Fara í efni  

Bæjarráð

3400. fundur 30. janúar 2020 kl. 08:15 - 12:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir 2020 - Menningar- og safnanefnd

2001006

80. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 20. janúar 2020.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

2.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020

2001240

457. mál til umsagnar - frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116/2012, með síðari breytingum (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð).
Lagt fram.

3.Menningar- og safnamál - Starfsáætlun 2020

2001074

Á fundi menningar- og safnanefndar Akraneskaupstaðar, sem haldinn var þann 20. janúar s.l., var fjallað um starfsáætlun menningar- og safnamála fyrir árið 2020. Meðal umræðuefna var fyrirkomulag og skipulag við hátíðahöld og viðburði ársins. Niðurstaða umræðu um málið er á þá leið að nefndin telur ekki mögulegt að halda árlega fyrirhugaða viðburði og hátíðahöld m.v. þá fjármuni sem eru til ráðstöfunar skv. fjárhagsáætlun 2020. Því sé ekkert annað í stöðunni en að fækka þeim og leggur nefndin til að hætt verði við að halda upp á Írska vetrardaga, Sjómannadaginn og að ekki verði sérstakur viðburður tengdur tendrun jólaljósa á jólatré á Akratorgi. Óskað er eftir staðfestingu bæjarráðs á þeirri tillögu.

Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnanefndar tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð getur ekki orðið við beiðni um aukin fjárútlát umfram samþykkta fjárhagsáætlun. Bæjarráð beinir því að menningar- og safnanefnd að endurskoða áætlanir sínar að teknu tilliti til styrkja og framlags Akraneskaupstaðar.

4.Þrif hjá Byggðasafninu í Görðum

2001259

Ekki hefur verið um reglubundna ræsting á húsnæðiskosti Byggðasafnsins í Görðum að ræða. Þrifum er verulega ábótavant og fyrsta skref í átt til úrbóta er að óska hér með eftir kaupum á reglubundnum þrifum á ákveðnum svæðum safnsins.

Ella María situr áfram á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð leggur til að leitað verði fleiri tilboða og gerður verði verðsamanburður. Bæjarstjóra er jafnframt falinn fullnaðarafgreiðsla málsins.

5.Þjónustukönnun sveitarfélaga 2019 - Gallup

1909147

Niðurstöður Gallup úr þjónustukönnun sveitarfélaga fyrir árið 2019.
Lagt fram. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna samanburðargreiningu milli síðustu þriggja ára á niðurstöðum þjónustukönnunnar og kynna hana á næsta fundi bæjarráðs.

6.Hleðslustöðvar á Akranesi - samstarf

1905206

Jón Ólafsson verkefnastjóri lagði fram tillögu um styrkveitingar vegna hleðslustöðva fyrir fjöleignahús á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 27. janúar síðastliðinn. Ellefu umsóknir bárust, þar af voru fimm gildar samkvæmt reglum um styrki. Heildarupphæð styrkumsókna er kr. 11.669.099. Úthlutað verður að þessu sinni kr. 4.936.715.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti tillögu verkefnastjóra um úthlutun samtals kr. 4.936.715. Jafnframt lagði ráðið til að auglýsa að nýju eftir umsóknum seinni hluta árs 2020.
Bæjarráð samþykkir tillögu um úthlutun styrkveitingar vegna hleðslustöðva fyrir fjöleignarhús. Bæjarráð tekur einnig undir tillögu um að auglýsa á ný í haust og telur mikilvægt að þeir sem ekki fengu úthlutað í þessum áfanga verði upplýstir um það sérstaklega.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 1 að fjárhæð kr. 2.500.000 sem skal ráðstafa af 20830-4995 og inn á 10560-5948. Ákvörðunin hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu. Bæjarráð vísar viðaukanum til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.

7.Styrkir til íþrótta- og menningarverkefna

1911175

Skóla- og frístundaráð afgreiddi úthlutun styrkja til íþróttaverkefni á fundi sínum 21. janúar 2020 og vísar afgreiðslu til bæjarráðs.

Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- frístundasviðs tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarfulltrúi Rakel Óskarsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir tillögu skóla- og frístundaráðs um úthlutun styrkja til íþróttaverkefna.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 2 að fjárhæð kr. 3.850.000 sem skal ráðstafa af 20830-5948 og inn á 06890-5948. Ákvörðunin hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu. Bæjarráð vísar viðaukanum til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.

