Fara í efni  

Bæjarráð

3390. fundur 07. nóvember 2019 kl. 08:15 - 11:05 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Höfði - fjárhagsáætlun 2020 - 2023

1910213

Fjárhagsáætlun Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis 2020 - 2023.
Fjárhagsáætlun Höfða hjúkrunar- og dvalarheimils fyrir árið 2020 og þriggja ára áætlun vegna áranna 2021 - 2023 sem samþykktar voru á fundi stjórnar heimilisins þann 28. október síðastliðinn.

Bæjarráð samþykkir fjárhagsáætlun Höfða fyrir árið árið 2020 og þriggja ára áætlun vegna áranna 2021 - 2023.

2.Fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2021-2023

1906053

Aukafundur vegna afgreiðslu fjárhagsáætlunar til fyrri umræðu bæjarstjórnar Akraness sem fram fer þann 12. nóvember næstkomandi.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun árins 2020 ásamt tillögum sem meðfylgjandi eru áætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn Akraness sem fram fer þriðjudaginn 12. nóvember næstkomandi.

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins getur ekki fallist á að vísa 3ja ára áætlun fjárhagsáætlunar til bæjarstjórnar þar sem umræða um hana í bæjarráði hefur ekki farið fram samhliða fjárhagsáætlun ársins 2020. Farið er því fram á að að aukafundur verði haldinn í bæjarráði föstudaginn 8. nóvember þar sem 3ja ára áætlunin verði tekin til umfjöllunar.

Bæjarráð samþykkir að halda aukafund föstudaginn 8. nóvember kl. 16:00 til að afgreiða fjárhagsáætlun vegna áranna 2021 til og með 2023 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

3.Knattspyrnufélag ÍA - þátttaka í UEFA Youth League árið 2019

1909219

Beiðni Knattspyrnufélags Akraness um styrkveitingu vegna þátttöku 2. flokks karla í Evrópukeppni ungmenna.
Bæjarráð óskar enn á ný forsvarsmönnum KFÍA og leikmönnum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með frábæran árangur í Evrópukeppni ungmenna þar sem íslenskt knattspyrnulið í fyrsta skipti er komið í aðra umferð keppninnar. Bæjarráð samþykkir erindið um fjárframlag að fjárhæðinni kr. 150.000. Kostnaðinum verður mætt af liðnum 20830-4995 og færður á lið 06820-5948.

4.HEIMA-SKAGI tónlistarhátíð

1910008

Heima-Skagi tónlistarhátíð var haldin á Akranesi 2. nóvember síðastliðinn.
Bæjarráð þakkar forsvarsmönnum hátíðarinnar fyrir frábært framtak og gestgjöfunum fyrir þeirra þátt en viðburðurinn heppnaðist einstaklega vel og mæltist afar vel fyrir hjá bæjarbúum.

Fundi slitið - kl. 11:05.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00