Fara í efni  

Bæjarráð

3424. fundur 09. júlí 2020 kl. 08:15 - 13:45 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ólafur Adolfsson varamaður
Starfsmenn
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Kjarasamningur milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélags Akraness

2001139

Málefni kjarasamnings Eflingar við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu.

Vilhjálmur Birgisson tekur sæti á fundinum undir þessum lið kl. 08:15.
Bæjarráð þakkar Vilhjálmi fyrir hreinskiptnar og góðar umræður.

2.Starfshópur um framtíðarskipulag mötuneytismála

1902095

Bæjarráð tók fyrir afurð starfshóps um framtíðarskipulag mötuneytismála á fundi sínum þann 25. júní sl. og vísaði henni til kynningar í stjórn Höfða.

Elsa Lára Arnardóttir formaður stjórnar Höfða fer yfir athugasemdir og umræður frá þeim kynningarfundi.

Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs og fulltrúi í starfshópi mötuneytismála tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð felur starfshópunum að greina nánar eftirfarandi valkosti:
1. Bætt verði úr núverandi stöðu mötuneytismála með endurmati á gæðum matseðla, næringarráðgjöf og innkaupum.
2. Útboð á þjónustunni í aðstöðu kaupstaðarins eða útboð óháð aðstöðu.

Bæjarráð felur starfshópunum að greina nánar framkvæmdina, kostnaðinn og ávinninginn sem fylgir framangreindu. Bæjarráð óskar eftir því að greiningin liggi fyrir eigi síðar en um mánaðarmótin september/október.

3.ÍA - rekstur, samskipti og samningur

1908011

Greiningarvinna lögð fram um fjármagn til íþróttafélaga og Íþróttabandalagsins á Akranesi.

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri fer yfir greininguna.
Bæjarráð þakkar bæjarstjóra fyrir umfangsmikla greiningu og kynningu hennar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að kynna greininguna fyrir fulltrúum skóla- og frístundaráðs og leggur bæjarráð til að því loknu verði málið tekið fyrir á sameiginlegum fundi ráðanna í ágúst.

4.Samstarf um fjölgun íbúða, eflingu stafrænnar stjórnsýslu og upplýsingagátt

2007050

Viljayfirlýsing Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Akraneskaupstaðar um fjölgun íbúða, eflingu stafrafrænnar stjórnsýslu og upplýsingagátta í Akraneskaupstað
Viljayfirlýsingin lögð fram til kynningar. Bæjarráð óskar eftir umsögn velferðar- og mannréttindaráðs og skipulags- og umhverfisráð.

5.Endurhönnun grunnskólalóða

2006227

Framkvæmd á 1. áfanga endurgerðar lóðar við Brekkubæjarskóla. Fyrir liggur tillaga frá starfshópi um endurhönnun grunnskólalóða. Fyrsti framkvæmdahluti er áfangi á endurgerð lóðar við Brekkubæjarskóla. Í þeim áfanga felast framkvæmdir við aparólu, nýja botavelli s.s. körfuboltavöll og pokóvelli, mótun á sleðabrekku og setþrepum. Áætlaður kostnaður fjárfestingar er um 10 milljónum króna umfram það sem reiknað var með í fjárhagsáætlun 2020. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2020 vegna þessa mismunar.
ELA víkur af fundi við afgreiðslu málsins.

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir breytingu á fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun.

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir viðauka nr. 22 við fjárhagsáætlun 2020. Viðaukinn felur í sér aukningu á fjárfestingaráætlun að upphæð 10 m. kr. og auknum kostnaði skal mætt með lækkun á handbæru fé.

6.Höfðasel 16 - viðhaldsverkefni

1911011

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að gerður verður viðauki til að mæta auknum kostnaði vegna viðhalds á girðingu meðfram gámastöðinni við Höfðasel.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir viðauka nr. 23 við fjárhagsáætlun 2020. Viðaukinn felst í aukningu á framkvæmdaáætlun og auknum kostnaði skal mætt með lækkun á handbæru fé.

7.Deiliskipulag Stofnanareits - Stillholt 9

2001272

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir meðfylgjandi greinargerð sem inniheldur svör við þeim athugasemdum sem bárust við grenndarkynninguna.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að deiliskipulagsbreytingin vegna Stofnanareits - Stillholt 9 verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.

8.Dalbraut 6 - leiguíbúðir fyrir aldraða

2004058

Niðurstaða umsóknar Leigufélags aldraða hses. til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um stofnframlag vegna uppbyggingar á 34 íbúðum við Dalbraut 6 á Akranesi.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarfulltrúarnir ELA og VLJ fagna þessari úthlutun fyrir uppbyggingu á leiguíbúðum fyrir aldraða við Dalbraut 6.

