Fara í efni  

Bæjarráð

3513. fundur 27. október 2022 kl. 08:15 - 11:25 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Grundaskóli - húsnæðismál 2022

2209003

Í bæjarráði þann 8. september var samþykkt heimila kaup á lausum kennslustofum sem settar yrðu upp við Grundaskóla vegna framkvæmda við C-álmu. Verðtilboð liggja fyrir frá fjórum aðilum. Vilji er fyrir því að taka þrjár einingar, samtals 6 kennslustofur og hætta leigu á kennslustofum hjá FVA.

Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið.

Líf Lárusdóttir víkur af fundi undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda og viðbótarfjármagn um 10 m.kr. til kaupa á alls 6 lausum kennslustofum.

Bæjarráð samþykkir tilboð lægstbjóðanda og felur bæjarstjóra frágang málsins, að ganga frá samningum og skjalagerð sem og úrvinnslu gagnvart öðrum bjóðendum. Bæjarráð samþykkir að útgjöldunum skuli mætt með tilfærslu innan fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun ársins.

Samþykkt 2:0

Ásbjörn Egilsson víkur af fundi.
Líf Lárusdóttir tekur sæti á fundinum á ný.

2.Húsnæðisúrræði- íbúðarhúsnæði fyrir fatlað fólk - lóð

2103321

Tillaga að lóð fyrir fyrirhugaða uppbyggingu á búsetukjarna fyrir fatlað fólk á Akranesi.
Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi á skipulags- og umhverfissviði mætti á fund Velferðar- og mannréttindaráðs undir þessum lið til að kynna tillögu að lóð fyrir búsetjukjarna fatlaðs fólks á Akranesi að Tjarnarskógum 15. Aðrar tillögur að lóðum undir búsetukjarna voru einnig ræddar og skoðaðar.

Velferðar- og mannréttindaráð leggur til við bæjarráð að lóðinni að Tjarnarskógum 15 verði ekki úthlutað fyrr en ákvörðun um endanlega staðsetningu fyrir búsetukjarna í Skógarhverfi 5 liggur fyrir.
Bæjarráð samþykkir að byggingarlóðin Tjarnarskógar 15 fari ekki til almennrar úthlutunar fyrr en ákvörðun um endanlega staðsetningu fyrir búsetukjarna í Skógarhverfi 5 liggur fyrir.

Samþykkt 3:0

3.Fjöliðjan - Þarfagreining Búkollu og dósamóttöku

2210089

Stjórnendur Fjöliðjunnar Guðmundur Páll Jónsson og Árni Jón Harðarson mættu á fund velferðar- og mannréttindaráðs undir þessum lið og gerðu grein fyrir rýmisþörf Búkollu nytjamarkaðar og móttöku fyrir einnota umbúðir fram að þeim tíma sem varanleg húsnæðislausn fyrir þessa þjónustu liggur fyrir.

Velferðar- og mannréttindaráð leggur áherslu á að lausn finnist á húsnæðismálum Búkollu og móttöku einnota umbúða sem fyrst. Rýmisþörf sem þarf að tryggja er 350 ferm. fyrir Búkollu og 140 ferm. fyrir móttöku einnota umbúða.

Velferðar- og mannréttindaráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarráðs.
Lagt fram.

Til skoðunar hefur verið hentugt rými fyrir starfsemina og þá m.a. verið haft til hliðsjónar sú rýmisþörf sem gerð hefur verið grein fyrir af stjórnendum Fjöliðjunnar. Reynt er eftir fremsta magni að niðurstaða fáist sem fyrst enda gera allir hlutaðeigandi sér grein fyrir að núverandi staða er óviðunandi.

4.Ljósleiðarinn - hlutafjáraukning

2210165

Á hluthafafundi Ljósleiðarans þann 24. október 2022 var samþykkt tillaga að hlutafjáraukningu með fyrirvara um samþykki eigenda OR.
Með hjálögðu erindi er þess farið á leit við eigendur OR að þeir staðfesti samþykkt hluthafafundarins.
Lagt fram.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Afgreiðslu málsins frestað.

Samþykkt 3:0

5.Að vestan - þáttur á N4

2203084

Erindi frá N4 varðandi hækkun þátttökugjalds sveitarfélaga vegna dagskrárgerðar o.fl.
Bæjarráð samþykkir áframhaldandi samstarf Akraneskaupstaðar við N4 og felur bæjarstjóra úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

6.Reykjavíkurborg - almenn eigendastefna gagnvart B-hlutafélögum

2206078

Erindi frá borgarstjórn Reykjavíkurborgar varðandi ,,Almenna eigendastefnu Reykjavíkurborgar.''''
Lagt fram.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Afgreiðslu málsins frestað.

Samþykkt 3:0

7.Leikskólar í desember - afsláttur

2111193

Skóla- og frístundaráð leggur til við bæjarráð að bjóða foreldrum uppá gjaldfrjálsa daga í leikskólum bæjarins 23., 27. til og með 30. desember næstkomandi þar sem foreldrum verði gefinn kostur á að velja alla dagana eða staka daga á uppgefnu tímabili.

Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð samþykkir erindið og felur sviðsstjórum fjármála- og þjónustusviðs og skóla- og frístundasviðs og deildarstjóra fjármála- og launa frekari útfærslu málsins í samvinnu við leikskólastjóra Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð tekur heilshugar undir bókun skóla- og frístundaráðs sem var eftirfararandi:

"Meginmarkmið með þessu fyrirkomulagi er að veita foreldrum og börnum tækifæri til samveru og ekki síður að gefa börnunum tækifæri til frídaga. Langir leikskóladagar geta verið litlum börnum krefjandi og því mikilvægt að grípa tækifæri þegar þau gefast til að börnin fái hvíld og frí. Þessir dagar skapa einnig svigrúm í leikskólanum til að bjóða starfsmönnum að nýta eftirstöðvar orlofsdaga og/eða taka út styttingu vinnuvikunnar."

Dagný Hauksdóttir víkur af fundi.

8.Fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2024-2026

2207107

Fjárhagsáætlun vegna ársins 2023 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2024 - 2026
Áframhaldandi vinna við gerð fjárhagsáætlunar verður á aukafundi bæjarráðs sem verður næstkomandi mánudag þann 1. nóvember kl. 20:00.

Samþykkt 3:0

9.Langtímafjármögnun Akraneskaupstaðar

2209272

Tilboð Arion- banka, Landsbankans og Íslandsbanka um langtímafjármögnun Akraneskaupstaðar var lögð fram á fundi bæjarráðs þann 20. október síðastliðinn og bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Íslandsbanka sem var með hagstæðasta tilboðið.

Bæjarstjóra falin úrvinnsla málsins, að ganga frá samkomulagi við Íslandsbanka um fjármögnunina og að tilkynna öðrum bjóðendum um niðurstöðu.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð þakkar öllum hlutaðeigandi fyrir framlögð tilboð.
Ákveðið að næstu reglulegi fundur bæjarráðs verði mánudagsinn 1. nóvember næstkomandi kl. 20:00.

Fundi slitið - kl. 11:25.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00