Fara í efni  

Bæjarráð

3509. fundur 30. september 2022 kl. 13:15 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Fundarritari ritar fundargerð í fjarfundi.

1.Innanbæjarstrætó - 2022 - 2029

2206072

Björn Breiðfjörð Gíslason verkefnastjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnir akstursleið frístundastrætó og kostnaðaraukningu ársins 2022 miðað við fyrirliggjandi áætlun.

Skipulags- og umhverfisráð afgreiddi málið á fundi sínum nr. 246, þann 26. september sl. og lagði til við bæjarráð að samþykkja kostnaðaraukningu samtals að fjárhæð kr. 5.600.000 vegna ársins 2022. Stefnt er að því að nýta núverandi strætisvagn sem frístundastrætó og annan vagn úr flota Hópferðabíla Reynis í almenningsstrætó þangað til að nýir vagnar koma til landsins í ársbyrjun 2023.
Bæjarráð samþykkir erindið en leggur áherslu á að verkefnið fari ekki af stað fyrr en búið er að ná utanum um alla þætti þess og kynna það vel fyrir notendum þjónustunnar og á heimasíðu Akraneskaupstaðar.

Máli er á dagskrá mennta- og menningarráðs næstkomandi miðvikudag þar sem þörfin vegna fylgdar verður m.a. kortlögð og kostnaðarmetin og þeim þætti væntanlega vísað áfram til bæjarráðs.

Málið verður tekið að nýju fyrir í bæjarráði þegar heildarumfang kostnaðar liggur fyrir.

Samþykkt 3:0

Björn Breiðfjörð víkur af fundi.

2.Fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2024-2026

2207107

Taka þarf til umræðu:
- Fasteignaskatta.
- Gjaldskrár.
- Launaáætlanir.
- Fjárfestingar.
- Önnur mál.
Áframhaldandi vinna við gerð fjárhagsáætlunarinnar verður á aukafundi bæjarráðs sem verður þann 6. október næstkomandi.

Ákveðið að bæjarráð fundi vikulega, á hverjum fimmtudegi, í það minnsta til 8. nóvember næstkomandi er fyrri umræða fjárhagsáætlunar fer fram í bæjarstjórn Akraness.

Samþykkt 3:0

3.Langtímafjármögnun Akraneskaupstaðar

2209272

Minnisblað með greiningu á gögnum frá bönkum og Lánasjóði íslenskra sveitarfélaga varðandi fjármögnun Akraneskaupstaðar og umfjöllun um næstu skref.
Lagt fram.

Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

Samþykkt 3:0

4.Áskorun frá félagi atvinnurekenda

2206005

Sameiginleg áskorun Félags atvinnurekenda, Húseigendafélagsins og Landssambands eldri borgara til stjórnvalda. Þess er óskað að fjallað verði um erindið á fundi sveitarstjórnar.
Lagt fram.

Bæjarráð áréttar að við fjárhagsáætlunargerð kaupstaðarins hverju sinni er viðhaft/framkvæmt mat á svigrúmi sveitarfélagsins til að mæta væntum kostnaðarauka gjaldenda miðað við áætlaða hækkun fasteignamats og svo þörf sveitarfélagins til tekjuöflunar. Það mat hefur bæði tekið til atvinnu- og íbúðarhúsnæðis og hefur undanfarin ár leitt til breytinga á hlutaðeigandi álagningarprósentum til lækkunar.

Málið er til skoðunar hjá bæjarráði og tillögur líta dagsins ljós innan tíðar en endanleg ákvörðun mun liggja fyrir við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar á fundi bæjarstjórnar Akraness þann 13. desember næstkomandi.

Samþykkt 3:0

5.Höfði - lífeyrisskuldbindingar

2209237

Samningur um uppgjör lífeyrisskuldbindinga frá 2017. Í bókun sem er fylgigagn samningsins er gert fyrir endurskoðun (einskiptis) uppgjörsins að liðnum fyrr árum frá 5 ár frá undirritun.

Drög að bréfi lagt fram fyrir bæjarráð.
Bæjarráð samþykkir erindið sem sent verður á fjármála- og efnahagsráðherra.

Samþykk 3:0

6.Stefnumótun Akraneskaupstaðar

2209259

Í erindinu er lagt fram verkefnatilboð frá KPMG um aðstoð við mótun heildarstefnu Akraneskaupstaðar ásamt drögum að erindisbréfi fyrir stýrihóp verkefnisins.

Á bæjarstjórnarfundi 7. júní sl. var bæjarstjóra falið að vinna erindisbréf vegna fyrirhugaðrar stefnumótunarvinnu bæjarstjórnar Akraness vegna tímabilsins 2022 - 2026.
Lagt fram.

Bæjarstjóra falin frekari úrvinnsla málsins og leggja það að nýju fyrir næsta fund bæjarráðs sem verður þann 6. október næstkomandi.

Samþykkt 3:0

7.Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Akraneskaupstað 2022 - 2026

2206059

Bæjarstjórn vísaði málinu til bæjarráðs til frekari úrvinnslu.
Lagt fram.

Bæjarráð hyggst boða til sérstaks vinnufundar bæjarfulltrúa og undirbúa málið fyrir framlagningu og ákvörðunar í bæjarstjórn Akraness.

Samþykkt 3:0

8.Félagslegt leiguhúsnæði kaup og sala

2105073

Erindi velferðar- og mannréttindaráðs, sem vísað var til skipulags- og umhverfisráðs. Lagt er til að íbúð á Akursbraut 9, fasteignanúmer 2271747 verði seld (ásamt þeim eignum sem áður var búið að samþykkja söluferli á). Ráðið leggur áherslu á að keyptar verði íbúðir með aðgengi fyrir alla.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að keypt verði ný íbúð með aðgengi fyrir alla, fyrir söluandvirði íbúðanna.
Bæjarráð samþykkir að íbúðir Akraneskaupstaðar að Akursbraut 9, íbúð 0203, og Vallarbraut 3, íbúð 0102 verði seldar og að fjármunirnir verði nýttar til kaupa á hentugu félagslegu húsnæði.

Samþykkt 3:0

9.Skóladansleikur FVA á Gamla Kaupfélaginu - tækifærisleyfi

2208125

Beiðni frá Sýslumanninum á Vesturlandi um umsögn vegna umsóknar Fjölbrautaskóla Vesturlands um tækifærisleyfi fyrir skóladansleik FVA á Gamla Kaupfélaginu 29. september n.k.
Framlagning jákvæðrar afgreiðslu sviðsstjóra f.h. Akraneskaupstaðar með fyrirvara um jákvæða umsögn lögreglubæjarstjóra.
Lagt fram.

10.Sólmundarhöfði 2 - ályktun frá húsfélagi Sólmundarhöfða 7

2205001

Ályktun húsfélagsins við Sólmundarhöfða 7 um húsin við Sólmundarhöfða 2.
Lagt fram.

Málið er þegar til skoðunar hjá bæjaryfirvöldum sbr. fundargerð bæjarráðs frá 15. september síðastliðnum (3508 fundur bæjarráðs).

Samþykkt 3:0

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00