Fara í efni  

Bæjarráð

3451. fundur 25. febrúar 2021 kl. 08:15 - 13:02 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Fundurinn fer fram í fjarfundi og í lok fundar samþykkja fundarmenn fundargerðina með rafrænum hætti.

1.Fundargerðir 2021 - Menningar- og safnanefnd

2101067

93. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 15. febrúar 2021.
Lagt fram.

2.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021

2101086

478. mál til umsagnar - frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga (sveitarfélög og kórónuveirufaraldur).
471. mál frá nefndasviði Alþingis - frumvarp til laga um stefnumarkandi áætlanir á sviði samgangna, fjarskipta og byggðamála.
504. mál til umsagnar - frumvarp til laga um áfengislög (sala á framleiðslustað).
Lagt fram.

3.Málefni Elkem

2102330

Álfheiður Ágústsdóttir forstjóri Elkem á Íslandi kynnir helstu viðfangsefni fyrirtækisins á næstu misserum.
Einnig sitja fundinn Gísli Gíslason f.h. Þróunarfélagsins á Breiðinni og Ólafur Adolfsson f.h. Þróunarfélagsins á Grundartanga.
Bæjarráð þakkar Álfheiði Ágústdóttur fyrir komuna á fundinn.

Álfheiður, Gísli og Ólafur víkja af fundi.

4.Mánaðaryfirlit

2102057

Staða rekstrar í janúarmánuði.

Kristjana Helga Ólafsdóttir deildarstjóri fjármála kemur inn undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Kristjönu Helgu fyrir vandaða vinnu og skýra framsetningu en slíkt yfirlit verður lagt fram á síðari fundi bæjarráðs í hverjum mánuði.
Kristjana Helga víkur af fundi.

5.Upplýsingagjöf frá Þjóðskjalasafni

2003121

Akraneskaupstaður óskaði eftir mati á umfangi og kostnaði ef til þess kæmi að starfsemi Héraðsskjalasafns Akraness yrði lögð niður þannig að Þjóðskjalasafn tæki að sér réttindi og skyldu safnsins sem opinber skjalasafn Akraneskaupstaðar.

Svar Þjóðskjalasafns barst 19. febrúar síðastliðinn og er lagt til umræðu og kynningar í bæjarráði.

Sædís Alexía Sigurmundsdóttir situr fundinn undir þessum lið.
Lagt fram.

Málið verður unnið áfram.

6.Fab Lab smiðja á Akranesi

2101256

Málefni Fab Lab smiðju Vesturlands á Akranesi.

Hjálagðir eru samstarfssamningar um rekstur og umsjón smiðjunnar ásamt húsaleigusamningum milli Akraneskaupstaðar og Brim hf. og milli Akraneskaupstaðar og ArTTré ehf.

Óskað er staðfestingar bæjarráðs á þátttöku Akraneskaupstaðar í verkefninu með tilheyrandi fjárhagsstuðning til ársloka 2026.

Sædís Alexía Sigurmundsdóttir situr fundinn undir þessum lið.
Lagt fram.

Bókun RÓ:
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fagnar þeirri vinnu sem hefur átt sér stað er snýr að uppbyggingu Fab Lab smiðju á Akranesi. Hins vegar leggur bæjarfulltrúinn áherslu á að unnin verði rekstraráætlun um verkefnið áður en farið er af stað með þær skuldbindingar sem verkefnið kann að hafa í för með sér.

Rakel Óskarsdóttir (sign)

Afgreiðslu málsins frestað.

Samþykkt 3:0

Sædís Alexía víkur af fundi.

7.Kútter Sigurfari - staða mála

1903002

Menningar- og safnanefnd fól skrifstofustjóra að kalla eftir upplýsingum hjá bæjarráði um stöðu máls Kútters Sigurfara. Hjálagt er erindi nefndarinnar.
Lagt fram.

Afgreiðslu málsins frestað.

