylgigögn. Heimildin tekur til tímabilsins 1. janúar til og með 31. desember 2023.

Samþykkt 3:0

12.Bókasafn - kaup á tækjum

2209285

Forstöðumaður Bókasafnsins óskar eftir viðbótarfjármagni til endurnýjunar á sjálfsafgreiðsluvél.
Bæjarráð samþykkir erindi.

Bæjarráð samþykkir úthlutun úr tækjakaupasjóði að fjárhæð kr. 3.000.000 sem færist á deild 05210-4660 og er ráðstafað af liðnum 20830-4660.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 21 til samræmis við ofangreint og vísar til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar málsmeðferðar.

Samþykkt 3:0

13.Klifurfélag ÍA - aðstöðumál

2111203

Erindi Klifurfélagsins um bætta aðstöðu o.fl.
Fulltrúar úr stjórn félagsins og þjálfari félagsins sem og Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Íþróttabandalags ÍA mæta á fundinn kl. 11:30.
Bæjarráð þakkar fulltrúum Klifurfélagins og ÍA fyrir komuna á fundinn.

Bæjarráð er sammála því að brýnt sé að leysa úr þörfum Klifurfélagsins og felur bæjarstjóra frekari úrvinnsla málsins í samvinnu við stjórn félagsins.

Samþykkt 3:0

14.Hvalfjarðarsveit - sveitarfélagamörk - kaup - makaskipti

2210072

Svar Hvalfjarðarsveitar vegna færslu sveitarfélagamarka (breytt lögsögumörk) vegna tiltekins landsskika í landi Akrakots.

Svar Hvalfjarðarsveitar um viðræður vegna kaupa eða makaskipta á landi af Hvalfjarðarsveit.
Lagt fram.

Bæjarstjóra falin frekari úrvinnsla málsins.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 13:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00