Fara í efni  

Bæjarráð

3502. fundur 16. júní 2022 kl. 10:00 - 14:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir 2022 - SSV

2202006

168. fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi frá 1. júní 2022.
Lagt fram.

2.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022

2201152

595. mál til umsagnar - frumvarp til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd).
592. mál til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda.
563. mál til umsagnar - frumvarp til laga um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036.
573. mál. til umsagnar - frumvarp til laga um skipulagslög (uppbygging innviða) - Frestur lengdur í máli nr. 573, breyttur frestur á skipulagsögum frá nefndasviði Alþingis.
571. mál til umsagnar - frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (íbúakosningar á vegum sveitarfélaga) - BREYTTUR UMSAGNARFRESTUR - Fresturinn hefur verið lengdur til 8.júní.
Lagt fram.

3.Kosning í ráð og nefndir tímabilið 2022 - 2026

2206003

Yfirferð um kosningu bæjarstjórnar í ráð og nefndir sem fram fór þann 7. júní síðastliðinn.

Samskipti við ráðuneytið vegna breytinga á bæjarmálasamþykkt Akranesakaupstaðar o.fl.
Bæjarráð samþykkir að kjósa í kjörnefndir á fyrsta fundi bæjarstjórnar að loknu sumarleyfi.

Samþykkt 3:0

Ákveðið að tilnefning í starfshóp um uppbyggingu samfélagsmiðstöðvar verði eftirfarandi:
Formaður verði Kristinn Hallur Sveinsson og Ragnar B. Sæmundsson verði aðalmaður.

Samþykkt 3:0

Ákveðið að tilefning í starfshóp um uppbyggingu á húsnæði undir áhaldahús, starfsendurhæfingu Fjöliðju og Búkollu verði eftirfarandi:
Formaður verði Einar Brandsson og Ragnar B. Sæmundsson verði aðalmaður.

Samþykkt 3:0

Sviðsstjóra falið að hefja vinnu við endurskoðun erindisbréfa fagráða og nefnda og gert ráð fyrir að umfjöllun ráða og nefnda verði lokið í sumar.

Samþykkt 3:0

4.Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Akraneskaupstað 2022 - 2026

2206059

Samkvæmt 29. gr. sveitarstjórnarlaganna skal sveitarstjórn setja sér siðarglur sem sendar skulu innviðaráðuneytinu til staðfestingar. Hafi siðareglur verið settar skal ný sveitarstjórn meta hvort ástæða sé til endurskoðunar þeirra.

Ef niðurstaða sveitarstjórnar er sú að siðareglurnar þarfnist ekki endurskoðunar halda þær gildi sínu og tilkynna ber ráðuneytinu um þá niðurstöðu.
Lagt fram.

Siðareglurnar fara til rýningar og umfjöllunar hjá flokkunum og verða teknar fyrir að nýju í bæjarráði að því loknu.

Afgreiðslu málsins frestað.

Samþykkt 3:0

5.Mánaðaryfirlit 2022

2203037

Mánaðaryfirlit janúar til apríl.

Kristjana Helga Ólafsdóttir deildarstjóri situr fundinn undir þessum lið sem og undir lið nr. 6.
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

6.Fjárhagsáætlun 2022 - viðaukar

2202114

Viðauki nr. 9 sem er launaviðauki en kjarasamningar hafa verið endurreiknaðir.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar Akraness samþykkir viðauka nr. 9 sem er fyrst og fremst tilkominn vegna nýrra kjarasamninga Félags leikskólakennara, Félags grunnskólakennara og tónlistarkennara og umsamins hagvaxtarauka til allra launþega sveitarfélagsins.

Viðaukinn felur í sér að útgjöld vegna launa og launatengra gjalda í A-hluta aukast um kr. 193.204.015 og er mætt með auknum tekjum úr Jöfnunarsjóði samkvæmt endurskoðaði áætlun sjóðsins að fjárhæð 183.760.000. Í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir kr. 75.000.000 til að mæta væntum útgjöldum vegna kjarasamninga kennara en ósamið var um áramót og því eru heildaráhrif viðaukans jákvæð sem nemur kr. 65.555.985. Útgjöldin og tekjurnar verða færð á viðeigandi lykla samanber meðfylgjandi fylgiskjali.

Samþykkt 3:0

Áætlaður rekstrarafgangur eftir viðauka nr. 8 var jákvæður um 173,3 m.kr. og eftir samþykkt viðauka nr. 9 er áætlaður jákvæður rekstrarafgangur að fjárhæð kr. 238.9 m.kr.

Kristjana Helga Ólafsdóttir víkur af fundi.

7.Bjarg íbúðafélag - umsókn um stofnfr.lag 2020 - Asparskógar 3

2005140

Viðauki vegna framlags Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar Akraness samþykkir viðbótarstofnframlag vegna uppbyggingar Bjargs íbúðafélags hses. á almennum íbúðum að Asparskógum nr. 3 á Akranesi.