Samþykkt 3:0

8.Nesflói 1 - umsókn um byggingarlóð

2102016

Umsókn Votaberg ehf. um byggingarlóð í Nesflóa 1. Umsóknargjald hefur verið greitt og því umsókn tæk til afgreiðslu.

Umsókn Votabergs ehf. barst 1. febrúar síðastliðinn og var því með réttu tæk til umfjöllunar á fundi bæjarráðs nr. 3449. þann 11. febrúar sl. er úthlutun lóðarinnar var til umfjöllunar vegna umsóknar annars umsækjanda (Merkjaklöpp ehf.) um sömu lóð.

Bæjarráð úthlutaði ekki formlega lóðinni á fundinum 11. febrúar heldur tók jákvætt í umsókn Merkjaklappar ehf. og fól bæjarstjóra og sviðsstjóra skipulags- og umhverfisráðs að vinna málið áfram í samvinnu við umsækjanda. Það hefur verið gert og þeim umsækjanda gerð grein fyrir því að afgreiða þurfi úthlutun lóðarinnar með formlegum hætti til samræmis við raunverulega stöðu umsókna.

Bæjarráð úthlutur byggingarlóðinni til Votabergs ehf. en umsókn félagsins barst þann 1. febrúar síðastliðinn og umsóknargjaldið greitt á sama tíma. Bæjarráð telur ekki forsendur til staðar til að víkja frá þeirri meginreglu samkvæmt reglum Akraneskaupstaðar um úthlutun lóða frá 24. nóvember 2020 að úthluta lóðinni til þess umsækjanda sem fyrstur sækir um lausa lóð og hefur greitt umsóknargjaldið.

Bæjarráð úthlutar byggingarlóðinni Nesflóa 1 til umsækjanda.

Samþykkt 3:0

9.Lækjarflói 9 - umsókn um byggingarlóð

2102015

Umsókn Votaberg ehf. um byggingarlóð við Lækjarflóa 9. Umsóknargjald hefur verið greitt og því umsókn tæk til afgreiðslu.
Umsókn Votabergs ehf. barst 1. febrúar síðastliðinn og var því með réttu tæk til umfjöllunar á fundi bæjarráðs nr. 3449. þann 11. febrúar sl. er úthlutun lóðarinnar var til umfjöllunar vegna umsóknar annars umsækjanda (Merkjaklöpp ehf.) um sömu lóð.

Bæjarráð úthlutaði ekki formlega lóðinni á fundinum 11. febrúar heldur tók jákvætt í umsókn Merkjaklappar ehf. og fól bæjarstjóra og sviðsstjóra skipulags- og umhverfisráðs að vinna málið áfram í samvinnu við umsækjanda. Það hefur verið gert og þeim umsækjanda gerð grein fyrir því að afgreiða þurfi úthlutun lóðarinnar með formlegum hætti til samræmis við raunverulega stöðu umsókna.

Bæjarráð úthlutur byggingarlóðinni til Votabergs ehf. en umsókn félagsins barst þann 1. febrúar síðastliðinn og umsóknargjaldið greitt á sama tíma. Bæjarráð telur ekki forsendur til staðar til að víkja frá þeirri meginreglu samkvæmt reglum Akraneskaupstaðar um úthlutun lóða frá 24. nóvember 2020 að úthluta lóðinni til þess umsækjanda sem fyrstur sækir um lausa lóð og hefur greitt umsóknargjaldið.

Bæjarráð úthlutar byggingarlóðinni Lækjarflóa 9 til umsækjanda.

Samþykkt 3:0

10.Flóahverfi - þróunarsvæði

2102301

Samstarf Akraneskaupstaðar og Merkjaklöpp ehf. um uppbyggingu og þróun í Flóahverfinu.
Lagt fram.

