Fara í efni  

Bæjarráð

3448. fundur 28. janúar 2021 kl. 08:15 - 14:45 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ólafur Adolfsson varamaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Fundurinn fer fram í fjarfundi og samþykkja fundarmenn fundargerðina með rafrænum hætti í lok fundar.

1.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021

2101086

339. mál til umsagnar - frumvarp til laga um kosningalög.
375. mál til umsagnar - frumvarp til laga um jarðalög (einföldun regluverks, vernd landbúnaðarlands, upplýsingaskyldu o.fl).
418. mál til umsagnar - frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvótar o.fl.).
419. mál til umsagnar - frumvarp til laga breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu, sandkola og hryggleysingja.
370. mál til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.
Lagt fram.

2.Kjarasamningur milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélags Akraness

2001139

Málefni félagsmannasjóðs.

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness kemur á fund bæjarráðs undir þessum lið til að ræða málefni félagsmannasjóðs og fleiri atriði sem tengjast síðustu kjarasamningsgerð félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Bæjarráð þakkar Vilhjálmi Birgissyni fyrir komuna á fundinn, hreinskiptar umræður og þær skýringar sem hann færði fram um sjónarmið félagsins.

Vilhjálmur Birgisson víkur af fundi.

Bæjarráð hyggst óska eftir fundi með sviðsstjóra kjarasviðs Sambandsins sem jafnframt er formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og fá fram nánari upplýsingar um ýmis atriði sem lúta að samningagerð fyrir hönd sveitarfélaganna sem og skýringar á ástæðum þess að svo ólíkur skilningur virðist vera á milli fulltrúa samninganefndar Sambandsins og fulltrúa Verkalýðsfélags Akraness um ýmis efnisatriði samningsins.

Samþykkt 3:0

3.Launaviðaukar - fjárhagsáætlun 2020

2003227

Viðauki nr. 37 við fjárhagsáætlun 2020 vegna launa er lagður fram til samþykktar.
Breytingin er vegna samþykktra kjarasamninga við tónlistarskólakennara og félag íslenskra hljómlistarmanna.

Kristjana Helga deildarstjóri fjármála kemur inn á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 37 (launaviðauki) við fjárhagsáætlun 2020 vegna kjarasamninga Sambands íslenskra sveitarfélaga við tónlistarkennara og við Félag íslenskra hjómlistarmanna samtals að fjárhæð kr. 11.436.073.

Bæjarráð samþykkir að útgjöldunum verði mætt innan áætlunarinnar af óvissum útgjöldum og með hækkun á tekjum vegna fasteignagjalda. Ráðstöfunin hefur því ekki áhrif á áætlaða rekstrarniðurstöðu og er eftirfarandi:

a. Af lið 20830-4995 og á deild 04510, kr. 392.000.
b. Af lið 20830-4980 og á deild 04510, kr. 2.170.447.
c. Af lið 20830-4990 og á deild 04510, kr. 4.624.000.
d. Af lið 20830-4280 og á deild 04510, kr. 1.357.000.
e. Af lið 00060-0010 og á deild 04510, kr. 2.892.626.

Bæjarráð vísar víðaukanum til endanlegrar samþykktar bæjarstjórnar Akraness.

Samþykkt 3:0

Viðbótarlaunakostnaður Akraneskaupstaðar vegna kjarasamninga sem gerðir voru á árinu 2020 er samtals kr. 336.027.164.

4.Fjárhagsáætlun 2020 - viðaukar

2002074

Viðauki nr. 38 við fjárhagsáætlun 2020.

Kristjana Helga situr áfram á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 38 við fjárhagsáætlun ársins 2020 sem felur í sér tilfærslur milli liða sem ekki hafa áhrif á áætlaða rekstrarniðurstöðu.
Bæjarráð vísar viðaukanum til samþykktar í bæjarstjórn Akraness.

Samþykkt 3:0

Kristjana Helga víkur af fundi.

5.Atvinnulóðir í Flóahverfi - gjaldskrá

2101255

Umræða um sérstök afsláttarkjör í Flóahverfinu.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kemur inn á fundinn undir þessum lið.

ELA víkur af fundi undir þessum lið vegna óviðráðanlegra orsaka. RBS kemur inn fundinn í hennar stað.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins og vinna tillögu sem stuðli að hraðari uppbyggingu í Flóahverfi. Tillagan fari fyrir fund skipulags- og umhverfisráðs mánudaginn 8. febrúar og svo fyrir bæjarráð þann 11. febrúar næstkomandi.

