Fara í efni  

Bæjarráð

3463. fundur 14. júlí 2021 kl. 08:15 - 11:50 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ólafur Adolfsson varamaður
Starfsmenn
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Fundurinn fer fram í fjarfundi og fundarmenn samþykkja fundargerð í lok fundar með rafrænum hætti.

1.Fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2023-2025

2106179

Tíma- og verkáætlun vegna fjárhagsáætlunargerðar ársins 2022.
Bæjarráð samþykkir verk- og tímaáætlun vegna fjárhagsáætlunar ársins 2022 og þriggja ára áætlunar vegna tímabilsins 2023-2025.

Samþykkt 3:0

2.Sumarstörf námsmanna 2021

2104217

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 20. maí sl. ráðningarheimildir vegna samtals 49 starfa í átaksverkefni stjórnvalda vegna ársins 2021. Á þeim tíma var ekki unnt að kostnaðargreina umfang verkefnsins nákvæmlega fyrr en afgreiðsla Vinnumálastofnunar á beiðni Akraneskaupstaðar um 30 störf til viðbótar þeim 19 sem kaupstaðurinn hafði þegar fengið úthlutað frá stofnuninni. Endanlegri afgreiðslu málsins var frestað.

Fyrir liggur nú að ekki fengust viðbótarstörf umfram þau 19 úthlutuð störf. Beiðni um viðauka vegna sumarátaksstarfa námsmanna er því tilbúin til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir úthlutun fjármuna sem nemur kostnaðarauka vegna verkefnsins, samtals að fjárhæð kr. 26.300.000. Heildarkostnaðar vegna átaksins (bæði vegna sumarstarfa námsmanna sem og vegna átaksins "Hefjum störf") er áætlaður um 83 m.kr. og endurgreiðsla Vinnumálastofnunar er áætluð um 57 m.kr.

Kostnaðinum, samtals að fjárhæð kr. 26.300.000 er mætt með lækkun á handbæru fé og er færður á deild 13080-1691. Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar Akraness samþykkir viðauka nr. 20, samtals að fjárhæð kr. 26.300.000 sem færist á deild 13080.

Samþykkt 3:0

3.Grundaskóli - uppbygging

2103323

Arkitektahönnun á C-álmu og stjórnunarálmu Grundaskóla.
VLJ víkur af fundi undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að fela sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs á grundvelli fyrirliggjandi gagna að ganga frá samningi við Andrúm arkitekta varðandi arkitektahönnun við C-álmu og stjórnunarálmu Grundaskóla.

Hönnunarvinnan miðar að því að skila inn fullbúnum gögnum er varðar arkitektahluta verksins. Fyrir liggja fyrstu drög að forhönnun af hendi Andrúm arkitekta.

Samþykkt 2:0

VLJ tekur sæti á fundinum á ný.

4.Slökkvilið - tækjakaup

2104204

Bæjarráð fól bæjarstjóra í samvinnu við sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og slökkviliðsstjóra að kanna með aðkomu Hvalfjarðarsveitar að kaupum á útkallsbíl vegn slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar áður en endanleg fjárhæð í viðauka yrði ákveðin. Fyrir liggur nú samþykki Hvalfjarðarsveitar um aðkomu að kaupunum.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar Akraness samþykkir viðauka III við við samstarfssamning Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar um brunavarnir og eldvarnareftirlit dags. 20. desember 2001 sbr. viðauka dags. 4. desember 2020 um framlengingu samstarfssamningsins um eitt ár til 31. desember 2021. Viðauki III felur í sér ráðstöfun um kaup á útkallsbíl fyrir Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar og heildarkostnaður vegna kaupanna er áætlaður 4,0 m.kr. Hlutur Akraneskaupstaðar vegna fjárfestingarinnar er kr. 2.647.000.

Bæjarráð samþykkir breytingu á fjárfestingar- og framkvæmdaáætlunar vegna ársins 2021 vegna kaupanna, samtals að fjárhæð kr. 2.647.000.

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar felur bæjarstjóra frágang málsins með undirritun viðaukans en samþykki sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar á ráðstöfuninni liggur fyrir sbr. 332. fund sveitarstjórnarinnar frá 22. júní síðastliðnum (dagskrárliður nr. 6).

Samþykkt 3:0

5.Deiliskipulag Skógarhverfi áfangi 4 - Asparskógar 3

2105006

Fyrirspurn um breytingu á byggingarreit. Breytingin var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga frá 21. maí til 19. júní 2021. Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð (sem starfar í umboði bæjarstjórnar) að breyting á deiliskipulagi Skógarhverfis áfangi 4, vegna Asparskóga 3, verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar Akraness, samþykkir breytingu á deiliskipulagi Skógarhverfis áfanga 4, vegna Asparskóga nr. 3 en byggingarreiturinn er stækkaður um 41,5 fermetra (úr 1430 fermetrum í 1471,5 fermetra), að deiliskipulagið verði sent Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 3:0

