Fara í efni  

Bæjarráð

3504. fundur 28. júlí 2022 kl. 08:15 - 12:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs
 • Valgarður L. Jónsson varaformaður
 • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Fundarritari ritar fundargerð í fjarfundi.

1.Klifurfélag ÍA - aðstöðumál

2111203

Erindi Klifurfélagsins um hækkun árlegs framlags Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í skóla- og frístundaráði (mennta- og menningarráði).

Samþykkt 3:0

2.Rafíþróttafélag á Akranesi

2207126

Málefni Rafíþróttafélags á Akranesi.

Ármann Vilhjálmsson og Sölvi Már Sigurjónsson mæta á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar gestunum fyrir komuna á fundinn og væntir formlegs erindis frá þeim sem færi til úrlausnar í skóla- og frístundaráði (mennta- og menningarráði).

Bæjarráð felur jafnframt bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

3.Mánaðaryfirlit 2022

2203037

Mánaðaryfirlit janúar - maí

Kristjana Helga Ólafsdóttir deildarstjóri situr fundinn undir þessum lið sem og undir dagskrárliðum nr. 4 og nr. 5.
Lagt fram.

4.Fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2024-2026

2207107

Tíma- og verkáætlun fyrir fjárhagsáætlun 2023.
Bæjarráð samþykktir tíma- og verkáætlun vegna fjárhagsáætlunar 2023.

Samþykkt 3:0

5.Langtímaveikindi starfsmanna 2022 (veikindapottur)

2206184

Veikindapottur janúar - júní 2022.

Samantekt umsókna stofnana Akraneskaupstaðar í veikindapott fyrir tímabilið janúar til og með júní 2022.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir úthlutun fjármuna vegna kostnaðar stofnana Akraneskaupstaðar við afleysingar vegna veikindaforfalla starfsmanna á árinu 2022.

Úthlutunin er vegna tímabilsins 1. janúar til og með 30. júní og nemur samtals kr. 46.003.000 sbr. meðfylgjandi fylgiskjali.

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir viðauka nr. 13 að fjárhæð kr. 46.003.000. Ráðstöfuninni verður mætt af liðnum 20830-1691, að fjárhæð kr. 45.000.000, og af liðnum 20830-4280, að fjárhæð kr. 1.003.000, og fært á tegundarlykilinn 1691 á hverja stofnun fyrir sig samkvæmt skiptingu sbr. meðfylgjandi fylgiskjali.

Samþykkt 3:0

Kristjana Helga Ólafsdóttir víkur af fundi.

6.Öryggismál við hafnir á Akranesi og Grundartanga

2207128

Ásgeir Örn Kristinsson fulltrúi Björgunarfélags Akraness mætir á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Ásgeiri Erni Kristinssyni fyrir komuna og að færa þetta mikilvæga mál í tal við bæjarráðsfulltrúa.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og fulltrúum Akraneskaupstaðar í Faxaflóahöfnum frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

Ásgeir Örn Kristinsson víkur af fundi.

7.Deiliskipulag Akratorgsreits - Laugarbraut 23

2204136

Grenndarkynnt var viðbygging við Laugarbraut 23 en fyrirhugð breyting er fólgin í að byggð verður hæð ofan á hluta fyrirliggjandi mannvirkis og nýtingarhlutfall lóðar aukið um 0,1, fer úr 0,3 í 0,4 en nýtingarhlutfall aðliggjandi lóða er 0,65.

Erindið var grenndarkynnt frá 25. apríl til og með 25. maí 2022. Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreyting skv. grenndarkynningu verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar Akraness samþykkir breytingu á deiliskipulagi Akratorgsreits vegna Laugarbrautar 23, að deiliskipulagsbreytingin verði send Skipulagsstofnun og auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 3:0

8.Deiliskipulag Arnardalsreit - Skagabraut 43 - breyting bílaþvottastöð

2203231

Umsókn um að koma fyrir bílaþvottastöð á lóðina skv. meðfylgjandi uppdrætti. Fyrirhuguð breyting er fólgin í að bætt verður við lóðina tveimur byggingareitum, annars vegar fyrir geymsluskúr sem fyrir er á lóðinni og hins vegar fyrir bílaþvottastöð. Byggingarreitur fyrir þjónustuhús og skyggni yfir dælum er einnig aðlagaður að fyrirliggjandi mannvirkjum og nýtingarhlutfall lóðar verður 0,35. Erindið var grenndarkynnt frá 23. júní til og með 22. júlí 2022, engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreyting skv. grenndarkynningu verði samþykkt send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar Akraness samþykkir breytingu á deiliskipulagi Arnardalsreits vegna Skagabrautar 43, að deiliskipulagsbreytingin verði send Skipulagsstofnun og auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 12:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00