Fara í efni  

Bæjarráð

3466. fundur 12. ágúst 2021 kl. 08:15 - 11:40 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Afskriftir 2021

2104213

Afskriftarbeiðnir frá Sýslumanninum á Vesturlandi.
Bæjarráð samþykkir afskriftabeiðni sýslumannsins á Vesturlandi vegna ársins 2021, samtals að fjárhæð kr. 27.090.236 en um er að ræða innheimtukröfur sem taka til tímabilsins 2010 til og með ársins 2019.

Um er er að ræða kröfur á hendur á hendur einstaklingum að undangengnum innheimtuaðgerðum og e.a. fyrningu skulda að fjárhæð kr. 22.258.167, kröfur á hendur dánarbúum þar sem skiptum er lokið með yfirlýsingum um eignaleysi að fjárhæð kr. 372.315 og loks kröfur á hendur gjaldþrotabúum en skiptum búanna er lokið með yfirlýsingu um eignaleysi og skuldir fyrndar að lögum að fjárhæð kr. 4.459.754.

Samþykkt 3:0

2.Skátafélag Akraness - samstarfssamningur

2005083

Drög að samstarfssamningi Akraneskaupstaðar og Skátafélagsins lagður fram til samþykktar.

Afgreiðslu máls frestað á fundi bæjarráðs þann 24.06.2021
Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, samþykkir samstarfssamning Akraneskaupstaðar og Skátafélags Akraness vegna tímabilsins 2021 til og með 2024 og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð samþykkir viðbótarfjármagn vegna ársins 2021, samtals að fjárhæð kr. 750.000 sem færist á deild 06890-5948 og er mætt með lækkun á handbæru fé.

Styrkveitingu vegna ársins 2022 er vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2022.

Samþykkt 3:0

3.Kirkjuhvoll - fasteignin Merkigerði 7

2009073

Mögulegar framtíðarlausnir í tengslum við húsnæðið Kirkjuhvol (Merkigerði 7).
Bæjarstjóra falin frekari úrvinnsla málsins m.t.t. til væntanlegrar deiliskipulagsvinnu og að hefja formlegt söluferli á eigninni.

Samþykkt 3:0

4.Úthlutun lóða (Skógarhverfi áfangi 3A)

2106032

Taka þarf ákvörðun um hvort einbýlishúsalóðirnar að Skógarlundi 2 og nr. 3 eigi að fara á listann yfir lausar lóðir hjá Akraneskaupstað en lóðirnar voru til úthlutunar á fundi bæjarráðs þann 5. ágúst síðastliðinn en engar umsóknir bárust í þær. Sama gildir um lóðirnar að Skógarlundi nr. 5 og Skógarlundi nr. 7 en lóðunum var úthlutað á fundi bæjarráðs þann 5. ágúst síðastliðinn en var skilað inn til Akraneskaupstaðar að nýju.
Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar Akraness, samþykkir að lóðirnar fjórar fari á lista yfir lausar lóðir til úthlutunar hjá Akraneskaupstaðar með hefðbundnum hætti og unnt verði að sækja um þær á vefnum 300akranes.is.

Tilkynnt verði um nákvæma tímasetningu auglýsingar lóðanna á vef Akraneskaupstaðar með góðum fyrirvara þannig að þeir sem áhuga kunna að hafa á að sækja um lóðirnar viti nákvæmlega hvenær þeir geri gert það. Hefðbundnar úthlutunarreglur gilda m.a. skilyrðið fyrir gildi umsóknar um að greiða verði umsóknargjald að fjárhæð kr. 200.000 fyrir hverja og eina lóð. Það frávik er þó nú að umsækjandi og greiðandi umsóknargjalds skal vera einn og sami aðilinn.

Samþykkt 3:0

5.Deiliskipulag Grundaskóli við Espigrund- Breyting

2106076

Grenndarkynnt var fyrirhuguð breyting á deiliskipulagi Grundarskóla vegna fyrirhugaðra framkvæmda við skólann. Breytingin felst í að auka núverandi byggingarmagn á lóðinni. Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum við Einigrund 20 til 36 og Espigrund 3 til 15 og Bjarkargrund 2 til 20. Grenndarkynningu lauk 18. júlí 2021 og engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt, send á Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar Akraness, samþykkir deiliskipulagsbreytingu Grundaskóla við Espigrund, sem fólgin er m.a. í aukningu á byggingarmagni á lóðinni um 1.280 fermetra og aukningu á hámarksnýtingarhlutfalli um 0,04, úr 0,20 og í 0,24, að breytingin verði send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 3:0

6.Grundaskóli - uppbygging

2103323

Leiga á rými hjá Fjölbrautarskóla Akraness skólaárið 2022 (haust 2021 til vors 2022) fyrir kennslu þriggja bekkjardeilda nemenda Grundaskóla.

VLJ víkur af fundi undir þessum lið og KHS tekur sæti í hans stað.
Bæjarráð samþykkir viðbótaútgjöld að fjárhæð kr. 4.250.000 vegna leigu á þremur kennslustofum og á annarri aðstöðu fyrir kennslu nemenda frá Grundaskóla hjá Fjölbrautarskóla Vesturlands vegna tímabilsins frá 15. ágúst næstkomandi og til áramóta sbr. meðfylgjandi samning. Kostnaðurinn er færður á deild 04230-4420 og er mætt með lækkun á handbæru fé. Kostnaði vegna ársins 2022 er vísað til komandi fjárhagsáætlunargerðar.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð samþykkir viðbótaútgjöld vegna niðurgreiðslu á mötuneytiskostnaðar til þeirra nemenda úr Grundaskóla sem kennt verður í húsnæði Fjölbrautskólans og eiga þess kost að neyta matar í mötuneyti skólans en verðmunur er á gjaldskrá stofnananna og er hærra verð í Fjölbrautarskólanum. Er þetta talið nauðsynlegt til að jafna stöðu nemendanna sem fá kennslu í húsnæði utan hefðbundinnar starfsaðstöðu í Grundaskóla. Gert er ráð fyrir að kostnaður vegna þessa á haustönn nemi samtals kr. 1.536.000, færist á deild 04230-2110 og er mætt með lækkun á handbæru fé.
Kostnaði vegna ársins 2022 er vísað til komandi fjárhagsáætlunargerðar.

Bæjarráð samþykkir, vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem skapast hafa í starfsemi skólans, að starfsfólk Grundaskóla eigi tímabundið kost á að nýta matarmiða Akraneskaupstaðar samkvæmt þeim reglum sem um það gilda, einn dag í viku til áramóta. Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að útfæra fyrirkomulagið í samráði við skólastjóra Grundaskóla og gera nánari grein fyrir þeim viðbótarkostnaði sem þessu fylgir og felst í niðurgreiðslu á matarkostnaði sem fer til þjónustuveitanda hér á Akranesi. Starfsfók greiðir sjálft kr. 695 fyrir hvern hádegisverð en verðgildi matarmiðans frá 1. maí síðstliðnum er kr. 1.750 samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar dags. 25. maí 2021.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar Akraness, samþykkir viðauka nr. 23 samtals að fjárhæð kr. 5.786.000 sem færist á deild 04230-4420 að fjárhæð kr. 4.250.000 og á deild 04230-2110 að fjárhæð kr. 1.536.000.

Samþykkt 3:0

KHS víkur af fundi.

Fundi slitið - kl. 11:40.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00