Fara í efni  

Bæjarráð

3395. fundur 05. desember 2019 kl. 08:15 - 11:55 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar - málefni

1905413

Kostnaðarmat við aðgerðaráætlun er tengist brunavarnaráætlun slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar.

Sameiginlegur kynningarfundur bæjarstjórnar Akraness og sveitastjórnar Hvalfjarðarsveitar var haldinn þann 4. desember sl. þar sem umrædd áætlun var til kynningar.
Bæjarstjóra falin frekari úrvinnsla málsins í samvinnu við skipulags- og umhverfisráð og hefja formlegar viðræður við Hvalfjarðarsveit um lyktir málsins.

2.Breiðin - valkostagreining

1909080

Stefnumótun um Breiðarsvæðið - valkostagreining, aðgerðaráætlun og innleiðing.
Lagt fram.

Bæjarráð vísar málinu til skipulags- og umhverfisráðs og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

3.Málefni Höfða - fjölgun hjúkrunarrýma.

1902222

Ákvörðun heilbrigðisráðherra um að þau fjögur hjúkrunarrými sem verið hafa í tímabundnum rekstri, verði gerð varanleg almenn hjúkrunarrými á Höfða.
Bæjarráð fagnar ákvörðun heilbrigðisráðherra um að þau fjögur hjúkrunarrými sem hafa verið í tímabundum rekstri undanfarin ár verði varanleg almenn hjúkrunarrými á Höfða frá 1. apríl 2020.

Bæjarráð mun sem fyrr standa vörð um starfsemi og rekstrarumhverfi heimilisins.

4.Mánaðar- og árshlutauppgjör 2019

1905409

Níu mánaða uppgjör lagt fram.
Þorgeir Hafsteinn Jónsson fjármálastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Lagt fram.

5.Gjaldskrár 2020

1912050

Tillaga menningar- og safnanefndar um breytingar á gjaldskrám 2020.

Þorgeir Hafsteinn Jónsson fjármálastjóri situr áfram á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráðs samþykkir gjaldskrártillögur menninga- og safnanefndar sem tekur til gjaldskráa Bókasafn Akraness, Héraðsskjalasafnsins, Ljósmyndasafns og Byggðasafnsins í Görðum. Tillögurnar eru í takt við lífskjarasamningana eins og gildir um aðrar gjaldskrárhækkanir Akraneskaupstaðar.

6.Höfði - fjárhagsáætlun 2020 - 2023

1910213

Fjárhagsáætlun Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimilis fyrir árin 2020-2023.
Þorgeir Hafsteinn Jónsson fjármálastjóri situr áfram á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun Höfða vegna ársins 2020 og þriggja ára áætlun vegna áranna 2021 til og með 2023 til bæjarstjórnar til samþykktar.

7.Fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2021-2023

1906053

Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2020 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2021 - 2023.

Þorgeir Hafsteinn Jónsson fjármálastjóri situr áfram á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun ársins 2020 og þriggja ára áætlun vegna áranna 2021 til og með 2023 ásamt tillögum sem meðfylgjandi eru áætluninni til síðari umræðu í bæjarstjórn Akraness sem fram fer þriðjudaginn 10. desember næstkomandi.

Samþykkt 3:0.

8.Starfsáætlun Akraneskaupstaðar 2020

1912034

Drög að starfsáætlunum Akraneskaupstaðar fyrir árið 2020 lögð fram til kynningar.

Ferilinn er svo hefðbundin þ.e. fer í umfjöllunar í fagráðum og svo fyrir bæjarstjórn.
Lagt fram.

Bæjarráð vísar áætlunum til fagráða og nefndar til frekari umræðu og bæjarstjóra falin frekari úrvinnsla málsins.

9.Búnaðar- og áhaldakaup (tækjakaupasjóður) 2019

1904107

Umsókn forstöðumanns menningar- og safnanefndar f.h. Bíóhallarinnar um endurnýjun hljóðbúnaðar samtals kr. 1.175.000.

Umsókn leikskólastjóra Teigasels um endurnýjun á ofni í eldhúsi leikskólans samtals kr. 1.670.000.

Umsókn forstöðumanns íþróttamannvirkja um kaup á stjórnstöðvum fyrir stýringu klórs og sýrustigs í Bjarnalaug samtals kr. 1.230.000.
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi úthlutun úr tækjakaupasjóði:

1. Vegna endurnýjunar á eldhúsofni í Teigaseli að fjárhæð kr. 1.670.000, sem færð verða af lið nr. 20830-4660 og á lið nr. 04130-4660.
2. Vegna endurnýjunar stjórnstöðva fyrir stýringu klórs og sýrustigs í Bjarnalaug að fjárhæð kr. 1.230.000, sem færð verða af lið nr. 20830-4660 og á lið nr. 06550-4660.

10.Málefni Sorpurðunar Vesturlands

1912036

Málefni Sorpurðunar Vesturlands.
Bæjarráð vísar málinu til skipulags- og umhverfisráðs og bæjarstjóra falin frekari úrvinnsla málsins.

11.Jöfnunarsjóður - framlög til sveitarfélaga

1909148

Skerðing á framlagi Jöfnunarsjóðs til Akraneskaupstaðar.
Lagt fram.

12.Endurskoðun reglna - framhaldsmenntun starfsmanna Akraneskaupstaðar

1912035

Drög að reglum um framhaldsmenntun starfsmanna Akraneskaupstaðar.
Lagt fram.
Afgreiðslu málsins frestað og bæjarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs falin frekari úrvinnslu málsins.

Fundi slitið - kl. 11:55.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00