Fara í efni  

Bæjarráð

3496. fundur 31. mars 2022 kl. 08:15 - 10:55 á Garðavöllum
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Ólafur Adolfsson tekur þátt í fundinum í fjarfundi og samþykkir fundargerðina í lok fundar með rafrænum hætti.

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri tekur þátt í fundinum í fjarfundi.

1.Bankaviðskipti - útboð

2201073

Föstudaginn 11. mars voru opnuð tilboð vegna útboðs Akraneskaupstaðar um bankaviðskipti Akraneskaupstaðar.

RÓ víkur af fundi undir þessum lið og ÓA tekur sæti á fundinum og tekur þátt í afgreiðslu á dagskrárliðum nr. 1 til og með nr. 4.

Kristjana Helga Ólafsdóttir deildarstjóri fjármála situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráðs samþykkir að taka hagstæðasta tilboði bjóðenda sem eftir nánari skoðun, leiðréttingu á útreikningi í samræmi við tilboð og samkvæmt skilmálum útboðsins, er Arion Banki hf.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins, þ.e. að ganga frá samningi við Arion Banka hf. um bankaviðskipti Akraneskaupstaðar tímabilið 2022 - 2027, og tilkynna tilboðsgjöfum um niðurstöðuna.

Niðurstaðan var eftirfarandi:
1. Arion Banki hf., kr. 53.100.000 (tekjur)
2. Íslandsbanki hf., kr. 36.909.500 (tekjur)
3. Landsbanki hf., kr. 35.727.500 (tekjur)

Tekið skal fram að á opnunarfundi þann 11. mars var niðurstaða samkvæmt úrvinnslublöðum eftirfarandi:
1. Landsbanki hf., kr. 59.477.500 (tekjur)
2. Arion Banki hf., kr. 58.100.000 (tekjur)
3. Íslandsbanki hf., kr. 36.909.500 (tekjur)

Samþykkt 3:0

Kristjana Helga Ólafsdóttir víkur af fundi.

2.Jaðarsbakkalaug - styrkbeiðni vegna tækjakaupa

2203241

Umsókn Sundfélags Akranes um styrk vegna tækjakaupa í Jaðarsbakkalaug til að geta haldið lögleg sundmót.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

Beiðnin er vegna fyrirhugaðra kaupa á búnaði sem er félaginu mikilvægur til að geta haldið sundmót á Akransi og er heildarfjárhæðin samtals kr. 2.720.000. Fjárhagsáætlun Akraneskeskaupstaðar er sem kunnugt er unnin að hausti og samþykkt í desember ár hvert vegna komandi árs sem og áætlun til næstu þriggja ára þar á eftir.

Erindinu er vísað til fjárhagsáætlunargerðar vegna ársins 2023.

Samþykkt 3:0

3.Norðurálsmótið 2022 - samningur

2203255

Samningur Akraneskaupstaðar við KFÍA um Norðurálsmót.
Bæjarráð samþykkir endurnýjun samnings Akraneskaupstaðar og KFÍA um Norðurálsmótið tímabilið 2022 til og með ársins 2026.

Samningsfjárhæðin vegna ársins í árs verði reiknið á forsendum fyrri samnings en grunnframlag hækki samkvæmt fyrirliggjandi tillögu KFÍA vegna áranna 2023 til og með 2026 að undanskilinni tengingu við íbúafjölgun á Akranesi. Við útreikning vísitöluhækkunar á milli ára verði miðað við grunnvísitölu neysluverðs til verðtryggingar í júní næstkomandi.

Samþykkt 3:0

4.Klifurfélag ÍA - aðstöðumál

2111203

Erindi Klifurfélagsins varðandi bætta aðstöðu félagsins.

Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum þann 15. mars 2022 að leggja til að rekstrarsamningur við Klifurfélagið verði hækkaður frá fyrri samþykkt bæjarráðs frá 2.desember 2021 til samræmis við í erindi félagsins en hækkunin er úr kr. 190.050 í kr. 210.259 pr. mánuð.

Skóla- og frístundasvið vísaði erindi til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir erindið er varðar hækkun á aðstöðuleigu.

Viðbótarfjármagn, samtals kr. 243.000 á ári, verður mætt af liðnum 20830-4995 kr. 211.800 og af liðnum 20830-4980 kr. 31.200 og fært á liðinn 06750-5948.

Bæjarráð vísar öðrum þáttum erindisins vísar til bæjarstjóra til frekari úrvinnslu í samvinnu við forsvarsmenn Klifurfélagsins.

Samþykkt 3:0

ÓA víkur af fundi og RÓ tekur sæti á fundinum.

