Fara í efni  

Bæjarráð

3449. fundur 11. febrúar 2021 kl. 08:15 - 14:18 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Fundurinn fer fram í fjarfundi og samþykkja fundarmenn fundargerðina með rafrænum hætti í lok fundar.

1.Fundargerðir 2021 - Menningar- og safnanefnd

2101067

91. fundargerð menningar- og safnanefnar frá 14. janúar 2021.
92. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 3. febrúar 2021.
Lagt fram.

2.Sorpurðun Vesturlands - eigendafundur

2101218

Fundargerð eigendafundar Sorpurðunar Vesturlands frá 1. febrúar 2021.
Lagt fram.

3.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021

2101086

370. mál til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.
378. mál til umsagnar - frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags).
121. mál til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld.
Bæjarráð Akraness fagnar framkomu frumvarps til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga) sem hefur það að markmiði að efla sveitarstjórnarstigið og fækka sveitarfélögum.

Frumvarpið kemur fram eftir mikla og vandaða undirbúningsvinnu á vettvangi Sambands Íslenskra sveitarfélaga og í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og er mikilvægt skref í þeirri vegferð að efla sveitarstjórnarstigið á Íslandi, jafna aðgengi íbúa að þjónustu og nýta betur þá fjármuni sem ætlaðir eru til lögbundinnar þjónustu sveitarfélaga við íbúa.

Bæjarráð hvetur alþingismenn til þess að sýna þessu mikilvæga máli verðskuldaða athygli og tryggja afgreiðslu þess á yfirstandandi þingi.

Samþykkt 3:0

4.Úttekt á rekstri og fjárhag Akraneskaupstaðar

2101126

Samhliða samþykkt á fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2021 var einnig ákveðið að fara í úttekt á rekstri og fjárhag kaupstaðarins.

Fyrir fundinn liggja tilboð í slíka úttekt sem tilboðsgjafar kynna fyrir fulltrúum bæjarráðs.
Bæjarráð þakkar fulltrúum HLH ráðgjafar, KPMG og PwC fyrir komuna á fundinn.

Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar sem verður 18. febrúar næstkomandi kl. 16:00.

Samþykkt 3:0

5.Afskriftir vegna ársins 2020

2102046

Afskriftir vegna ársins 2020.
Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra fjármála um afskriftir vegna ársins 2020, samtals að fjárhæð kr. 455.011.

Samþykkt 3:0

6.Suðurgata 124 - kaup á húsnæði

2102077

Akraneskaupstað stendur til boða að kaupa fasteignina Suðurgötu 124.
Bæjarráð samþykkir kaup á fasteigninni að Suðurgötu 124 að fjárhæð 20,0 m.kr. og felur bæjarstjóra að skrifa undir tilheyrandi löggerninga vegna kaupanna.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun ársins 2021 sem nemur kaupverði fasteignarinnar að Suðurgötu 124, 20. m.kr. Viðbótarútgjöldum er mætt með lækkun á handbæru fé.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar afgreiðslu. Kaupin eru gerð með niðurrif fasteignarinnar í huga.

Samþykkt 3:0

7.Atvinnulóðir í Flóahverfi - gjaldskrá

2101255

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að heimila ívilnun með frestun á greiðslu gatnagerðargjalda í Flóahverfi. Hjálögð er greinargerð ásamt drögum að samningi er tekur til framkvæmdar ívilnunarinnar.

Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri situr fundinn undir þessum lið.

RÓ víkur af fundi og ÓA kemur inn á fundinn í hennar stað.
Bæjarráð samþykkir útfærslu á heimild til greiðslufrests gatnagerðargjalda til tveggja ára, að uppfylltum tilteknum skilyrðum, vegna uppbyggingar í Flóahverfi sbr. meðfylgjandi tillögu.

Bæjarráð vísar málinu til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn Akraness.

Samþykkt 3:0

8.Nesflói 1 - umsókn um byggingarlóð

2102066

Umsókn Merkjaklöpp ehf. um byggingarlóð við Nesflóa 1. Umsóknargjald hefur verið greitt og því umsókn tæk til afgreiðslu.

