Fara í efni  

Bæjarráð

3430. fundur 16. september 2020 kl. 08:15 - 10:15 í Frístundamiðstöðinni Garðavelli
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir 2020 - Menningar- og safnanefnd

2001006

Forstöðumaður menningar- og safnamála kynnir fundargerð 87. fundar Menningar- og safnanefndar.
Lagt fram.

2.Suðurgata 108 - verðmat, framkvæmdir, sala

1904136

Kauptilboð í Suðurgötu 108.
ELA og VLJ fela bæjarstjóra að vinna málið áfram.

RÓ ítrekar fyrri afstöðu sína í málinu um sölu á eigninni.

3.Samningur um félagsþjónustu og barnavernd milli Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar

1903222

Samstarfssamningur við Hvalfjarðarsveit um verkefni á sviði barnaverndar og félagsþjónustu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að upplýsa Hvalfjarðarsveit um ákvörðun Akraneskaupstaðar.

4.Íbúðir fyrir fatlaða einstaklinga - stofnstyrkur til Brynja hússjóður

1904086

Samstarfssamningur Akraneskaupstaðar og Brynju Hússjóðs Öryrkjabandalags um úthlutanir íbúða til öryrkja samkvæmt biðlista sveitarfélagsins eftir félagslegum leiguíbúðum.
ELA og VLJ samþykkja samkomulag um að gerður verður samstarfssamningur á milli Akraneskaupstaðar og Brynju, Hússjóðs Öryrkjabandalagsins (ÖBÍ) þar sem m.a. verði tryggt að úthlutun íbúðanna, sem stofnframlag Akraneskaupstaðar tekur til, fari til örykja samkvæmt biðlista sveitarfélagsins eftir félagslegum íbúðum og að leigufjárhæðir verði alfarið ákveðnar af stjórn ÖBÍ samkvæmt skilyrðum laga nr. 52/2016 og reglugerðar nr. 183/2020.

RÓ situr hjá við afgreiðslu málsins.

5.Dalbraut 6 - leiguíbúðir fyrir aldraða

2004058

Samstarfssamningur Akraneskaupstaðar og Leigufélags aldraðra um úthlutanir leiguíbúða sem byggðar verða með stuðningi stofnframlags Akraneskaupstaðar og ríkisins.
ELA og VLJ samþykkja samkomulag um að gerður verður samstarfssamningur á milli Akraneskaupstaðar og Leigufélags aldraða þar sem m.a. verði tryggt að úthlutun íbúðanna, sem stofnframlag Akraneskaupstaðar tekur til, fari til eldri borgara á Akranesi og að leigufjárhæðir verði alfarið ákveðnar af stjórn Leigufélags aldraðra samkvæmt skilyrðum laga nr. 52/2016 og reglugerðar nr. 183/2020.

RÓ ítrekar fyrri bókun sína frá 25. júní 2020 og greiðir atkvæði gegn afgreiðslu málsins:
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur kallað eftir því að dýpri þarfagreining fari fram hvort eftirspurn sé eftir slíku úrræði á Akranesi nú eða í náinni framtíð. Húsnæðisáætlun Akraneskaupstaðar tekur ekki á slíkri greiningu og því telur bæjarfulltrúi ekki skynsamlegt að hefja þessa vegferð.
Rakel Óskarsdóttir (sign)

VLJ og ELA setja fram eftirfarandi bókun:
Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Framsóknar og samþykkja úthlutun stofnframlags vegna uppbyggingar almennra íbúða á vegum Leigufélags aldraðra sem og fyrirliggjandi samstarfssamning.
Verkefnið er í samræmi við Húsnæðisáætlun Akraneskaupstaðar sem er stefnumarkandi plagg sem öll bæjarstjórnin samþykkti.
Valgarður L. Jónsson (sign) Elsa Lára Arnardóttir (sign)

Fundi slitið - kl. 10:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00