Fara í efni  

Bæjarráð

3485. fundur 13. janúar 2022 kl. 08:15 - 09:20 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ólafur Adolfsson varamaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Fundurinn fer fram í fjarfundi og í lok fundar samþykkja fundarmenn fundargerðina með rafrænum hætti.

1.Fundargerðir 2021 - Heilbrigðiseftirlit Vesturlands ýmsar tilkynningar og samskipti vegna breytinga

2102135

171. fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vesturlands frá 13. desember 2021.
170. fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vesturlands frá 11. október 2021.
169. fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vesturlands frá 6. október 2021.
168. fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vesturlands frá 25. ágúst 2021
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

2.Samkomulag vegna hlutastarfandi slökkviliðsmanna á Akranesi

2112183

Slökkviliðsmenn hjá Akraneskaupstað eiga nú aðild að kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Útfæra þarf samkomulög vegna útkalla og útkallstíma og vegna símanotkunar og símtækja og fyrir liggja samningsdrög sem unnið hefur verið í samstarfi Akraneskaupstaðar og Landssambandsins.
Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

Bæjarstjóra falin frekari úrvinnsla málsins og eiga samtal við sveitarstjóra Hvalfjarðarsveitar um afstöðu Hvalfjarðarsveitar til samningsdraganna.

Samþykkt 3:0

3.Fab Lab smiðja á Akranesi

2101256

Skipan í stjórn en Sædís Alexía Sigurmundsdóttir, sem var fulltrúi Akraneskaupstaðar í stjórn Fab Lab smiðjunnar, hefur látið af störfum hjá Akraneskaupstað.

Bæjarráð samþykkir að Steinar Adolfsson verði fulltrúi Akraneskaupstaðar í stjórn Fab Lab smiðjunnar.

Bæjarráð þakkar Sædísi Alexíu fyrir hennar störf í verkefninu.

Samþykkt 3:0

4.Bankaviðskipti - útboð

2201073

Fyrirhugað er útboð vegna bankaviðskipta Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð samþykkir að farið verði í útboð bankaviðskipta og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins og að koma með fullbúin útboðsgögn á næsta fund ráðsins sem verður þann 27. janúar næstkomandi.

Samþykkt 3:0

5.Fjárhagsáætlun 2021 - viðaukar

2102302

Viðauki nr. 37 við fjárhagsáætlun ársins 2021.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 37 við fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2021, samtals að fjárhæð kr. 19.600.000. Viðaukinn felur í sér tilfærslu á milli deilda innan áætlunar samkvæmt meðfylgjandi skjali og hefur ekki áhrif á áætlaða rekstrarniðurstöðu Akraneskaupstaðar.

Bæjarráð vísar víðaukanum til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 09:20.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00