Fara í efni  

Bæjarráð

3482. fundur 16. desember 2021 kl. 08:15 - 10:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Fundurinn fer fram í fjarfundi og í lok fundar samþykkja fundarmenn fundargerðina með rafrænum hætti.

1.Fundargerðir 2021 - Menningar- og safnanefnd

2101067

100 fundargerð menningar- og safnanefndar frá 9. desember 2021.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

2.Fjárhagsáætlun 2021 - viðaukar.

2102302

Sameiginlegur viðauki nr. 34.

Kristjana Helga Ólafsdóttir deildarstjóri fjármála situr fundinn undir dagskrárliðum nr. 2 til og með nr. 6.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 34 við fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar og vísar honum til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.

Viðaukinn felur í sér tilfærslu á milli deilda samkvæmt meðfylgjandi fylgiskjali og hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins.

Samþykkt 3:0

3.Fjárhagsáætlun Höfða 2021 - viðauki 2

2111154

Viðauki nr. 2 við fjárhagsáætlun ársins 2021.
Bæjarráð samþykkir viðauka 2 frá Höfða við fjárhagsáætlun ársins 2021 og vísar honum til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.
Samþykkt 3:0

Á bæjarráðsfundi nr. 3468 þann 16. september var viðauki nr. 1 við fjárhagsáætlun Höfða lagður fram en ekki var samþykktur formlegur viðauki við fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar. Því eru viðauki nr. 1 og nr. 2 frá Höfða tekinn saman hér í formlegan viðauka.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 35 við fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2021 þar sem gert er ráð fyrir 57.872 þús.kr. betri rekstrarniðurstöðu hjá Höfða, hjúkrunar og dvalarheimili en upprunaleg áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða samstæðu Akraneskaupstaðar verður því betri sem nemur sömu fjárhæð.

Bæjarráð samþykkir að vísa viðauka nr. 35 til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.

Samþykkt 3:0

4.Afskriftir vegna ársins 2021

2112135

Tillaga að afskriftum á árinu 2021.
Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra fjármála um afskriftir krafna að fjárhæð kr. 3.705.804. Greiðendur eru látnir og dánarbúin eru eignarlaus.

Samþykkt 3:0

5.Skúffan reikningagátt - rafrænir reikningar

2112100

Móttaka rafrænna reikninga hefur margfaldast undanfarin ár og er fjármáladeild Akraneskaupstaðar á þeirri vegferð að hætta alfarið að taka á móti reikningum á pappírsformi og mun auglýsa það á næstunni að hætt verði að taka á móti reikningum á pappírsformi 1. janúar næstkomandi.
Bæjarráð samþykkir að móttaka reikninga hjá fjármáladeild Akraneskausptaðar verði eingöngu rafræn frá komandi áramótum.

Bæjarráð leggur áherslu á að breytingin verði kynnt ítarlega á heimasíðu Akraneskaupstaðar og aðstoð veitt til þerra viðskiptamanna sem eftir því leita vegna þessarar breytingar.

Samþykkt 3:0

6.Langtímaveikindi starfsmanna 2021 (veikindapottur)

2108149

Úthlutun úr veikindapotti Akraneskaupstaðar vegna tímabilsins 1. júlí til og með 31. desember 2021.

ELA víkur af fundi undir þessum lið og RBS kemur inn í hennar stað.

Harpa Hallsdóttir mannauðsstjóri situr fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir úthlutun fjármuna vegna kostnaðar stofnana Akraneskaupstaðar við afleysingar vegna veikindaforfalla starfsmanna á árinu 2021. Úthlutunin er vegna tímabilsins 1. júlí til og með 31. desember og nemur samtals kr. 31.904.196.

Ráðstöfuninni er mætt með auknum skatttekjum á deild 00010-0020.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 36 að fjárhæð kr. 31.904.196 og vísar til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.

Samþykkt 2:0, RÓ situr hjá við afgreiðslu málsins.

Heildarúthlutun til stofnana Akraneskaupstaðar vegna kostnaðar við afleysingar vegna langtímaveikinda starfsmanna á árinu 2021 er samtals kr. 74.544.196.

RBS víkur af fundi og ELA tekur sæti á fundinum á ný.

Harpa Hallsdóttir og Kristjana Helga Ólafsdóttir víkja af fundi.

7.Keilufélag Akraness - rekstrarsamningur

2007099

Rekstrarsamningu Akraneskaupstaðar og Keilufélagsins.

RÓ víkur af fundi og ÓA kemur inn á fundinn í hennar stað.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að rekstrarsamningi Akraneskaupstaðar og Keilufélagsins og vísar til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.

Samþykkt 3:0

RÓ tekur sæti á fundinum á ný.

8.Þróunarfélagið Grundartanga - Kosning í stjórn

2112142

Aðalfundur Þróunarfélagsins á Grundartanga verður haldinn 20. desember 2021, að Innrimel 3, Hvalfjararsveit og hefst fundurinn kl. 15:00.

Tilnefna þarf fulltrúa Akraneskaupstaðar í stjórn Þróunarfélagsins, bæði aðal- og varamann.
Bæjarráð samþykkir að tilnefna Ólaf Adolfsson bæjarfulltrúa sem aðalmann og Kristínu Soffíu Jónsdóttur framkvæmdastjóra Icelandic Startups sem varamann.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 10:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00