Viðbótarframlag Akraneskaupstaðar er samtals að fjárhæð kr. 18.856.563 og er veitt með skilyrði um samþykki Húsnæðis- og mannvirkjastofnun á viðbótarstofnframlagi ríkisins að fjárhæð kr. 28.284.845.

Stofnframlag Akraneskaupstaðar (bæði upphaflegt framlag og viðbótarframlagið) er veitt með skilyrði um endurgreiðslu Bjargs íbúðafélag þegar þau lán sem tekin verða til að standa undir fjármögnun íbúðanna hafa verið greidd upp.

Samþykkt 3:0

Samþykkt að gera ráð fyrir útgjöldunum í fjárhagsáætlun ársins 2023.

Samþykkt 3:0

8.Uppbyggingu hagkvæmra húsa - fyrirspurn um samstarf um úthlutun lóða

2206004

Fyrirspurn um samstarf við leigufélag um uppbyggingu hagkvæmra húsa og úthlutun lóða.
Bæjarráð felur sviðsstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.

Samþykkt 3:0

9.Írskir dagar 2022 - stöðugjald vegna söluvagna

2206058

Stöðugjöld vegna söluvagna á Írskum dögum, bæjarstjórn vísaði málinu til afgreiðslu í bæjarráði.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir fyrirliggjandi reglur um stöðugjöld vegna Írskra daga 2022.

Samþykkt 3:0

10.Viðburðir 2022

2202101

Verkefnastjóri viðburða óskar eftir viðbótarfjármagni vegna þjóðhátíðardagsins 17.júní samkvæmt meðfylgjandi fylgiskjali.
Bæjarráð telur mikilvægt að gerðar verði viðbótarráðstafanir vegna þess mikla fjölda sem gesta sem líklegast munu sækja Akranes þessa hátíðarhelgi m.a. vegna Norðurálsmótsins og samþykkir að veita viðbótarfjármagni að fjárhæð kr. 250.000 sem mætt verður af lið nr. 20830-4980 og fært á deild 05770-4980.

Samþykkt 3:0

11.Lopapeysan - Írskir dagar 2022 - tækifærisleyfi

2205204

Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar eftir umsögn vegna umsóknar Veislna og viðburða ehf um tækifærisleyfi fyrir Lopapeysuna á Írskum dögum.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umsækjanda verði veitt tækifærisleyfi vegna viðburðarins Lopapeysunnar þann 1. júlí næstkomandi og samþykkir að viðburðurinn standi til kl 04:00 aðfararnótt þess 2. júlí næstkomandi. Samþykki Akraneskaupstaðar er gert með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra.

Akraneskaupstaður mun eiga fund með skipuleggjanda viðburðarins og fara yfir þær ráðstafanir sem hann hyggst grípa til svo unnt sé að tryggja öryggi gesta og að sérstaklega verða hugað að ráðstöfunum vegna ungmenna á aldrinum 18 til 20 ára til samræmis við fyrirmæli laga. Gert er ráð fyrir að fulltrúar forvarnarhópsins Brúarinnar sitji fundinn með skipuleggjendum.

Samþykkt 3:0

12.Nítjánda, Garðavöllum 1 - rekstrarleyfi

2204201

Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar eftir umsögn vegna umsóknar Hlynskokks ehf. um rekstrarleyfi fyrir veitingastaðinn Nítjándu.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfisins til umsækjanda með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra og byggingarfulltrúa.

Samþykkt 3:0

13.SSV - aðalfundur 2022

2202125

Fundarboð á aukaaðalfund SSV sem fer fram á Hótel Hamri miðvikudaginn 22 júní n.k. Fundurinn hefst kl.14.00.
Sviðsstjóra falið að tryggja boðun nýrra fulltrúa á fundinn.

Samþykkt 3:0

14.Starfshópur um stefnumótun öldrunarþjónustu

2109144

Tillaga um stofnun starfshóps um stefnu í öldrunarþjónustu Akraneskaupstaðar.
Lagt fram.

Málið verður tekið upp að nýju á næsta fundi bæjarráðs og þar komi m.a. fram tilnefningar í starfshópinn.

Samþykkt 3:0

15.Stýrihópur um stefnumörkun fyrir Akraneskaupstað

2206134

Tillaga fulltrúa Framsóknar og frjálsra um stofnun stýrihóps um stefnumörkun Akraneskaupstaðar var víað til málsmeðferðar hjá bæjarráði á bæjarstjórnarfundi þann 7. júní sl.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að forma erindisbréf stýrihópsins og leggja fyrir bæjarráð til úrvinnslu og umræðu.

Markmiðið er að geta staðfest erindisbréfið og skipað í hópinn á fyrsta fundi bæjarstjórnar Akraness að loknu sumarleyfi þann 23. ágúst næstkomandi.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 14:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00