ÓA og Sigurður Páll sitja áfram á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra og sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram í samvinnu við umsækjanda.

Samþykkt 3:0

9.Lækjarflói 2 - umsókn um byggingarlóð

2102063

Umsókn Merkjaklöpp ehf. um byggingarlóð við Lækjarflóa 2. Umsóknargjald hefur verið greitt og því umsókn tæk til afgreiðslu.

ÓA og Sigurður Páll sitja áfram á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra og sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram í samvinnu við umsækjanda.

Samþykkt 3:0

10.Lækjarflói 4 - umsókn um byggingarlóð

2102064

Umsókn Merkjaklöpp ehf. um byggingarlóð við Lækjarflóa 4. Umsóknargjald hefur verið greitt og því umsókn tæk til afgreiðslu.

ÓA og Sigurður Páll sitja áfram á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra og sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram í samvinnu við umsækjanda.

Samþykkt 3:0

11.Lækjarflói 6 - umsókn um byggingarlóð

2102065

Umsókn Merkjaklöpp ehf. um byggingarlóð við Lækjarflóa 6. Umsóknargjald hefur verið greitt og því umsókn tæk til afgreiðslu.

ÓA og Sigurður Páll sitja áfram á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra og sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram í samvinnu við umsækjanda.

Samþykkt 3:0

12.Lækjarflói 9 - umsókn um byggingarlóð

2102068

Umsókn Merkjaklöpp ehf. um byggingarlóð við Lækjarflóa 9. Umsóknargjald hefur verið greitt og því umsókn tæk til afgreiðslu.

ÓA og Sigurður Páll sitja áfram á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra og sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram í samvinnu við umsækjanda.

Samþykkt 3:0

13.Tónberg TOSKA - breyting á sviði

2008037

Umsókn um viðauka til þess að ráðast í framkvæmdir við svið í Tónlistarskólanum á Akranesi.

ÓA og Sigurður Páll sitja áfram á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir breytingu á fjárhagsáætlun ársins 2021 vegna framkvæmda við Tónlistarskóla Akraness að fjárhæð kr. 14.398.089. Um er að ræða framkvæmd sem samþykkt var í áætlun ársins 2020 en náðist ekki að klára fyrir áramótin og fjárheimildin því ónýtt.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun ársins 2021 sem felur í sér viðbótarútgjöld að fjárhæð kr. 14.398.089 sem færist á deild 35350-4620 (Fasteignafélag Akraneskaupstaðar) en í áætlun deildarinnar voru kr. 1.500.000 áætlaðar á þennan tegundarlykil en verður kr. 15.898.089.

Viðbótarútgjöldunum er mætt með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi.

Bæjarráð vísar viðauka nr. 3 til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn Akraness.

Samþykkt 3:0

14.Jaðarsbakkar 1 - viðhald áhorfendastúku.

2008213

Bæjarráð samþykkir breytingu á fjárhagsáætlun ársins 2021 vegna framkvæmda við aðalvöll KFÍA að fjárhæð kr. 20.200.000. Um er að ræða framkvæmd sem samþykkt var í áætlun ársins 2020 en náðist ekki að klára fyrir áramótin og fjárheimildin því ónýtt.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun ársins 2021 sem felur í sér viðbótarútgjöld að fjárhæð kr. 20.200.000 sem færist á deild 06610-4990 (Aðalsjóður / Íþróttarvallarmannvirki)en í áætlun deildarinnar voru kr. 0 áætlaðar á þennan tegundarlykil en verða kr. 20.200.000

Viðbótarútgjöldunum er mætt með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi.

Bæjarráð vísar viðauka nr. 4 til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn Akraness.

Samþykkt 3:0

15.Frjáls skráning - virðisauki

2102084

ÓA og Sigurður Páll sitja áfram á fundinum undir þessum lið.

Lagt fram.

ÓA víkur af fundi og RÓ tekur sæti á fundinum á nýjan leik.