11.Nesflói 1 - umsókn um byggingarlóð

2102066

Umsókn Merkjaklöpp ehf. um byggingarlóð við Nesflóa 1. Umsóknargjald hefur verið greitt og því umsókn tæk til afgreiðslu
Á fundi bæjarráðs nr. 3449. þann 11. febrúar síðastliðinn var umsókn félagsins um úthlutun lóðarinnar til umfjöllunar. Bæjarráð úthlutaði ekki formlega lóðinni til umsækjanda heldur tók jákvætt í erindið og fól bæjarstjóra og sviðsstjóra skipulags- og umhverfisráðs að vinna málið áfram í samvinnu við umsækjanda.

Við frekari úrvinnslu málsins kom í ljós að önnur umsókn (Votaberg ehf.) hafði borist í sömu lóð sem taka þyrfti afstöðu til. Umsókn Merkjaklappar ehf. barst Akraneskaupstað þann 5. febrúar síðastliðinn og umsóknargjaldið greitt á sama tíma. Umsókn Votabergs ehf. barst þann 1. febrúar síðastliðinn og umsóknargjaldið greitt á sama tíma.

Bæjarráð telur ekki forsendur til staðar til að víkja frá þeirri meginreglu samkvæmt reglum Akraneskaupstaðar um úthlutun lóða frá 24. nóvember 2020 að úthluta lóðinni til þess umsækjanda sem fyrstur sækir um lausa lóð að teknu tilliti til tímamarks greiðslu umsóknargjalds. Bæjarráð getur ekki orðið við erindi umsækjanda þar sem lóðinni hefur verið úthlutað til Votabergs ehf. sbr. dagskrárlið nr. 8.

Samþykkt 3:0

12.Lækjarflói 9 - umsókn um byggingarlóð

2102068

Umsókn Merkjaklöpp ehf. um byggingarlóð við Lækjarflóa 9. Umsóknargjald hefur verið greitt og því umsókn tæk til afgreiðslu.
Á fundi bæjarráðs nr. 3449. þann 11. febrúar síðastliðinn var umsókn félagsins um úthlutun lóðarinnar til umfjöllunar. Bæjarráð úthlutaði ekki formlega lóðinni til umsækjanda heldur tók jákvætt í erindið og fól bæjarstjóra og sviðsstjóra skipulags- og umhverfisráðs að vinna málið áfram í samvinnu við umsækjanda.

Við frekari úrvinnslu málsins kom í ljós að önnur umsókn (Votaberg ehf.) hafði borist í sömu lóð sem taka þyrfti afstöðu til. Umsókn Merkjaklappar ehf. barst Akraneskaupstað þann 5. febrúar síðastliðinn og umsóknargjaldið greitt á sama tíma. Umsókn Votabergs ehf. barst þann 1. febrúar síðastliðinn og umsóknargjaldið greitt á sama tíma.

Bæjarráð telur ekki forsendur til staðar til að víkja frá þeirri meginreglu samkvæmt reglum Akraneskaupstaðar um úthlutun lóða frá 24. nóvember 2020 að úthluta lóðinni til þess umsækjanda sem fyrstur sækir um lausa lóð að teknu tilliti til tímamarks greiðslu umsóknargjalds.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindi umsækjanda þar sem lóðinni hefur verið úthlutað til Votabergs ehf. sbr. dagskrárlið nr. 9.

Samþykkt 3:0

13.Lækjarflói 2 - umsókn um byggingarlóð

2102063

Umsókn Merkjaklöpp ehf. um byggingarlóð við Lækjarflóa 2. Umsóknargjald hefur verið greitt og því umsókn tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð úthlutar lóðinni til umsækjanda.

Samþykkt 3:0

14.Lækjarflói 4 - umsókn um byggingarlóð

2102064

Umsókn Merkjaklöpp ehf. um byggingarlóð við Lækjarflóa 4. Umsóknargjald hefur verið greitt og því umsókn tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð úthlutar lóðinni til umsækjanda.