5.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022

2201152

450. mál til umsagnar - frumvarp til laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur (nikótínvörur).

418. mál til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaráætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030.
Lagt fram.

6.Endurskipulagning sýslumannsembætta

2203202

Erindi Dómsmálaráðuneytisins um endurskipulagningu á sýslumannsembættum landsins.
Lagt fram.

Bæjarráð hefur þegar átt samskipti við ráðuneytið og óskað eftir að hitta dómsmálaráðherra á fundi vegna þessa máls sem og vegna málefna lögreglunnar á Akranesi og er fyrhugaður fundur á næstunni.

Bæjarráð tekur undir bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. mars síðastliðnum sem var eftirfarandi:

"Í tilefni af fyrirhugaðri endurskipulagningu sýslumannsembætta leggur stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga áherslu á að horft verði sérstaklega til þess að tryggja jafnt aðgengi að þjónustu um allt land og að þjónusta ríkisins verði sem víðast á landinu. Stjórnin tekur undir mikilvægi þess að leggja stóraukna áherslu á stafræna þjónustu og að markmiðið með breytingunum verði að efla núverandi starfsemi og styrkja þær starfsstöðvar sem eru að þjónusta almenning um land allt. Einnig verði horft til þess að fjölga óstaðbundnum störfum og verkefnum utan höfuðborgarsvæðisins til að styðja við jákvæða byggðaþróun í landinu í samræmi við áherslur í byggðaáætlun. Þá hvetur stjórn sambandsins dómsmálaráðuneytið til að eiga í góðu samstarfi við landshlutasamtök og sveitarfélög í landinu áður en til breytinga kemur svo að tryggt verði að hlustað sé á raddir þeirra sem breytingarnar koma til með að hafa áhrif á."

Samþykkt 3:0

7.Mæðrastyrksnefnd - húsnæðismál

2201039

Styrkbeiðni Mæðrastyrksnefndar vegna húsaleigu.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu en mun eftir sem áður styrkja árlega jólaúthlutun félagsins og leggja félaginu lið eins og kostur er í þeirra störfum.

Samþykkt 3:0

8.Móttaka flóttafólks

2203074

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 24. mars síðastliðinn að hafinn verði undirbúningur ráðningar málastjóra vegna verkefnisins en að starfshlutfall viðkomandi yrði í samræmi við umfang verkefnisins og fól bæjastjóra frekari úrvinnslu málsins.
Bæjarráð samþykkir ráðningu verkefnastjóra tímabundið í 6 mánuði en verði þá endurskoðað miðað við stöðu verkefnisins.

Samkvæmt kostnaðarlíkani er gert ráð fyrir að mánaðarleg útgjöld tengt ráðningu verkefnastjóra verði um 1,1 m.kr. með launatengdum gjöldum. Samtals er því gert ráð fyrir að kostnaður vegna þessa þáttar verkefnisins verði um 6,6 m.kr.

Bæjarráð gerir ráð fyrir að ríkið endurgreiði í það minnsta hluta af þessum útgjöldum en það liggur þó ekki fyrir endanlega.

Útgjöldin verða færð á deild 02600-1691 og verður mætt með lækkun á rekstrarafgangi.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 4, samtals að fjárhæð kr. 6,6 m.kr., og vísar til bæjarstjórnar til endanlegrar samþykktar.

Samþykkt 3:0

9.Markaðsherferð Akraneskaupstaðar - það er stutt

2201151

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 24. mars síðastliðinn að fela bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.
Bæjarráð samþykkir að herferðin fari af stað samkvæmt fyrirliggjandi tímaáætlun en síðan verði gert hlé síðustu tvær vikurnar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

10.Vinabæjarmót 2022 - Inbjudan till vänortsstämma i Västervik

2201095

Í sumar verður norrænt vinabæjarmót haldið í Västervik í Svíþjóð. Mótið verður haldið 8.-12.júní. Þangað sækja fulltrúar Akraness og vinabæjanna Bamble í Noregi og Närpes í Finnlandi.
Bæjarráð telur ekki fært fyrir Akraneskaupstað að taka þátt að þessu sinni en framundan eru sveitarstjórnarkosningar þann 14. maí næstkomandi. Því er ekki ljóst hvernig bæjarstjórn verði skipuð á næsta kjörtímabili og verður nýtekin til starfa á þeim tíma sem vinabæjarmótið verður haldið.

Samþykkt 3:0

11.Leikskólar - sjónvarpsþættir á Hringbraut

2203253

Erindi Sjónvarpssöðvarinnar Hringbrautar um styrkveitingu vegna þáttaráðar um leikskóla þ.á m. frá leikskólanum Vallarseli á Akranesi.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 10:55.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00