16.Dalbraut 6 - leiguíbúðir fyrir aldraða

2004058

Samningur milli Akraneskaupstaðar og Leigufélags aldraðra um stofnframlag á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 til byggingar á 31 almennum íbúðum við Dalbraut 6 á Akranesi.

Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri situr fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir samning um stofnframlag Akraneskaupstaðar til Leigufélags aldraðra vegna uppbyggingar á Dalbraut 6.

Samþykkt 2:1, RÓ er á móti og vísar til fyrri afstöðu sinnar til málsins.

Bæjarráð vísar málinu til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn Akraness.

Sigurður Páll víkur af fundi.

17.Sementsverksmiðjan - umhverfistjón

2102072

Umhverfisstofnun hefur nú tekið til skoðunar hvort atvik sem átti sér stað í byrjun janúar, þar sem sem sement gaus úr tanki Sementverksmiðjunnar á Akranesi, teljist umhverfistjón í skilningi 3. gr. laga nr. 55/2012 um umhverfisábyrgð. Hjálagt er erindi stofnunarinnar.
Lagt fram.

18.Námsleyfi í leikskólum

2002322

Skóla- og frístundaráð samþykkir tillögur að úthlutun til leikskóla vegna námsleyfis starfsmanna sem stunda leikskólakennarafræði samhliða vinnu og vísar afgreiðslunni til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir tillögu skóla- og frístundaráðs um úthlutun að fjárhæð kr. 2.209.490 vegna námsleyfa starfsmanna vegna vorannar 2021 og er úthlutunin eftirfarandi:
1. Akrasel, fjöldi nemenda að vori 6, samtals kr. 906.170 og er ráðstafað af deild 04020-5948 og inn á deild 04160-1691.
2. Teigasel, fjöldi nemenda að vori 4, samtals kr. 412.295 og er ráðstafað af deild 04020-5948 og inn á deild 04130-1691.
3. Vallarsel, fjöldi nemenda að vori 3, samtals kr. 891.025 og er ráðstafað af deild 04020-5948 og inn á deild 04120-1691.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 5 vegna þessa og hefur breytingin ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu.
Bæjarráð vísar viðaukanum til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn Akraness.

Bæjarráð fagnar þeim fjölda starfsmanna leikskólanna sem kosið hefur að nýta sér úrræðið.

Samþykkt 3:0

19.Opnun þreksalsins á Jaðarsbökkum

2102088

Erindi Íþróttabandalagsins um opnun þreksalsins á Jaðarsbökkum.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

Samþykkt 3:0

20.Styrkir til menningar- og íþróttamála 2021

2011109

Tillaga menningar- og safnanefndar um úthlutun styrkja til menningartengdra verkefna á árinu 2021.
Bæjarráð samþykkir tillögu menningar- og safnanefndar um úthlutun styrkja til menningartengdra verkefna á árinu 2021, samtals að fjárhæð kr. 2.925.000 sem ráðstafað er af deild 20830-5948 og inn á deild 05890-5948.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 6 til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn Akraness.

Samþykkt 3:0

21.Guðlaug - framtíð

1910042

Tillaga skrifstofustjóra um gjaldskrá fyrir Guðlaugu og framkvæmd gjaldtöku.
Bæjarráð samþykkir tillögu um gjaldskrá fyrir Guðlaugu vegna ársins 2021 og vísar til bæjarstjórnar til endalegrar samþykktar.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð samþykkir beiðni um viðbótarfjármagns til Guðlaugar að fjárhæð kr. 2.700.000 vegna kaupa á sjálfsafgreiðsluvél en tækjabúnaðurinn er nauðsynlegur til að tryggja framkvæmd við gjaldtöku í mannvirkið. Bæjarráð samþykkir einnig beiðni um viðbótarfjármagns til Guðlaugar að fjárhæð kr. 400.000 vegna kaupa á þjónustu til að moka sandi úr neðri potti laugarinnar en heimildin féll út við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar í desember síðastliðnum.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun ársins 2021 sem felur í sér viðbótarútgjöld að fjárhæð kr. 3.100.000 sem færist á deild 06570-4660. Viðbótarútgjöldum er mætt af tveimur liðum 20830-4660 fjárhæð kr. 2.700.000 og af liðnum 20830-4995 fjárhæð kr. 400.000. Breytingin felur ekki í sér breytingu á rekstrarniðurstöðu.