Samþykkt 3:0

15.Lækjarflói 6 - umsókn um byggingarlóð

2102065

Umsókn Merkjaklöpp ehf. um byggingarlóð við Lækjarflóa 6. Umsóknargjald hefur verið greitt og því umsókn tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð úthlutar lóðinni til umsækjanda.

Samþykkt 3:0

16.Lækjarflói 20 - umsókn um byggingarlóð

2102123

Umsókn Merkjaklöpp ehf. um byggingarlóð við Lækjarflóa 20. Umsóknargjald hefur verið greitt og því umsókn tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð úthlutar lóðinni til umsækjanda.

Samþykkt 3:0

17.Lækjarflói 22 - umsókn um byggingarlóð

2102122

Umsókn Merkjaklöpp ehf. um byggingarlóð við Lækjarflóa 22. Umsóknargjald hefur verið greitt og því umsókn tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð úthlutar lóðinni til umsækjanda.

Samþykkt 3:0

18.Umsókn í Framkvæmdasjóð aldraðra 2021

2102010

Velferðar- og mannréttindaráð samþykkti á fundi sínum þann 3. febrúar sl. að legga til við bæjarstjórn að sótt verði um framlag í Framkvæmdasjóð aldraðra fyrir árið 2021 vegna uppbyggingar á þjónustumiðstöð á Dalbraut.

Ráðið fól sviðsstjóra að vinna umsókn í samráði við skipulags- og umhverfissvið og vísa til samþykktar í bæjarstjórn.

Bæjarráð samþykkir á fundi sínum þann 18. febrúar að unnið yrði áfram að undirbúningi umsóknar í Framkvæmdasjóð aldraðra vegna uppbyggingar þjónustumiðstöðvarinnar á Dalbraut 4 en frestur til að skila umsóknum til Framkvæmdasjóðsins er til 1. mars næstkomandi.
Bæjarráð samþykkir að sótt verði um í Framkvæmdasjóð aldraðra vegna uppbyggingar þjónustumiðstöðvar á Dalbraut 4.

Samþykkt 3:0

19.Höfði - endurbætur 2020

2001138

Framkvæmdasjóður aldraðra hefur opnað fyrir umsóknir vegna framkvæmda árið 2021.

Fyrir liggur vilji hjá stjórn Höfða til að sækja um að nýju en bæjarráð taldi á fundi sínum þann 29. október 2020 m.a. ekki forsvaranlegt að fara í verkefnið án nýrrar umsóknar miðað við þær breyttu forsendur sem blöstu við eftir endurskoðun kostnaðaráætlunar.

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 18. febrúar síðastliðinn að unnið verði áfram að undirbúningi umsóknar í Framkvæmdasjóð aldraðra vegna endurbóta á Höfða en frestur til að skila inn umsóknum er til 1. mars næstkomandi.
Bæjarráð samþykkir að sótt verði um í Framkvæmdasjóð aldraðra vegna fyrirhugaðra endurbóta á Höfða.

Samþykkt 3:0

20.Úttekt á rekstri og fjárhag Akraneskaupstaðar

2101126

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum nr. 3450. þann 18. febrúar síðastliðnum að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við KPMG um sjálfstæða úttekt með það að markmiði að koma með tillögur að hagræðingu í stjórnsýslu, fjármálum og rekstri sveitarfélagins.
Lagt fram.

Afgreiðslu málsins frestað en fyrirhugað er að hafa aukafund fimmtudaginn 4. mars næstkomandi og taka málið þá fyrir að nýju.

Samþykkt 3:0

21.Skátafélag Akraness - samstarfssamningur

2005083

Lagt fram.

Afgreiðslu málsins frestað en fyrirhugað er að hafa aukafund fimmtudaginn 4. mars næstkomandi og taka málið þá fyrir að nýju.

Samþykkt 3:0
Næsti fundur bæjarráðs verður fimmtudaginn 4. mars næstkomandi.

Fundi slitið - kl. 13:02.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00