Fara í efni  

Bæjarráð

3435. fundur 12. nóvember 2020 kl. 08:15 - 15:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Fundurinn fer fram í fjarfundi og staðfesta fundarmenn fundargerð með rafrænum hætti í lok fundar.

1.Orkuveita Reykjavíkur - eigendanefnd

2011117

Fundargerð eigendanefndar OR frá 6. nóvember 2020.
Lagt fram.

2.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020

2001240

206. mál til umsagnar - frumvarp til laga um um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til.
209. mál til umsagnar - frumvarp til laga um fjarskipti.
28. mál til umsagnar - frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu).
25. mál til umsagnar - frumvarp til laga um almannatryggingar (hækkun lífeyris).
85. mál til umsagnar - tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál.
21. mál til umsagnar - frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um kynrænt sjálfræði (breytt kynskráning).
27. mál til umsagnar - frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000 (jöfnun atkvæðavægis).
15. mál til umsagnar - frumvarp til laga um stjórnsýslu jafnréttismála.
14. mál til umsagnar - frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.
39. mál til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar.
Lagt fram.

3.Kynning á barnavernd vegna ársins 2020

2011001

Kynning á stöðu barnaverndar vegna ársins 2020.
Lagt fram.

4.Breyting á staðgreiðslutekjum, framlagi Jöfnunarsjóðs og arðgreiðslna í fjárhagsáætlun 2020

2010238

Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum þann 10. nóvember sl. að vísa ályktun bæjarstjórnar Akraness um skerðingu á framlögum ríkisins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til frekari umræðu og úrvinnslu í bæjarráði.
Afgreiðslu málsins frestað til aukafundar bæjarráðs sem verður sunnudaginn 15. nóvember nk.

5.Umbótavinna á rekstri og innra vinnulagi hjá Akraneskaupstað

2001210

Starfslýsingar mannauðsstjóra, skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa lagðar fram.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi starfslýsingar með tilteknum breytingum.

6.Fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2022-2024

2009162

Vinna við fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2021.

Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri, Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri, Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri, Þorgeir Hafsteinn Jónsson fjármálastjóri, Kristjana Helga Ólafsdóttir verkefnastjóri, Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri og Steinar Adolfsson sviðsstjóri taka þátt í fundinum undir liðum nr. 6 og 7.
ELA víkur af fundi undir umræðum er varða tillögur um hagræðingar hjá Brekkubæjarskóla og Grundaskóla og RBS tekur sæti í hennar stað.
VLJ víkur einnig af fundi undir umræðum er varða tillögur um hagræðingar hjá grunnskólunum.
Lagt fram.

Málið verður unnið áfram á aukafundi bæjarráðs þann 15. desember nk.

RBS víkur af fundi er umræður um hagræðingar í grunnskólunum er lokið.

7.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2021-2024

2010230

Vinna við fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2021-2024.
Lagt fram.

Málið verður unnið áfram á aukafundi bæjarráðs þann 15. desember nk.

Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri, Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri, Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri, Þorgeir Hafsteinn Jónsson fjármálastjóri, Kristjan Helga Ólafsdóttir verkefnastjóri og Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri víkja af fundinum.

Steinar Adolfsson situr fundinn áfram sem fundarritari.

8.Jólatorg - markaður á Akratorgi

2011112

Erindi Hlédísar Sveinsdóttur um fyrirhugaðan markað á Akratorgi 28. nóvember 2020.
Bæjarráð þakkar erindið og fagnar góðri hugmynd. Bæjarráð getur þó ekki orðið við þessu vegna aðstæðna í samfélaginu og tilmæla sóttvarnaryfirvalda um samkomutakmarkanir.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.



9.Baráttuhópur smærri fyrirtækja, einyrkja og sjálfstætt starfandi aðila í ferðaþjónustu

2011031

Yfirlýsing baráttuhóps smærri fyrirtækja, einyrkja og sjálfstætt starfandi aðila í ferðaþjónustu.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 15:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00