Fara í efni  

Bæjarráð

3470. fundur 30. september 2021 kl. 08:15 - 12:45 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Valgarður L. Jónsson tekur þátt í fundinum í fjarfundi og samþykkir fundargerðina í lok fundar með rafrænum hætti.

1.Fundargerðir 2021 - Menningar- og safnanefnd

2101067

98. fundur menningar- og safnanefndar frá 21. september 2021.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Viðburðir 2021

2105198

Erindi menningar- og safnanefnar um viðburðahald á Akranesi.

Sædís Alexía Sigurmundsdóttir situr fundinn undir fundarliðum nr. 2. til og með nr. 4.
Lagt fram.

Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðarinnar.

Samþykkt 3:0

3.Þjónustuapp sveitarfélaga - samstarf og þróun

2109211

Sædís Alexía Sigurmundsdóttir skrifstofustjóri kynnir stöðu verkefnisins um samstarf og þróun þjónustuapps sveitarfélaga.
Bæjarráð þakkar áhugaverða kynningu og telur verkefnið mikilvægt með tilliti til að bæta þjónustu Akraneskaupstaðar.

4.Tjaldsvæði í Kalmansvík

2003067

Málefni Tjaldsvæðisins í Kalmansvíks, sumarið og næstu skref.
Sædís Alexía Sigurmundsdóttir víkur af fundi.

Bæjarráð samþykkir að rekstur tjaldsvæðisins fari í útboðsferli sem miði við að nýr samningur taki gildi þann 1. janúar næstkomandi.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð samykkir að núverandi rekstraraðili fái afslátt sem nemur einum mánuði í leigu og er það gert vegna áhrifa heimsfaraldursins á reksturinn.

Samþykkt 3:0

5.Mánaðaryfirlit 2021

2102057

Mánaðaryfirlit janúar til ágúst 2021.

Kristjana Helga Ólafsdóttir deildarstjóri fjármála situr fundinn undir fundarliðum nr. 5 og nr. 6.
Lagt fram.

6.Fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2023-2025

2106179

Kristjana Helga Ólafsdóttir víkur af fundi.

Áframhaldandi vinna við gerð fjárhagsáætlunarinnar verður á næsta fundi bæjarráðs þann 14. október næstkomandi.

Gjaldskrárnar fara til umræðu í fagráðunum í viku 40.

Samþykkt 3:0

7.Heimsmarkmið í sveitarfélögum - innleiðing

2109184

Stuðningsverkefni vegna innleiðingar heimsmarkmiða í sveitarfélögum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins og að sækja um stuðningsverkefni um innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Verkefnið er unnið í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Samþykkt 3:0

8.Reglur Akraneskaupstaðar um íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum.

2009128

Á 160. fundir velferðar- og mannréttindaráðs þann 16.9.2021 voru teknar fyrir reglur Akraneskaupstaðar um íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum.
Félagmálaráðuneytið úthlutar út árið 2021, samkvæmt tímabundinni fjárheimild í fjárlögum fyrir árið 2021 og lögum nr. 158/2020, um afmarkaðar og tímabundnar ráðstafanir til að bregðast við áhrifum COVID-19 faraldursins, sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkja til barna frá tekjulágum heimilum til að auka jöfnuð til íþrótta- og tómstundastarfs. Sveitarfélög setja reglur um um framkvæmdina. Akraneskaupstaður hefur sett sér reglur í samræmi við leiðbeiningar Sambands íslenskra sveitarfélaga um úthlutun styrksins. Lögð er fram breyting á núverandi reglum í samræmi við fyrirliggjandi breytingar á fyrirkomulagi á úthlutun styrksins haustið 2021.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkti fyrirliggjandi drög að reglum Akraneskaupstaðar um íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir reglur Akraneskausptaðar um íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum og vísar til bæjarstjórnar til endanlegrar samþykktar.

Samþykkt 3:0

9.Úthlutun lóða (Skógarhverfi áfangi 3A)

2106032

Einbýlishúslóðinni Akralundur 30 hefur verið skilað inn. Það var gert eftir að umsóknarfrestur var runninn út vegna úthlutunarinnar sem framkvæmd var þann 16. september síðastliðinn og því ekki unnt að hafa hana með þar.
RÓ víkur af fundi undir þessum lið. Fundarmenn gera ekki athugasemd við ákvörðunina.

Bæjarráð samþykkir að byggingarlóðin Akralundur 30 fari til úthlutunar á lóðavef Akraneskaupstaðar og að úthlutun verði með hefðbundnum hætti samkvæmt reglum Akraneskaupstaðar um úthlutun lóða. Lóðin verði sett á vefinn mánudaginn 11. október næstkomandi kl. 12:45.

Samþykkt 2:0

RÓ tekur sæti á fundinum á ný.

10.Bjarni Ólafsson Ak 70 skipaskrárnúmer 2909 - forkaupsréttur

2107265

Erindi frá Saga skipamiðlun ehf. um forkaupsrétt Akraneskaupstaðar vegna nýs tilboðs í Bjarna Ólafsson Ak 70.
Málið er varðar þetta tiltekna skip var til afgreiðslu hjá bæjarráði fyrir í sumar og féll ráðið þá á að falla frá forkaupsrétti sveitarfélagsins. Sú sala gekk hins vegar ekki eftir og því kemur málið að nýju til afgreiðslu en nú vegna fyrirhugaðar sölu til annars kaupsanda.

Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti sveitarfélagsins sbr. 3. mgr. 12. gr. laga um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 en núverandi lagaumhverfi tryggir sveitarfélögum einungis forkaupsrétt að fiskiskipum en ekki að þeim aflaheimildum sem kunna að fylgja viðkomandi fiskiskipi.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar afgreiðslu en málið verður tekið fyrir hjá bæjarstjórn þann 12. október næstkomandi.

Samþykkt 3:0

11.Grundaskóli - hönnun á lausum kennslustofum

2109241

Samningur við Magnús H. Ólafsson og fyrirtækis hans Markstofa ehf. um greiðslur vegna nýtingar (til eignar) Akraneskausptaðar á hönnun á lausum kennslustofum.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning Akraneskaupstaðar og Magnúsar H. Ólafssonar og Markstofa ehf., sem fela í sér útgjöld fyrir Akraneskaupstað samtals að fjárhæð kr. 1.000.000 að meðtöldum virðisaukaskatti.

Ráðstöfunin rúmast innan samþykktrar fjárveitingar til verkefnisins.

Samþykkt 3:0

12.Lækjarflói 20 - umsókn um byggingarlóð

2109242

Umsókn Merkjaklappar ehf. um úthlutun lóðar við Lækjarflóa 20 skv. markaðssamningi.
Bæjarráð fellst á úthlutun lóðarinnar til umsækjanda en lóðin er ein þeirra lóða sem markaðssamningur á milli Merkjaklappar ehf. og Akraneskaupstaðar tekur til sbr. afgreiðslu bæjarstjórnar Akraness þann 25. maí síðastliðin á fundi nr. 1334, dagskrárliður nr. 4.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 12:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00