Fara í efni  

Bæjarráð

3457. fundur 29. apríl 2021 kl. 08:15 - 12:50 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021

2101086

668. mál til umsagnar - frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra, nr. 162/2006 (gagnsæi, skráning og vinnsla persónuupplýsinga).
702. mál til umsagnar - frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð.
539. mál til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um skráða sambúð fleiri en tveggja aðila.
748. mál til umsagnar - frumvarp til laga um fjöleignarhús (rafrænir húsfundir og fjölbreytt húsnæði).
731. mál til umsagnar - frumvarp til laga um barnaverndarlög (barnaverndarþjónusta, samþætting o.fl.).
Lagt fram.

2.Starfshópur um framtíðarskipulag mötuneytismála

1902095

Staða í vinnu starfshóps um mötuneytismál.

Fulltrúar starfshóps um mötuneytismál koma inn á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar starfshópnum fyrir vel unnin störf og þær mikilvægu upplýsingar sem er að finna í fyrirliggjandi minnisblaði og vinnugögnum.

Bæjarráð vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar vegna ársins 2022.

Samþykkt 3:0

Ólöf Linda Ólafsdóttir formaður starfshópsins, Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs og starfsmaður í starfshópnum og Kristjana Helga Ólafsdóttir deildarstjóri fjármála og starfsmaður í starfshópnum víkja af fundi.

3.Mánaðaryfirlit 2021

2102057

Mánaðaryfirlit fyrir mars 2021.

Kristjana Helga deildarstjóri fjármála situr fundurinn undir þessum lið og kynnir rekstraryfirlit fyrir marsmánuð.
Bæjarráð þakkar Kristjönu Helgu fyrir ítarlega yfirferð um fjárhagsstöðu Akraneskaupstaðar og fyrirliggjandi gögn.

Kristjan Helga Ólafsdóttir víkur af fundi.

4.Flóahverfi - markaðssamningur

2104179

Markaðssamningur við Merkjaklöpp ehf.

Sigurður Páll situr áfram undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

5.Deiliskipulag Ægisbrautar - endurskoðun

2104078

Endurskoðun deiliskipulags Ægisbrautar.

Sigurður Páll situr áfram undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

6.Smiðjuvellir 14 - sala

2104233

Sala á Smiðjuvöllum 14.

Sigurður Páll situr áfram undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir sölu á Smiðjuvöllum 14 og kvöð um að húsið og mannvirki á lóðinni skuli fjarlægt, með flutningi eða niðurrifi, eigi síðar en 31. desember 2021.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar afgreiðslu.

Samþykkt 3:0

Sigurður Páll víkur af fundi.

7.Samskipti og samstarf KFÍA og Akraneskaupstaðar

1810191

Knattspyrnufélag ÍA hefur óskað eftir formlegum viðræðum um rekstrarsamning um rekstur íþróttamannvirkja á Jaðarsbökkum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins, m.a. að afla upplýsinga um hvort sambærilegt fyrirkomulag sé til staðar hjá öðrum sveitarfélögum.

Samþykkt 3:0

8.Barnvænt sveitarfélag- sveitarfélag með réttindi barna að leiðarljósi

2005059

Skóla- og frístundaráð og velferðar- og mannréttindaráð samþykktu á fundi sínum 20. apríl sl. erindisbréf fyrir stýrihóp um barnvænt samfélagið og vísar því til afgreiðslu í bæjarráði.
Lagt fram.

Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

Samþykkt 3:0

9.Innritun í leikskóla 2021

2101286

Skóla- og frístundaráð samþykkti erindi leikskólans Akrasels og vísar afgreiðslu í bæjarráð.

Valgerður Janusdóttir situr fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð heimilar að farið verði í umbeðin búnaðarkaup og framkvæmdir tengt inntöku barna haustið 2021 en áætlaður heildarkostnaður með vinnu iðnaðarmanna er um 1,2 m.kr.

Bæjarráð óskar eftir að nýtt erindi komi til afgreiðslu ráðsins er framkvæmdin er yfirstaðin með endanlegum kostnaðartölum.

Samþykkt 3:0

10.Sumarstörf námsmanna 2021

2104217

Kynning á minnisblaði Vinnumálastofnunar um sumarstörf námsmanna sumarið 2021.

Harpa mannauðsstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið og kynnir þátttöku Akraneskaupstaðar í verkefninu.
Bæjarráð samþykkir að veita heimild til að auglýsa eftir allt að 50 störfum vegna atvinnuátaks námsmanna sumarið 2021.

Endanleg afgreiðsla málsins m.t.t. fjármagns verður á fundi bæjarráðs þann 27. maí næstkomandi.

Samþykkt 3:0

11.Framtíðar fyrirkomulag þjónustu við aldraða

2104242

Framtíðar fyrirkomulag í þjónustu við aldraða á Akranesi.
Bæjarráð vísar málinu til velferðar- og mannréttindaráðs og óskar eftir að sett verði af stað vinna í tengslum við mögulegt fyrirkomulag þjónustu við aldraða á Akranesi þar sem horft verði til tækifæra á lengri búsetu í eigin húsnæði, samspil heimahjúkrunar og heimaþjónustu og sveigjanlegri dagdvöl fyrir eldra fólk.

Samþykkt 3:0


12.Suðurgata 108 - verðmat, framkvæmdir, sala

1904136

Kaupandi hefur óskað eftir að falla frá samningi um kaup á eigninni.
Bæjarráð samþykkir að fallið verði frá kaupsamningi um eignina.

Samþykkt 3:0

Næsti bæjarráðsfundur verður 5. maí næstkomandi.

Fundi slitið - kl. 12:50.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00