6.Deiliskipulag Sementsreits - breyting - Suðurgata

2105127

Breyting á deiliskipulagi Sementsreits sem felst m.a. í að lóðir við Suðurgötu 92-112 fá rýmri byggingarreit o.fl. Erindið var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skv. skipulagslögum nr. 123/2010, frá 9. júní til 11. júlí 2021. Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð (sem starfar í umboði bæjarstjórnar) að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar Akraness, samþykkir breytingu á deiliskipulagi Sementsreits, að breytingin verði send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 3:0

Breytingin felst m.a. í að lóðir nr. 92, nr. 94, nr. 96, nr. 98, nr. 106, nr. 110, nr. 112 og nr. 118 fá rýmri byggingarreiti, heimilt verði að fjarlægja hús við Suðurgötu 108 og gerður nýr byggingarreitur o.fl. Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum við Suðurgötu nr. 90, nr. 93, nr. 97, nr. 99, nr. 103, nr. 107, nr. 109, nr. 111, nr. 113 og nr. 114 og engar athugasemdir bárust á kynningartíma.

7.Deiliskipulag Sementsreitur - götur

2107025

Byggð aðlöguð að veghönnun Faxabrautar:
Einstefnugötur frá Faxabraut, djúpgámum komið fyrir, spennistöðvar staðsettar, fjöldi íbúða miðast við meðalstærða 100 fermetra. Skýringamynd um veghelgunarsvæði bætt við auk mannvirkja sem heimilt er að fjarlægja.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð (sem starfar í umboði bæjarstjórnar) að frávik í deiliskipulaginu vegna gatnahönnunar verði heimiluð skv. 3. mgr. 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Frávikin eru í samræmi við meginatriði deiliskipulagsins og hafa engin áhrif á hagsmuni annarra en lóðarhafa og Akraneskaupstaðar og teljast því óverulegar.
Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar Akraness, samþykkir frávik í deiliskipulagi Sementsreits vegna gatnahönnunar, að deiliskipulagið verði sent Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 3:0

8.Deiliskipulag Flóahverfi -dælistöð, umsókn til skipulagsfulltrúa

2105179

Grenndarkynnt var breyting á deiliskipulagi Flóahverfis þar sem gerð er ný lóð undir dælustöð. Erindið var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykki hefur borist vegna málsins.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð (sem starfar í umboði bæjarstjórnar) að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar Akraness, samþykkir breytingu á deiliskipulagi Flóahverfis, að breytingin verði send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 3:0

Breytingin felst í í nýrri 716,4 fermetra lóð þar sem fyrirhugað er að reisa dælustöð á en hámarksstærð hennar er 60 fermetrar. Gert er ráð fyrir tilfærslu á göngustígs vegna þessa og sett er kvöð á lóðina um lagnaleið vegna fyrirhugaðara fráveitulagna og er kvöðin um 10 m breið og liggur frá dælustöðinni suður samhliða lóðunum. Grenndarkynnt var fyrir lóðarhafa við Lækjarflóa nr. 2 sem skilaði inn skriflegu svari um að hann geri ekki athugasemdir við breytinguna.

9.Framkvæmdaleyfi - dælistöð í Flóahverfi

2107064

Umsókn um framkvæmdaleyfi er varðar tengingu á fráveitulögnum í Flóahverfi við hreinsistöðina í Kalmansvík og byggingu á skólpdælustöð í Flóahverfi.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð (sem starfar í umboði bæjarstjórnar) að samþykkja framkvæmdaleyfi er varðar tengingu á fráveitulögnum í Flóahverfi við hreinsistöðina í Kalmansvík og byggingu á skolpdælustöð í Flóahverfi skv. 10 gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar Akraness, veitir framkvæmdaleyfi vegna tengingar á fráveitulögnum í Flóahverfi við hreinsistöðina í Kalmansvík og byggingu á skólpdælustöð í Flóahverfi sem mun mun dæla skólpi eftir nýrrii fráveitulögn. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í ágúst næstkomandi og að þeim ljúki haustið 2022.

Samþykkt 3:0

10.Aðalskipulag Akraness breyting - Golfsvæði

2106183

Breyting á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017, vegna fyrirhugaðs Hótels, á deiliskipulagi Golfvallar.
Skipulagslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Akraness, vegna breytinga á deiliskipulagi.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð (sem starfar í umboði bæjarstjórnar) að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði auglýst til kynningar.
Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar Akraness, samþykkir að auglýsa til kynningar skipulagslýsingu vegna mögulegrar breytingar á aðalskipulagi Akraness 2005-2017 og deiliskipulags Garðavelli 1 (golfvöllur deiliskipulag) vegna fyrirhugaðrar hótelbyggingar á byggingarreit deiliskipulagsins.

Samþkkt 3:0

11.Aðalskipulag Akraness - breyting

2106178

Breyting á aðalskipulagi Akraness 2005-2017, vegna húsnæðisúrræðis fyrir fatlaða.
Skipulagslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Akraness vegna opins svæðis í Jörundarholti.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð (sem starfar í umboði bæjarstjórnar) að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði auglýst til kynningar.
Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar Akraness, samþykkir að auglýsa til kynningar skipulagslýsingu vegna mögulegrar breytingar á aðalskipulagi Akraness 2005-2017 og opins svæðis í Jörundarholti vegna fyrirhugaðs húsnæðisúrræðis fyrir fatlaða.