Samþykkt 3:0

RBS víkur af fundi og ELA tekur sæti á fundinum á ný.

6.Suðurgata 92 - umsókn um byggingarlóð

2101175

Umsókn Fastefli ehf. um Suðurgötu 62.

Umsóknargjaldið hefur verið greidd og umsóknin því tæk til afgreiðslu.

Sigurður Páll situr áfram á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðirinnar við Suðurgötu 92 til umsækjanda.

Samþykkt 3:0

7.Suðurgata 92 - umsókn um byggingarlóð

2101219

Umsókn GC verk um byggingarlóð við Suðurgötu 92. Umsóknargjald hefur verið greitt og umsóknin því tæk til afgreiðslu.

Sigurður Páll situr áfram á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu þar sem lóðinni hefur verið úthlutað til annars umsækjanda sbr. fundarlið nr. 5 en röð umsækjenda fer samkvæmt reglum Akraneskaupstaðar um úthlutun lóðs frá 24. nóvember 2020.

Samþykkt 3:0

8.Suðurgata 118 - umsókn um byggingarlóð

2012285

Umsókn Trésmiðjunnar Akurs ehf. um byggingarlóð við Suðurgötu 118. Umsóknargjald hefur verið greitt og umsóknin því tæk til afgreiðslu.

Sigurður Páll situr áfram á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðarinnar við Suðurgötu 118 til umsækjanda.

Samþykkt 3:0

9.Lækjarflói 16 - umsókn um byggingarlóð

2101212

Umsókn G.J.B ehf. um byggingarlóð við Lækjarflóa 16. Umsóknargjald hefur verið greitt og umsóknin því tæk til afgreiðslu.

Sigurður Páll situr áfram á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðarinnar við Lækjarflóa 16 til umsækjanda.

Samþykkt 3:0

10.Lækjarflói 18 - umsókn um byggingarlóð

2101211

Umsókn G.J.B ehf. um byggingarlóð við Lækjarflóa 18. Umsóknargjald hefur verið greitt og umsóknin því tæk til afgreiðslu.

Sigurður Páll situr áfram á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðarinnar við Lækjarflóa 18 til umsækjanda.

Samþykkt 3:0

11.Nesflói 2 - umsókn um byggingarlóð

2101215

Umsókn Sjamma ehf. um byggingarlóð við Nesflóa 2. Umsóknargjald hefur verið greitt og umsóknin því tæk til afgreiðslu.

Sigurður Páll situr áfram á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðarinnar við Nesflóa 2 til umsækjanda.

Samþykkt 3:0

12.Æðaroddi 40 - umsókn um byggingarlóð

2101022

Umsókn um byggingarlóð við Æðarodda 40. Umsóknargjald hefur verið greitt og umsóknin því tæk til afgreiðslu.
Umsækjandi hefur óskað eftir að nýtt verði 4. gr. í gjaldskrá Akraneskaupstaðar (afslættir eða ívilnun).

Sigurður Páll situr áfram á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

Samþykkt 3:0

13.Fjöliðjan - úttekt á húsnæði

2011247

Niðurstöður vegna úttektar á húsnæði Fjöliðjunnar.

ELA víkur af fundi undir þessum lið vegna óviðráðanlegra orsaka. RBS kemur inn fundinn í hennar stað.

Sigurður Páll situr áfram á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð telur að skýrsluhöfundar hafi svarað mikilvægum spurningum varðandi ástand Fjöliðjuhúsnæðisins að Dalbraut 10 með þeim hætti að unnt sé að nýta eldra mannvirkið við uppbyggingu og stækkun á húsnæðinu samkvæmt þeim hugmyndum um framtíðaruppbyggingu reitsins sem meirihluti bæjarstjórnar hefur samþykkt.

Samþykkt 3:0

ÓA ítrekar fyrri afstöðu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í málefnum húsnæðis Fjöliðjunnar.

14.Suðurgata 108 - verðmat, framkvæmdir, sala

1904136

Kauptilboð Fasteignafélagsins Orka ehf. í eignina við Suðurgötu 108.

RBS situr áfram á fundinum undir þessum lið í stað ELA.

Sigurður Páll situr áfram á fundinum undir þessum lið.

