Fara í efni  

Bæjarráð

3452. fundur 04. mars 2021 kl. 08:15 - 10:25 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Fundurinn fer fram í fjarfundi og í lok fundar samþykkja fundarmenn fundargrðina með rafrænum hætti.

1.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021

2101086

452. mál til umsagnar - frumvarp til laga um málefni innflytjenda (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð).
140. mál til umsagnar - frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun).
509. mál til umsagnar - frumvarp til laga um hafnalög (EES-reglur, gjaldtaka, rafræn vöktun).
141. mál til umsagnar - frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008 (kristinfræðikennsla).
272. mál til umsagnar - frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, með síðari breytingum (kosningaaldur).
Lagt fram.

2.SSV - aðalfundur 2021

2103011

Aðalfundarboð SSV sem haldinn verður 24. mars næstkomandi á Hóetl Hamri Borgarnesi. Sama dag verða einnig aðalfundir Starfsendurhæfingar Vesturlands, Símenntunarmiðstöðvar Vesturlans, Heilbrigðisnefndar Vesturlands og Sorpurðunar Vesturlands.
Lagt fram.

Bæjarfulltrúarnir Elsa Lára Arnardóttir, Ragnar B. Sæmundsson, Bára Daðadóttir, Rakel Óskarsdóttir og Ólafur Adolfsson eru fulltrúar Akraneskaupstaðar á aðalfundinum en auk þeirra sækir Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri fundinn.

Skila þarf inn umboði vegna atkvæðaréttar fyrir hönd þeirra fulltrúa sem sækja aðalfundi Heilberigðisnefndar Vesturlands og Sorpurðunar Vesturlands.

3.Skátafélag Akraness - samstarfssamningur

2005083

Erindi til bæjarráðs frá Skátafélagi Akraness þar sem óskað er eftir endurskoðun á samstarfssamning. Afgreiðslu málsins var frestað á síðasta fundi bæjarráðs og því lagt fyrir að nýju.
Bæjarráð samþykkir orðalagsbreytingu á gildandi samstarfssamningi Akraneskaupstaðar og Skátafélags Akraneskaupstaðar og felur sviðsstjórum stjórnsýslu- og fjármálasviðs og skóla- og frístundasviðs frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

4.Suðurgata 98 - umsókn um byggingarlóð

2102338

P293 ehf sækir um lóðina Suðurgötu 98
Bæjarráð úthlutar byggingarlóðinni Suðurgötu 98 til umsækjanda.

Samþykkt 3:0

5.Lækjarflói 10 - umsókn um byggingarlóð

2102359

Merkjaklöpp ehf. sækir um lóðina Lækjarflóa 10. Umsóknargjald hefur verið greitt og umsóknin því tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra og sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram í samvinnu við umsækjanda. Lóðirnar verða teknar af lóðalistanum án úthlutunar meðan málið er til meðferðar hjá Akraneskaupstað.

Samþykkt 3:0

6.Lækjarflói 12 - umsókn um byggingarlóð

2102344

Merkjaklöpp ehf sækir um lóðina Lækjarflóa 12
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra og sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram í samvinnu við umsækjanda. Lóðirnar verða teknar af lóðalistanum án úthlutunar meðan málið er til meðferðar hjá Akraneskaupstað.

Samþykkt 3:0

7.Lækjarflói 14 - umsókn um byggingarlóð

2102358

Merkjaklöpp ehf. sækir um lóðina Lækjarflóa 14. Umsóknargjaldið hefur verið greitt og umsóknin því tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra og sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram í samvinnu við umsækjanda. Lóðirnar verða teknar af lóðalistanum án úthlutunar meðan málið er til meðferðar hjá Akraneskaupstað.

Samþykkt 3:0

8.Menningarstefna Vesturlands 2021-2025

2103033

Erindi SSV um fulltrúa til að sitja í fagráði við vinnu að Menningarstefnu Vesturlands 2021-2025.
Lagt fram.

Bæjarráð gerir að tillögu sinni að formaður menningar- og safnanefndar, Ólafur Páll Gunnarsson, verði fulltrúi Akraneskaupstaðar í fagráði Vesturlands en gert er ráð fyrir að ráðið hittist þrisvar sinnum á næstu mánuðum og ljúki vinnunni við gerð menningarstefnu Vesturlands fyrir tímabilið 2021 - 2025 í maí næstkomandi. Verði fallist á tilnefninguna er gert ráð fyrir að þátttaka fulltrúa Akraneskaupstaðar verði samkvæmt reglum um laun til bæjarfulltrúa og fyrir setu í ráðum og nefndum frá 9. apríl 2019.

Samþykkt 3:0
Næsti fundur bæjarráðs verður fimmtudaginn 11. mars 2021.

Fundi slitið - kl. 10:25.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00