9.Bjarg íbúðafélag - umsókn um stofnframlag 2020

2005140

Niðurstaða umsóknar Bjarg íbúðafélags hses. til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um stofnframlag vegna uppbyggingar á 24 íbúðum við Asparskóga á Akranesi.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarfulltrúarnir ELA og VLJ fagna þessari úthlutun fyrir uppbyggingu á íbúðum við Asparskóga.

10.Vefur Ljósmyndasafns Akraness

2006293

Minnisblað forstöðumanns menningar- og safnamála varðandi málefni vefs Ljósmyndasafns Akraness kynnt.
Bæjarráð þakkar forstöðumanni menningar- og safnamála fyrir upplýsingarnar. Varðandi fjárhagsbeiðni um rekstur vefsins fyrir árið 2021 er þeirri beiðni vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

11.Orkuveita Reykjavíkur - eigendalán

2007005

Erindi Orkuveitu Reykjavíkur um endurgreiðslu eigendalána.
Bæjarráð samþykkir að falla frá áskilnaði um þriggja mánaða fyrirvara vegna endurgreiðslu láns frá 13. apríl 2011.

12.Jöfnunarsjóður - framlög til sveitarfélaga 2020

2007040

Skerðing Jöfnunarsjóðs til Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð Akraness lýsir yfir áhyggjum vegna áforma um skerðingu á framlögum ríkisins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Áhrif skerðingarinnar á Akraneskaupstað eru á bilinu 77-80 milljónir króna að teknu tilliti til mótvægisaðgerða ríkisins. Bæjarráð hvetur ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga til þess að eiga í faglegu samtali og samstarfi um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga.

Bæjarráð Akraness leggur mikla áherslu á að öll áform um skerðingu á framlögum til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verði dregin til baka. Sveitarfélög glíma nú við efnhagslegar afleiðingar heimsfaraldurs, Covid-19, en mörg sveitarfélög hafa lagt út í aukinn kostnað vegna þeirra og sjá jafnframt fram á umtalsverðan tekjumissi. Tekjur sem Akraneskaupstaður verður af ef áform um skerðingar ganga eftir þýðir m.a. minna framlag Jöfnunarsjóðs til málefna grunnskóla og málefna fatlaðra. Á árinu 2019 greiddi Akraneskaupstaður 124 milljónir króna með málefnum fatlaðra til að halda uppi þeirri mikilvægu þjónustu en umframgreiðslur vegna málaflokksins frá árinu 2011 nema um 443 milljónum króna.

Bókun bæjarráðs Akraness er hér með komið á framfæri við samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, félags- og barnamálaráðherra, þingmenn norðvestur kjördæmis og Samband íslenskra sveitarfélaga.

13.Bjarkargrund / Furugrund - lagnastígar

2007032

Erindi frá íbúum við Bjarkar- og Furugrund vegna lagnastíga sem liggja á milli gatna í Grundahverfi.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið og vísar því til úrlausnar í skipulags- og umhverfisráði.

14.Barnadagskrá Icedocs - Akratorgi

2006261

Beiðni um að fá að halda Barnadagskrá Icedocs á Akratorgi laugardaginn 18. júlí 2020.
Bæjarráð samþykkir að barnadagskrá hátíðarinnar Icedocs fari fram á Akratogi. Minnt er á að gæta vel að umgengni og frágangi og gæta að reglum um sóttvarnir.

15.Opinber störf á landsbyggðinni

2006312

Bókun Byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 16. júní 2020.
Bæjarráð Akraness tekur undir með Byggðaráði Sveitarfélagsins Skagafjarðar þar sem þau fagna ákvörðun félags- og barnamálaráðherra um fjölgun starfa á landsbyggðinni.

Bæjarráð Akraness leggur mikla áherslu á að þegar ný störf verða til hjá ráðuneytum og stofnunum þess að þá verði þau auglýst sem störf án staðsetningar enda gerir nútímasamskiptatækni það kleift að vinna hin ýmsu störf hvar sem er.

Þessu tengt má nefna að á Akranesi var nýverið opnað samvinnusetur við Bárugötu sem gerir fyrirtækjum og opinberum aðilum það mögulegt að starfsmenn þeirra geti starfað nær heimili og fjölskyldu.

Bókun bæjarráðs er hér með komið á framfæri til allra ráðherra ríkisstjórnar Íslands og þingmanna norðvestur kjördæmis.

16.Sorpmál - starfshópur

2001149

Upplýsingar frá starfshópi um sorpmál.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 13:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00