VLJ og RBS samþykkja fyrirliggjandi kauptilboð Fasteignafélagsins ORKA ehf. í Suðurgötu 108.
VLA og RBS leggja áherslu á að farið verði vel yfir þær kvaðir sem fylgja sölunni til að tryggja sameiginlegan skilning samningsaðila á efni þeirra.

ÓA samþykkir ekki söluna, með vísan til fyrri afstöðu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði sem ítrekað hefur komið fram í bókunum við meðferð málsins.

Samþykkt 2:1 (VLJ/RBS:ÓA)

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins með frágangi þeirra löggerninga sem söluferlinu fylgja.

RBS víkur af fundi og ELA tekur sæti á fundinum á ný.

Sigurður Páll víkur af fundi.

15.Gjaldskrár 2021

2012274

Á fundi skóla- og frístundaráðs þann 19. janúar sl. var tillaga að breytingum á gjaldskrá samþykkt og vísað í bæjarráð til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir breytingar á gjaldskrá íþróttamannvirkja sem fela m.a. í sér hvata til aukinnar notkunar á íþróttamannvirkjunum og heilsueflingar.

Samþykkt 3:0

16.Fab Lab smiðja á Akranesi

2101256

Erindi um flutning og eflingu Fab Lab smiðju á Akranesi.

Sædís Alexía skrifstofustjóri kemur inn á fundinn undir þessum lið.
Lagt fram.

Bæjarráð tekur jákvætt í hugmyndina og samþykkir að áfram verði unnið að verkefninu.

Samþykkt 3:0

17.Bræðrapartsverkefni

1602053

Beiðni um ráðstöfun eftirstandandi fjármuna úr styrktarsjóði Bræðrapartssjóðs til ákveðinna verkefna í tengslum við bátahúsið í Görðum.

Sædís Alexía situr áfram á fundi undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um ráðstöfun eftirstöðva fjármunanna.

Samþykkt 3:0

18.Gjaldtaka af eldri borgurum og öryrkjum - mótmæli

2101213

Erindi FEBAN dags. 19. janúar 2021 þar sem ákvörðun Akraneskaupstaðar um gjaldtöku af eldri borgurum og öryrkjum á sundstöðum bæjarins er mótmælt.
Bæjarráð þakkar FEBAN erindið en getur ekki orðið við því.

Við samanburðargreiningu í undirbúningi fjárhagsáætlunar kom í ljós að Akraneskaupstaðar er 39% undir meðalverði þeirra sveitarfélaga sem litið var til og var mjög áberandi í fjölmiðlum sl. sumar hvað sundlaugarferðin á Akranesi var hagstæð og ódýr.

Síðstliðin ár hefur Akraneskaupstaður lagt mikið fjármagn í endurnýjun pottasvæðis og búningsklefa við sundlaugina á Jaðarsbökkum. Rekstarkostnaður sundlaugarinnar á Jaðarsbökkum hefur hækkað um 36% frá árinu 2017 og var því ákveðið að hækka almennt miðaverð í sund um 10% og verður kr. 700 en bjóða upp á fjölbreyttari afsláttarkjör af mismunandi kortum. Ásamt því fá eldri borgara og öryrkjar 50% afslátt af stökum miðum og kortum og atvinnulausir fá sama afslátt af stökum miðum. Áréttað skal að kostnaður af stakri sundferð er áfram stillt í hóf í samanburði við önnur sveitarfélög en eðli máls samkvæmt nýta heimamenn/fastakúnnar sér fremur afsláttarkjör með kaupum á kortum (þriggja, sex eða tólf mánaða).

Rekstrarkostnaður íþróttamannvirkjanna á Jaðarsbökkum er áætlaður um 249 m.kr. fyrir árið 2021 og tekjur af aðgangseyri um 12,3 m.kr.

Samþykkt 3:0

19.Úttekt á rekstri og fjárhag Akraneskaupstaðar

2101126

Samhliða samþykkt á fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2021 var einnig ákveðið að fara í úttekt á rekstri og fjárhag kaupstaðarins.

Fyrir fundinn liggja tilboð í slíka úttekt sem Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri kynnir nánar.
Lagt fram.

Málið verður kynnt frekar á næsta fundi bæjarráðs og tilboðsgjöfum gefin kostur á að sækja fundinn.