Bæjarráð samþykkir að vísa framangreindum afgreiðslum til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar málsmeðferðar.

Samþykkt 3:0

22.Stillholt 16 - 18 - endurnýjun aðgangsstýringar

2102090

Umsókn í tækjakaupasjóð út af breytingum á öryggiskerfi bæjarskrifstofunnar.
Bæjarráð samþykkir ráðstöfun viðbótarfjármagns að fjárhæð kr. 1.000.000 til skrifstofu sveitarfélagsins deild 21400-4660 vegna kaupa á aðgangsstýringarkerfi að Stillholti 24. Tækjabúnaðurinn er nauðsynlegur til að bæjarskrifstofan geti verið sjálfbær um gerð aðgangskorta að skrifstofrými Akraneskaupstaðar en núverandi fyrirkomulag er ófullnægjandi.

Bæjarráð samþykkir ráðstöfun fjármuna af deild 20830-4660 til að mæta útgjöldunum.

Samþykkt 3:0

23.Áfangastaðastofa - samningur

2102078

Erindi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um breytingar á Markaðasstofu Vesturlands í Áfangastaðastofu.
Bæjarráð samþykkir erindið.

Samþykkt 3:0

24.Tryggingar Akraneskaupstaðar 2019 - 2021

2011254

Lokun starfsstöðvar TM á Akranesi var til umræðu á fundi bæjarráðs þann 14. janúar sl. Málið er lagt fyrir á ný.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa nýtt útboð trygginga Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 3:0

25.Grótta AK skipaskrárnr. 7465 - forkaupsréttur

2102041

Erindi frá Skipasölunni bátar og búnaður þar sem óskað er eftir að Akraneskaupstaður falli frá forkaupsrétti á Gróttu AK með skipaskrárnúmerinu 7465.
Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti sveitarfélagsins sbr. 3. mgr. 12. gr. laga um stjórn fiskveiða nr. 116/2006.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar málsmeðferar.

Samþykkt 3:0

26.Hinsegin Vesturland

2102059

Hinsegin Vesturland verður stofnað 11. febrúar 2021.
Bæjarráð fagnar framtakinu og boð um að mæta á stofnfund félagsins sem verður í kvöld kl. 20:00 í fjarfundi.

Bæjarráð horfir jákvæðum augum til þess að eiga samtal við forsvarsmenn félagsins um mögulega samstarfsfleti í þessu mikilvæga málefni og óskar eftir að eiga kost á slíku nú á vormánuðum.

27.OR - Tillaga um að dótturfélög í samkeppni verði undanþegin upplýsingalögum

2101091

Erindi Orkuveitu Reykjavíkur um ósk um undanþágu frá upplýsingalögum fyrir dótturfélög OR á samkeppnismarkaði.
Bæjarráð Akraness telur upplýsingarétt samkvæmt upplýsingalögum mikilvægan en fellst á þau sjónarmið sem færð eru fram um nauðsyn þess að leitað verði til forsætisráðherra um að veita undanþágu frá gildissviði upplýsingalaga nr. 140/2012 sbr. 3. mgr. 2. gr. laganna.

Bæjarráð tekur einnig undir mikilvægi þess að verði fallist á erindið af hálfu forsætisráðherra muni fyrirtækið áfram hafa opna upplýsingagjöf til almennings og viðskiptavina að leiðarljósi, að teknu tilliti til samkeppnisjónarmiða.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar afgreiðslu.

Samþykkt 3:0
Næsti fundur bæjarráðs verður fimmtudaginn 18. febrúar næstkomandi kl. 16:00.

Fundi slitið - kl. 14:18.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00