Fara í efni  

Bæjarráð

3498. fundur 13. apríl 2022 kl. 08:15 - 10:55 á Garðavöllum
Nefndarmenn
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Ragnar B. Sæmundsson varamaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir 2022 - Stýrihópur um Kalmansvelli 5 - áhaldahús, Fjöliðjuna vinnuhluta og Búkollu

2203031

Fundargerð 1. fundar stýrihóps um uppbyggingu Kalmansvöllum 5 - 4. mars 2022.
Fundargerð 2. fundar stýrihóps um uppbyggingu Kalmansvöllum 5 - 17. mars 2022.
Fundargerð 3. fundar stýrihóps um uppbyggingu Kalmansvöllum 5 - 24. mars 2022.
Fundargerð 4. fundar stýrihóps um uppbyggingu Kalmansvöllum 5 - 7. apríl 2022.
Lagt fram.

2.Fundargerðir 2022 - Samfélagsmiðstöð Dalbraut 8 - stýrihópur

2203032

Fundargerð 1. fundar stýrihóps um Samfélagsmiðstöð - 21. mars 2022.
Lagt fram.

3.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022

2201152

590. mál yður til umsagnar - frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (vinnutími starfsmanna sem veita notendastýrða persónulega aðstoð).
Lagt fram.

4.ÍA - rekstur, samskipti og samningur

1908011

Bæjarstjórn Akraness og fulltrúar ÍA gerðu með sér samkomulag um heildarúthlutun fjármuna vegna ársins 2022 til og með 2026 í desember síðastliðnum.

Frá þeim tíma hafa fulltrúar bæjarstjórnar og ÍA ásamt embættismönnum Akraneskaupstaðar að útfærslu þjónustusamnings um samstarfið sem nú liggur fyrir til samþykktar.

RÓ víkur af fundi undir þessum lið og ÓA tekur sæti á fundinum í hennar stað.
Bæjarráð samþykkir þjónustusamning Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalagsins vegna áranna 2022 til og með 2026 og vísar til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.

Bæjarráð fagnar niðurstöðunni og þakkar fulltrúum ÍA fyrir samvinnunna í ferlinu.

Samþykkt 3:0

ÓA víkur af fundi og RÓ tekur sæti á fundinum að nýju.

5.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2021 - A hluti

2204091

Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2021 - A hluti
1.1 Aðalsjóður
1.2 Eignasjóður
1.3 Byggðasafnið í Görðum
1.4 Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf.

Jóhann Þórðarson endurskoðandi situr fundinn undir liðum nr. 5 til og með nr. 7.
Bæjarráð staðfestir ársreikninga Aðalsjóðs og Eignasjóðs með undirritun sinni og leggur til við bæjarstjórn Akraness að ársreikningar Aðalsjóðs, Eignasjóðs, Byggðasafnsins í Görðum og Fasteignafélags Akraneskaupstaðar slf. vegna ársins 2021 verði samþykktir.

Samþykkt 3:0

6.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2021 - B-hluti

2204098

Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2021 - B hluti
2.1. Fasteignafélag Akraneskaupstaðar ehf.
2.2. Gáma
2.3. Háhiti ehf.
2.4. Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili
Bæjarráð staðfestir ársreikning Gámu með undirritun sinni og leggur til við bæjarstjórn Akraness að ársreikningar Fasteignafélagsins ehf., Gámu, Háhita ehf. og Höfða hjúkrunar og dvalarheimilis vegna ársins 2021 verði samþykktir.

Samþykkt 3:0

7.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2021 - samstæða

2204099

Samstæðureikningur Akraneskaupstaðar 2021.
Bæjarráð staðfestir samstæðuársreikning Akraneskaupstaðar með undirritun og leggur til við bæjarstjórn Akraness að reikningurinn vegna ársins 2021 verði samþykktur.

Samþykkt 3:0

Jóhann Þórðarson víkur af fundi.

8.Brekkubæjarskóli - ósk um aukningu á stöðugildi

2204078

Ósk um aukningu á stöðugildi í Brekkubæjarskóla.
Bæjarráð, með vísan til meðfylgjandi skýringa skólastjóra Brekkubæjarskóla, samþykkir framlengingu á ráðningu iðjuþjálfa í 80% stöðu við skólann tímabilið frá 6. apríl til og með 9. júní næstkomandi.

Kostnaður vegna þessa, samtals að fjárhæð kr. 1.123.000, færist á deild 04220-1691 og er mætt með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi.

Samþykkt 3:0

9.Slökkviliðsmenn - styrkbeiðni vegna ferðar á Rauða hanann

2204095

Styrkbeiðni frá slökkviliðsmönnum sem hafa hug á að fara á Sýninguna "Rauða hanann" í Þýskalandi í júní 2022.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Afgreiðslu málsins frestað til næsta bæjarráðsfundar.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 10:55.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00