Fara í efni  

Bæjarráð

3461. fundur 10. júní 2021 kl. 08:15 - 12:11 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.ÍA - rekstur, samskipti og samningur

1908011

Samningsdrög Akraneskaupstaðar og ÍA um nýtt fyrirkomulag styrkja lögð fram á ný í bæjarráði.

Fundinn sátu fulltrúar úr stjórn ÍA, Marella Steinsdóttir formaður, Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður og Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdastjóri.

ÓA tekur sæti í stað RÓ undir þessum lið.

Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasvið situr fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar fulltrúum ÍA fyrir góðan og gagnlegan fund og hreinskiptar umræður.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

ÓA víkur af fundi og RÓ tekur sæti á fundinum.
Valgerður Janusdóttir víkur af fundindum.

2.Brekkubæjarskóli - kaup á saumavélum og hrærivélum

2106018

Beiðni frá Brekkubæjarskóla um kaup á samavélum og hrærivélum fyrir skólann.
Heildarfjárhæð beiðninnar er að fjárhæð kr. 746.000.

ELA víkur af fundi undir þessum lið og RBS tekur sæti í hennar stað.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórn samþykkir erindið og viðbótarútgjöld vegna þess sem nemur kr. 746.000. Útgjöldunum er mætt af liðnum 20830-4980 og færð á deild 04220-4660.

Samþykkt 3:0

RBS víkur af fundi og ELA tekur sæti á fundinum að nýju.

3.Búnaðar- og áhaldakaup (tækjakaupasjóður) 2021

2105169

Beiðni frá íþróttamannvirkjum Akraneskaupstaðar um styrk til tækjakaupa (gúmmímottur í kraflyfingaherbergi).
Fjárhæð beiðninnar er að fjárhæð kr. 956.000.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

Samþykkt 3:0

4.SEM fuglinn fljúgandi - styrkbeiðni

2106019

Styrkbeiðni frá SEM samtökunum, hreyfihamlaður einstaklingur ætlar að hjóla 400 km á höndum og óskar eftir eftir áheitum.

Markmið samtakanna er að safna fyrir kaup á fjórum "hjólastóla fjallahjólum" en hvert hjól kostar 2,5 m.kr.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

Samþykkt 3:0

5.Þjónustumiðstöð Dalbraut 4 - innra skipulag

2105212

Á 156. fundi velferðar- og mannréttindaráðs-trúnaðarfundur þann 4. júní 2021 var tekið til umfjöllunar Þjónustumiðstöð Dalbraut 4, innra skipulag.
Byggingu þjónustumiðstöðvar að Dalbraut 4 lýkur um mitt sumar 2021. Í miðstöðinni er fjöldi rýma þar sem hægt verður að bjóða upp á fjölbreytt félags- og tómstundastarf í samráði við notendur.

Bókun velferðar- og mannréttindaráðs var eftirfarandi:
Velferðar- og mannréttindaráð leggur áherslu á að félags- og tómstundastarf á vegum Akraneskaupstaðar og stuðningur við slíkt starf í þjónustumiðstöðin verði alla virka daga frá kl. 10:00-16:00.

Velferðar- og mannréttindaráð leggur til við bæjarráð að Akraneskaupstaður beri ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðvarinnar og hafi yfirumsjón með henni, haldi utan um og ráðstafi nýtingu á rýmum.

Velferðar og mannréttindaráð leggur áherslu á að starfsmenn Akraneskaupstaðar, sem umjsón hafa og bera ábyrgð á félagsstarfi aldraðra og öryrkja, skipuleggi fasta samráðsfundi/hússtjórn með fulltrúum FEBAN til að skipuleggja nýtingu á húsnæðinu fyrir félags- og tómstundastarf fyrir íbúa á Akranesi.

Velferðar- og mannréttindaráð leggur áherslu á að FEBAN fái stuðning og aðstöðu í þjónustumiðstöðinni til að byggja upp sitt félags- og frístundastarf.

Velferðar- og mannréttindaráð felur sviðsstjóra og bæjarstjóra að endurskoða samning við FEBAN.

Velferðar- og mannréttindaráð leggur til að salurinn í þjónustumiðstöðinni verði leigður út til viðburða.

Velferðar- og mannréttindaráð vísar málinu til kynningar í skipulags- og umhverfisráði.

Velferðar- og mannréttindaráð vísar málinu til afgreiðslu í bæjarráði.

Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs situr fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykktir tillögu velferðar- og mannréttindaráðs og felur bæjarstjóra og sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

6.Fjárhagsáætlun 2021 - viðaukar

2102302

Samantekinn viðauki janúar til maí 2021.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 18 vegna tímabilsins 1. janúar til og með maí 2021 en viðaukinn hefur ekki áhrif á áætlaða rekstrarniðurstöðu ársins 2021.

Samþykkt 3:0

7.Guðlaug - framtíð

1910042

Tillaga um breytingu á sumaropnunar Guðlaugar.
Bæjarráð samþykkir tillögu um breytingu á sumaropnun Guðlaugar við Langasand sem felur í sér eftirfarandi opnunartíma til og með 31. ágúst næstkomandi:

- Virkir dagar, kl. 12:00 - 20:00.
- Um helgar, kl. 10:00 - 18:00.

Meginbreytingin felst í opnun á miðvikudögum þar sem opnunartíminn hefur verið kl. 10:00-18:00 og á sunnudögum þar sem opið hefur verið kl. 10:00-20:00.