8.Beiðni um aukningu í sérkennslu

2001163

Skóla- og frístundaráð óskar eftir viðbótarfjármagni við fjárhagsáætlun 2020 vegna aukningar á stöðugildum sérkennslu í Garðaseli. Ósk um viðauka vegna 2020 er rúmlega kr. 2,2 millj. kr. og vísað í bæjarráð.
Bæjarráð samþykkir beiðni Leikskólans Garðasels er varðar aukningu á stöðugildum í sérkennslu fyrir árið 2020.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 3 sem felur í sér aukin útgjöld að fjárhæð kr. 2.200.000 sem ráðstafa skal af 20830-4995 og inn á 04100-1691. Ákvörðunin hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu. Bæjarráð vísar viðaukanum til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.

Bæjarráð óskar eftir greiningu og samanburði á stoðþjónustu í leikskólum undanfarin ár.

9.Breiðin - valkostagreining

1909080

Samningur við KPMG um næsta áfanga við valkostagreiningu á Breið lagður fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir meðfylgjandi samning. Fjárhæð samtals kr. 4.000.000 skal ráðstafað af 4660-13020.

Bæjarráð þakkar íbúum og skipuleggjendum fyrir velheppnað íbúaþing um atvinnumál sem haldið var 22. janúar sl.

10.Höfði - sviðsmyndagreining rekstrarforma

1811202

Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistuheimilanna tekur sæti á fundinum undir þessum lið og kynnir fyrir fulltrúum bæjarráðs starfsemi Hrafnistu.
Bæjarráð þakkar Pétri fyrir komuna og fyrir greinagóða yfirferð á skipulagi og starfsemi Hrafnistu. Kynningin er í tengslum við sviðsmyndagreiningu á rekstrarformi Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

11.Endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar

2001243

Endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð samþykkir tillögu stjórnar Brúar lífeyrissjóðs sbr. útreikninga tryggingastærðfræðings sjóðsins, um 64% endurgreiðsluhlutfall Akraneskaupstaðar á greiddum lífeyri í réttindasafni lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar fyrir árið 2020. Endurgreiðsluhlutfallið er 2% hærra en vegna fyrra árs og er áætlað að handbært fé muni lækka um kr. 4.000.000 vegna þessa.

Bæjarráð vísar ákvörðuninni til staðfestingar í bæjarstjórnar.

12.Sorpurðun Vesturlands hf. - hlutafé

2001051

Málefni Sorpurðunar Vesturlands hf.
Umræða vegna hækkunar á sorpurðunargjöldum. Bæjarráð vísar til fyrri bókunar um málið sem fór fram á fundi þann 19. desember sl. Niðurstaða málsins leiðir til hækkunar á gjaldskrá sorphirðu á Akranesi.

13.Sala íbúða á Holtsflöt

2001279

Heimavellir seldu 18 íbúðir sínar við Holtsflöt 4 á Akranesi í byrjun janúar.

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri fer yfir stöðu málsins.
Bæjarráð Akraness harmar þá þróun sem orðið hefur á leigumarkaði í bæjarfélaginu við það að leigufélagið Heimavellir seldi mikinn fjölda leiguíbúða á stuttum tíma og virðist að óbreyttu stefna á að selja enn fleiri eignir. Fjölskyldur og einstaklingar horfa nú fram á að missa heimili sitt og vandséð er hvernig sá vandi verður leystur á þeim leigumarkaði sem til staðar er í bænum. Aðgerðir leigufélagsins Heimavalla valda bæjarfulltrúum miklum vonbrigðum, sérstaklega í ljósi þess að markmiðið með stuðningi Íbúðalánasjóðs við kaup Heimavalla á eignunum, fyrir örfáum árum, var að stuðla að festu og öryggi á leigumarkaði. Ljóst er að það markmið er brostið með þessum gjörningi Heimavalla.

14.Þjónusta Íslandspósts

2001280

Póst­ur­inn mun hætta dreif­ingu á ónafn­merkt­um fjöl­pósti á Akranesi, höfuðborg­ar­svæðinu, Reykja­nesi og Sel­fossi frá og með 1. maí nk.
Bæjarráð lýsir yfir óánægju vegna skertrar þjónustu á dreifingu fjölpósts til íbúa og fyrirtækja á Akranesi.

Fundi slitið - kl. 12:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00