Fara í efni  

Bæjarráð

3436. fundur 15. nóvember 2020 kl. 12:00 - 16:20 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Fundurinn fer fram í fjarfundi og staðfesta fundarmenn fundargerð með rafrænum hætti í lok fundar.

1.Sementsreitur - gjaldskrá

2010266

Skipulags- og umhverfisráð beinir því til bæjarráðs að gatnagerðargjaldskrá við Sementsreit verði 25% hærri en almenn gatnagerðargjaldskrá utan gjaldflokkur um einbýlishús.
Bæjarráð samþykkir að gatnagerðargjald vegna lóða sem tilheyra deiliskipulagi Sementsreits (auglýst í B-deild Stjórnartíðinda 22. desember 2017) verði 25% hærri en í núgildandi gjaldskrá gatnagerðargjalds sem birt var í Stjórnartíðindum þann 12. nóvember sl.

Undanskilja skal þó gjaldflokk vegna einbýlishúsa.

2.Endurskoðun reglna um úthlutun lóða

1910114

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi breytingar á reglum um úthlutun lóða. Breytingar eru gerðar til samræmis við nýja gjaldskrá gatnagerðargjalds á Akranesi sem birt var í Stjórnartíðindum þann 12. nóvember sl.

3.Úthlutun lóða

1704039

Úthlutun lóða við Suðurgötu, í Asparskógum og í Akralundi.
Bæjarráð samþykkir að hefja úthlutunarferli lóða við Suðurgötu nr. 92, nr. 94, nr. 96, nr. 98, nr. 106, nr. 110, nr. 112 og nr. 118 (á Sementsreit), Suðurgötu 31 og 93, lóða í Asparskógum nr. 1, nr. 5, nr. 11 og nr. 17 og raðhúsalóðinni í Akralundi nr. 1-3-5.

Bæjarráð telur ekki þörf á að halda opinn kynningarfund vegna úthlutunar ofangreindra lóða heldur fari úthlutun fram með útdrætti sbr. grein 2.3 í reglum um úthlutun lóða.

Bæjarráð felur skipulags- og umhverfissviði í samvinnu við sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs frekari undirbúning og úrvinnslu málsins.

Gert er ráð fyrir auglýsing um úthlutun lóðanna verði birt þriðjudaginn 17. nóvember nk., frestur til úthlutunar verði til og með 8. desember nk. og sérstakur úthlutunarfundur bæjarráðs (opinn fundur) verði fimmtudaginn 17. desember nk. kl. 11:00.

4.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2021-2024

2010230

Áframhaldandi vinna við gerð fjárfestingar- og framkvæmdaáætlunar.
Lagt fram.

Áframhaldandi vinna við fjárhagsáætlun verður á aukafundi bæjarráðs mánudaginn 16. nóvember nk. kl. 16:00.

5.Fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2022-2024

2009162

Vinna við fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2021.

ELA og VLJ víkja af fundi undir umræðum er varða tillögur um hagræðingar hjá Brekkubæjarskóla og Grundaskóla.
RBS og KHS taka sæti á fundinum í þeirra stað.
Lagt fram.

Áframhaldandi vinna við fjárhagsáætlun verður á aukafundi bæjarráðs mánudaginn 16. nóvember nk. kl. 16:00.

Að lokinni umræðum um hagræðingartillögur grunnskólana víkja RBS og KHS af fundinum og ELA og VJL taka sæti á fundinum að nýju.

Fundi slitið - kl. 16:20.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00