Samþkkt 3:0

12.Framkvæmdaleyfi - Æðaroddi

2107026

Umsókn Veitna ohf. um framkvæmdaleyfi, sem felur í sér að koma fyrir setþró og nýrri útrás. Sjá umsögn Umhverfisstofnunar dags. 12. febrúar 2021.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð (sem starfar í umboði bæjarstjórnar) að samþykkja framkvæmdaleyfi sem felur í sér að koma fyrir setþró og nýrri útrás við Æðarodda skv. 10 gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar Akraness, samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis til veitna ohf. vegna nýrrar setþróar og nýrrar útrásarlagnar við hesthúsahverfið við Æðarodda (Blautós og Innstavogsnes). Gert er ráð fyrir að framkvæmdir standi yfir á tímabilinu ágúst og september næstkomandi.

Samþykkt 3:0

13.Félagslegt leiguhúsnæði kaup og sala

2105073

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að seldar verði eignir Akraneskaupstaðar á Einigrund 2 og Merkigerði 12, sbr. tillögu velferðar- og mannréttindaráðs af fundi ráðsins 2. júní 2021.
Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar Akraness, samþykkir að farið verði í söluferli með fasteignir Akraneskaupstaðar á Einigrund 2 og á Merkigerði 12 í samræmi við reglur Akraneskaupstaðar um sölu eigna í eigu kaupstaðarins og stofnana hans dags. 23. september 2014.

Samþykk 3:0

14.Fjöliðjan uppbygging á húsnæði - starfshópur

2106089

Starfshópur um uppbyggingu á Fjöliðjunni vinnu- og hæfingarstað sem bæjarráð samþykkti erindisbréf fyrir á 3458. fundi sínum þann 20. maí 2021, hélt sinn fyrsta fund þann 22. júní 2021.

Starfshópurinn óskar eftir fresti til 2. september 2021 til að leggja fram tillögu að endanlegri útfærslu á uppbyggingu Fjöliðjunnar með samnýtingu á eldra húsnæðið sem kynnt verði á sameiginlegum fundi bæjarráðs, skipulags- og umhverfisráðs og velferðar- og mannréttindaráðs.
Bæjarráð samþykkir erindið.

Samþykkt 3:0

15.Carbfix hf. - stofnun dótturfélags

2107063

Tillaga um stofnun dótturfélags Carbfix.
Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar Akraness, samþykkir að stofnað verði sérstakt félag, Carbfix hf., sem yrði dótturfélag Carbfix ohf. og rekstrarfélag fyrir frekari þróun tækninnar.

Samþykkt 3:0

16.Knattspyrnufélag ÍA - rekstrarleyfi á Aggapalli

2106092

Á fundi skóla- og frístundaráðs 29. júní 2021 afgreiddi ráðið erindi bæjarráðs og gerir ekki athugasemdir við veitingu vínveitingaleyfis sem afmarkast við Aggapall en leggur áherslu á góða umgengni og viðeigandi gæslu
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfisins til Knattspyrnufélag íA (KFÍA).

Bæjarráð leggur áherslu á að KFÍA gæti vel að því að tryggja ásættanlega umgjörð rekstrarins m.t.t. til þeirrar starfsemi sem annars fer fram í íþróttamannvirkjum Akraneskaupstaðar. KFÍA þarf einnig að huga að salernismálum sbr. athugasemdir heilbrigðiseftirlitsins.

Samþykkt 3:0

17.Knattspyrna á Akranesi - 100 ára saga knattspyrnu á Akranesi

2107107

Beiðni Björns Þórs Björnssonar um styrk vegna ritunar 100 ára knattspyrnusögu á Akranesi.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

18.Garðalundur - áskorun vegna viðhalds og minnisvarða

2107046

Áskorun Sigríðar Gróu Kristjánsdóttur um bætt viðhald Garðalundar og minnisvarða í Garðalundi
Erindið lagt fram og vísað til skipulags- og umhverfisráðs til frekari úrvinnslu.

Samþykkt 3:0

19.Bjarni Ólafsson Ak 70 skipaskrárnúmer 2909 - forkaupsréttur

2107265

Erindi Saga skipamiðlun ehf. um forkaupsrétt Akraneskaupstaðar á Bjarna Ólafssyni Ak 70.
Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar Akraness, samþykkir að falla frá forkaupsrétti sveitarfélagsins sbr. 3. mgr. 12. gr. laga um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 en núverandi lagaumhverfi tryggir sveitarfélögum einungis forkaupsrétt að fiskiskipum en ekki að þeim aflaheimildum sem kunna að fylgja viðkomandi fiskiskipi.

Samþykkt 3:0
Næsti fundur bæjarráðs verður fimmtudaginn 29. júlí næstkomandi.

Fundi slitið - kl. 11:50.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00