Fara í efni  

Bæjarráð

3478. fundur 25. nóvember 2021 kl. 10:20 - 13:25 á Garðavöllum
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Akranes Guesthouse - rekstrarleyfi

2109141

Umsagnarbeiðni Sýslumannsins á Vesturlandi vegna umsóknar NH-2 ehf. um rekstrarleyfi fyrir gistiheimilis í flokki II að Stillholti 23.

Umsagnir slökkviliðsstjóra og byggingarfulltrúa Akraneskaupstaðar liggja fyrir.
Bæjarráð, með vísan til umsagnar byggingafulltrúa og slökkviliðstjóra, gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis til umsækjanda.

Samþykkt 3:0

2.Slökkvilið á höfðuborgarsvæðinu - uppsögn á samningi um gagnkvæma aðstoð vegna útkalla

2012120

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á fundi sínum þann 8. nóvember s.l. að leggja til við bæjarráð að samþykkja fyrirliggjandi samstarfssamninga við SHS, sem lúta að mengunaróhöppum og gagnkvæmri aðstoð. Ofangreindir samningar taka við af eldri samningi um gagnkvæma aðstoð vegna útkalla.
Bæjarráð samþykkir samstarfssamninga Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins um samstarf vegna mengunaróhappa annars vegar og um gagnkvæma aðstoð hins vegar og vísar samningnum til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.

Samþykkt 3:0

3.Menningarstefna Vesturlands 2021-2025

2103033

Drög að menningarstefnu Vesturlands til samþykktar.
Bæjarráð vísar menningarstefnu Vesturlands til umsagnar í menningar- og safnarnefnd og bæjarstjórnar Akraness til samþykktar.

Samþykkt 3:0

4.Mánaðaryfirlit 2021

2102057

Mánaðaryfirlit janúar til október 2021
Lagt fram.

5.Tónlistarskólinn - endurskoðun hagræðingarkröfu

2111158

Erindi Tónlistarskólans um endurskoðun á hagræðingarkröfu frá 2021.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins sem verður til formlegrar afgreiðslu bæjarráðs þann 2. desember næstkomandi.

Samþykkt 3:0

6.Reglur 2022 - afsláttur af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega

2111097

Reglur um afslátt fasteignagjalda eldri borgara og öryrkja 2022.

Tillaga deildarstjóra fjármála um afsláttarreglur fasteignagjalda eldri borgara og öryrkja á árinu 2022.
Bæjarráð samþykkir reglur Akraneskaupstaðar um afslátt af fasteignagjöldum eldri borgara og öryrkja á árinu 2022 og vísar til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.

Samþykkt 3:0

7.Leikskólar í desember - afsláttur

2111193

Afsláttur af leikskólagjöldum í desember vegna frídaga.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins og kanna mögulega útfærslu á slíku fyrirkomulagi í samstarfi við sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs og leikskólastjóranna.

Samþykkt 3:0

8.Fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2023-2025

2106179

Áframhaldandi vinna við fjárhagsáætlun 2022 (2023-2025).
RÓ víkur af fundi undir hluta umræðunni og ÓA kemur þá inn á fundinn í hennar stað.
Áframhaldandi vinna við fjárhagsáætlun verður á aukafundi bæjarráðs þann 2. desember næstkomandi.
Afgreiðslu frestað.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 13:25.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00