Samþykkt 3:0

8.Úthlutun lóða (Skógarhverfi áfangi 3A)

2106032

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á 200. fundi ráðsins þann 7. júní sl. að leggja til við bæjarráð að úthluta lóðum í Skógarhverfi áfanga 3A en um er að ræða 11 einbýlishúsalóðir og 6 raðhúsalóðir með samtals 31 ibúðaeiningu.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðum í Skógarhverfi áfanga 3A. Bæjarráð telur ekki þörf á að halda opinn kynningarfund vegna úthlutunar ofangreindra lóða heldur fari úthlutun fram með útdrætti sbr. grein 2.3 í reglum um úthlutun lóða frá 24. nóvember 2020.

Gert er ráð fyrir að umsóknarfrestur verði frá 14. júní næstkomandi til og með 12. júlí næstkomandi og að sérstakur úthlutunarfundur verði í bæjarráði fimmtudaginn 5. ágúst næstkomandi.

Bæjarráð leggur áherslu á að málið verði vel kynnt á heimasíðu Akraneskaupstaðar og það fyrirkomulag sem gildir við slíka úthlutun sbr. framangreindar úthlutunarreglur Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 3:0

9.Ályktun stjórnar Félags atvinnurekenda vegna fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði

2009148

Áyktun stjórnar Félags atvinnurekenda vegna fasteignamats 2022.

Ályktunin er svohljóðandi:
"Stjórn Félags atvinnurekenda skorar á sveitarfélög að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði við gerð fjárhagsáætlana fyrir næsta ár til að bregðast við miklum hækkunum fasteignamats fyrir árið 2022.

Samkvæmt nýbirtu fasteignamati er hækkun mats atvinnuhúsnæðis 6,2% á landinu öllu; um 5,4% á höfuðborgarsvæðinu en um 8% á landsbyggðinni. Að óbreyttu þýðir þetta samsvarandi skattahækkun á fyrirtækin. FA bendir á að frá því að núverandi tekjumatsaðferð var tekin upp við útreikning fasteignamats atvinnuhúsnæðis fyrir árið 2015 og til ársins 2020 hefur álagður fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði á landinu hækkað úr tæplega 17 milljörðum króna í um 28,5 milljarða. Skattbyrði fyrirtækjanna hefur á þessum skamma tíma þyngst um 11,5 milljarða eða tæplega 68%, þrátt fyrir lækkanir einstaka sveitarfélaga á skattprósentu.

Við svo búið verður ekki unað lengur. Áframhaldandi þynging á skattbyrði fyrirtækjanna vegna húsnæðis dregur mátt úr atvinnulífinu, seinkar efnahagsbatanum eftir heimsfaraldurinn og skerðir getu fyrirtækjanna til að standa undir launagreiðslum sem um var samið í lífskjarasamningunum og eru grundvöllur útsvarstekna sveitarfélaganna.

Stjórn FA telur að hér verði hvert og eitt sveitarfélag að sýna ábyrgð og gera breytingar á sinni álagningarprósentu þannig að hækkanir á fasteignasköttum skaði ekki atvinnulífið í landinu meira en orðið er. FA skorar jafnframt á sveitarfélögin að taka upp viðræður hið fyrsta við ríkisvaldið um breytingar á þessu fráleita kerfi þar sem skattgreiðslur af húsnæði eru beintengdar við þróun fasteignamats og taka þannig sjálfkrafa hækkunum, án nokkurs tillits til gengis atvinnulífsins að öðru leyti."
Lagt fram.

Bæjarráð áréttar að við fjárhagsáætlunargerð kaupstaðarins hverju sinni er viðhaft/framkvæmt mat á svigrúmi sveitarfélagsins til að mæta væntum kostnaðarauka gjaldenda miðað við áætlaða hækkun fasteignamats og svo þörf sveitarfélagins til tekjuöflunar. Það mat hefur bæði tekið til atvinnu- og íbúðarhúsnæðis og hefur leitt til breytinga á álagningarprósentum til lækkunar. Undanfarin tvö ár hefur þess sérstaklega verið gætt að hækkun gjaldanna hafi verið í samræmi við forsendur lífskjarasamninga á vinnumarkaði. Sama vinnulag verður viðhaft nú og munu þær forsendur liggja fyrir á haustmánuðum.

10.Grundaskóli - uppbygging

2103323

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á 200. fundi sínum þann 7. júní sl. að leggja til við bæjarstjórn að valkostur A verði fyrir valinu.

VLJ víkur af fundinum undir þessum lið og KHS tekur sæti í hans stað.
Bæjarráð samþykkir að farin verði framkvæmdaleið A.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs frekari úrvinnslu málsins m.t.t. til kostnaðaráætlunar, lánsþörf vegna framkvæmdarinnar o.fl.

Vinna þarf einnig breytingu á fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun ársins með hliðsjón af þessu og leggja fyrir skipulags- og umhverfisráð og svo bæjarráð og bæjarstjórn.

Bæjarráð samþykkir að lagt verði út í þann hönnunarkostnað sem nauðsynlegur er til að ná utan um einstaka verkþætti framkvæmdarleiðar A.

Samþykkt 3:0

KHS víkur af fundi og VLJ tekur sæti á fundinum að nýju.

11.Úttekt á rekstri og fjárhag Akraneskaupstaðar

2101126

Úttekt KPGM á fjárhag Akraneskaupstaðar. Yfirferð um stöðu verkefnisins.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 12:11.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00