Fara í efni  

Bæjarráð

3500. fundur 05. maí 2022 kl. 08:15 - 11:30 á Garðavöllum
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Útboð endurskoðunarþjónustu

2204151

Útboð á endurskoðunarþjónustu.
Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs þann 28. apríl síðastliðnum en afgreiðslu þess frestað til næsta fundar.
Bæjarráð samþykkir að farið verði í útboð á endurskoðunarþjónustu Akraneskaupstaðar og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

2.Sveitarstjórnarkosningar 14. maí 2022

2202104

Sveitarstjórnarkosningar fara fram laugardaginn 14. maí næstkomandi og kjörfundur verður í íþróttahúsinu Jaðarsbökkum frá kl. 09:00 til 22:00.

Tillaga um afgreiðslu launagreiðslna til kjörstjórna og annarra starfsmanna sem að kosningunum koma.
Bæjarráð samþykkir tillögu varðandi launagreiðslur til kjörstjórna og þeirra sem koma að framkvæmd kosninganna.

Bæjarráð samþykkir að viðbótarfjármagn að fjárhæð 2,0 m.kr. sem færist á deild 21110-1691 sem mætt verði með lækkun rekstrarafgangs. Gert er ráð fyrir að fjármagn komi frá ríki vegna verkefnisins þannig að tekjur og gjöld séu í jafnvægi en upplýsingar frá dómsmálaráðuneytinu um fjárhæðina hefur enn ekki borist til sveitarfélaga.

Samþykkt 3:0

3.Íþróttastefna

2202055

Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum þann 27. apríl síðastliðinn að óska eftir við bæjarráð að lagt verið fjármagn að upphæð kr. 1.500.000 til þess að greiða fyrir vinnu við mótun íþróttastefnu.

Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdastjóri ÍA og Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs sitja fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Guðmundu og Valgerði fyrir greinargóðar upplýsingar um forsögu málsins.

Bæjarráð samþykkir að fela sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs og framkvæmdastjóra ÍA að vinna málið áfram sbr. nýjan samning Akraneskaupstaðar og ÍA og í samvinnu við hagaðila. Ekki er gert ráð fyrir kostnaðarauka vegna þessa heldur verði verkefnið unnið innan gildandi fjárheimilda sviðsins.

Bæjarráð árétta mikilvægi þess að ný bæjarstjórn taki frekari ákvarðanir varðandi markmið og útfærslu verkefnisins.

Samþykkt 3:0

4.Landsbyggðastrætó leið 57 - hækkun á gjaldi

2205020

Hækkun á gjaldskrá strætó milli Akraness og Reykjavíkur.

Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs tekur sæti á fundinum undir dagskrárliðum nr. 4 og nr. 5.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari gagna frá Vegagerðinni og Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi vegna fyrirhugaðrar hækkunar á gjaldskránni.

Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar bæjarráðs sem verður þann 12. maí næstkomandi.

Samþykkt 3:0

5.Skógahverfi 3C og 5, úthlutun lóða

2204169

Ákvörðun bæjarráðs um fyrirkomulag varðandi úthlutun lóða í Skógarhverki 3C og 5.

Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðum í Skógarhverfi áfanga 3C og 5 en um er að ræða alls 20 einbýlishúsalóðir, 12 raðhúsalóðir og 5 fjölbýlishúsalóðir.

Bæjarráð telur ekki þörf á að halda opinn kynningarfund vegna úthlutunar ofangreindra lóða heldur fari úthlutun fram með útdrætti sbr. grein 2.3 í reglum um úthlutun lóða frá 24. nóvember 2020.

Gert er ráð fyrir að umsóknarfrestur verði frá 11. maí til og með 8. júní næstkomandi. Sérstakur úthlutunarfundur í bæjarráði er áætlaður 30. júní næstkomandi.

Bæjarráð leggur áherslu á að málið verði vel kynnt á heimasíðu Akraneskaupstaðar og öðrum miðlum.

Um er að ræða tvo verkáfanga: Áfangi 1, inniheldur sex einbýli, níu raðhúsalóðir og fimm fjölbýli. Áfangi 2, innheldur fjórtán einbýli og þrjár raðhúsalóðir.

Áætlað er að áfangi 1 verði byggingarhæfur 1. júní 2023 og áfangi 2 verði byggingarhæfur 15. september 2023.

Viðmiðun á greiðslu seinni hluta gatnagerðargjalds skal taka mið af dagsetningu á byggingarhæfi viðkomandi lóða.

Hæfi umsækjanda sem fá lóð úthlutað eftir útdrátt, skal skoðað m.t.t. reglna um úthlutun lóða hjá Akraneskaupstað. Skilyrði þátttöku er m.a. að umsækjanda hafi greitt umsóknargjald að fjárhæð kr. 200.000 sem telst hluti áætlaðra gatnagerðargjalds viðkomandi lóðar.

Samþykkt 3:0

6.Sala fasteigna Akraneskaupstaðar

2104079

Óskað er samþykkir bæjarráðs fyrir sölu eigna Akraneskaupstaðar að Merkigerði 12 og Akursbraut 9, íbúð 0203.
Bæjarráð samþykkir sölu fasteignum Akraneskaupstaðar að Merkigerði 12 og Akursbraut 9 og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslum málsins.

Samþykkt 3:0

Siguður Páll Harðarson víkur af fundi.

7.Brunavarnaráætlun Akraness og Hvalfjarðarsveitar 2022-2026

2204143

Brunavarnaráætlunin hefur verið til vinnslu og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun samþykkt áætlunina.
Bæjarráð samþykkir brunavarnaáætlun Akraness og Hvalfjarðarsveitar 2022 til og með 2026 og vísar til bæjarstjórnar til endanlegrar málsmeðferðar.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 11:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00