20.Rún AK - forkaupsréttur

2101270

Erindi Helga Jakobssonar og Jakobs Hendrikssonar um að Akraneskaupstaður falli frá forkaupsrétti vegna sölu þeirra á trillunni Rún AK 125, skráninganúmer 2126.
Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti sveitarfélagsins sbr. 3. mgr. 12. gr. laga um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 en núverandi lagaumhverfi tryggir sveitarfélögum einungis forkaupsrétt að fiskiskipum en ekki að þeim aflaheimildum sem kunna að fylgja viðkomandi fiskiskipi. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar Akraness til staðfestingar.

Samþykkt 3:0

21.Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - fjárhagsaðstoð viðbótarframlag vegna heimsfaraldurs (COVID)

2011248

Á 144. fundi velferðar- og mannréttindaráðs þann 20. janúar 2021 var lagt fram til kynningar mál Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, fjárhagsaðstoð viðbótarframlag vegna heimsfaraldurs (COVID). Ríkisstjórn Íslands samþykkti á haustmánuðum 2020 að veita Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 720 m.kr. viðbótarframlag sem rynni til sveitarfélaga þar sem útgjöld til fjárhagsaðstoðar hefðu aukist verulega í kjölfar heimsfaraldursins. Sveitarfélögum var gefinn kostur á að sækja um framlag til Jöfnunarsjóðs vegna þessa. Akraneskaupstaður fékk framlag að upphæð kr. 13.812.209. Velferðar- og mannréttindaráð vísar þessu til kynningar til í bæjarráði.
Lagt fram.

22.Jöfnunarsjóður - viðbótarframlag vegna málefna fatlaðs fólks 2020

2101201

Á 144. fundi velferðar- og mannréttindaráðs þann 20. janúar 2021 var lagt fram til kynningar mál Jöfnunarsjóðs, viðbótarframlag vegna málefna fatlaðs fólks 2020.
Ríkissjóður samþykkti að veita 670 m.kr. aukaframlag til sveitarfélaga vegna málefna fatlaðs fólks á árinu 2020. Áætlað er að framlög Jöfnunarsjóðs vegna málefna fatlaðs fólks verði um 670 m.kr. lægri en ráð var gert í upphafi árs. Ástæðurnar eru annars vegar lækkun útsvars ársins og hins vegar lægri framlög ríkissjóðs vegna verkefnisins. Aukaframlaginu er ætlað að koma til móts við þessa lækkun. Skipting aukaframlagsins á milli þjónustusvæði er í sama hlutfalli og almenn framlög vegna málefna fatlaðs fólks á árinu 2020. Akraneskaupstaður fékk úthlutað framlagi kr.19.460.000 eða 2.9% af hlutfalli framlaga Jöfnunarsjóðs. Velferðar- og mannréttindaráð vísar þessu til kynningar til í bæjarráði.
Lagt fram.

23.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - fjárhagsáætlun 2021 / framlag 2020

2002201

Á fundi Heilbrigðisnefndar Vesturlands með fulltrúum aðildarsveitarfélaga sem haldinn var 19. janúar 2021 var fjallað um fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir árið 2021.
Fundurinn tók jákvætt í fjárhagsáætlunina með fyrirvara um afgreiðslur sveitarfélaganna.
Bæjarráð samþykkir fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands sem felur í sér viðbótarútgjöld að fjárhæð kr. 3.353.290 kr.
Viðbótarútgjöldunum er mætt af liðnum 20830-4995.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 1 vegna þessa og vísar til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.

Samþykkt 3:0

24.XXXVI. landsþing Sambandsíslenskra sveitarfélaga 26. mars 2021

2101253

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verður haldið þann 26. mars næstkomandi á Grand hótel Reykjavík ef aðstæður leyfa.
Lagt fram.

Bæjarráð Akraness fagnar framkomu frumvarps til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga).

Frumvarpið kemur fram eftir mikla og vandaða undirbúningsvinnu á vettvangi Sambands Íslenskra sveitarfélaga og í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og er mikilvægt skref í þeirri vegferð að efla sveitarstjórnarstigið á Íslandi, jafna aðgengi íbúa að þjónustu og nýta betur þá fjármuni sem ætlaðir eru til lögbundinnar þjónustu sveitarfélaga við íbúa.

Bæjarráð hvetur alþingismenn til þess að sýna þessu mikilvæga máli verðskuldaða athygli og tryggja afgreiðslu þess á yfirstandandi þingi.

Samþykkt 3:0

25.Loftgæði V/ sementsslys.

2101152

Erindi íbúa um óhapp Sementsverksmiðjunnar.
Bæjarráð þakkar erindið og felur bæjarstjóra að svara bréfritara.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 14:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00