Fara í efni  

Bæjarráð

3387. fundur 24. október 2019 kl. 08:15 - 12:02 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ólafur Adolfsson varamaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir 2019 - menningar- og safnanefnd

1901009

74. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 20. ágúst 2019.
75. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 17. september 2019.
76. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 2. október 2019.
77. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 13. október 2019.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

2.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019

1901119

53. mál til umsagnar - frumvarp til laga um breytingu laga um verslun með áfengi og tóbak, nr. 86/2011.
116. mál til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál.
35. mál til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega.
41. mál til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum.
148. mál til umsagnar - tillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019-2023.
123. mál til umsagnar - frumvarp til laga um barnaverndarlög (refsing við tálmun eða takmörkun á umgengni).
29. mál til umsagnar - frumvarp til laga um jarðalög (forkaupsréttur sveitarfélaga).
49. mál til umsagnar - frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (íbúakosningar um einstök mál).
Lagt fram.

Bæjarráð ítrekar umsögn sína í máli 148 er varðar stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og felur bæjarstjóra að koma því á framfæri með formlegu erindi.

3.Danskur farkennari á Akranesi vorönn 2020

1910050

Á grundvelli samstarfssamning mennta- og menningamálaráðuneytanna á Íslandi og í Danmörku stendur Akraneskaupstað til boða að fá danskan farkennara á vorönn 2020 til starfa í grunnskólum Akraneskaupstaðar. Laun kennarans eru að fullu greidd af danska ráðuneytinu og til viðbótar greiðir ráðuneytið kr. 100.000 í styrk á mánuði til Akraneskaupstaðar til niðurgreiðslu kostnaðar sem tengist móttöku farkennarans (húsnæðiskostnaður og annað).

Óskað er heimildar bæjarráðs til að stofna til útgjalda að hámarki kr. 500.000 vegna vorannar skólaársins 2020. Skóla- og frístundasvið mun annast alla umsýslu vegna komu kennarans og er þess óskað að fjárheimild verði veitt á deild 04020 vegna þessa kostnaðar.
Bæjarráð samþykkir að gera ráð fyrir útgjöldum á deild 04020 vegna þessa verkefnis á árinu 2020 samtals að fjárhæð kr. 500.000 og því ekkert að vanbúnaði að hefja undirbúning vegna komu viðkomandi til Akraness í byrjun næsta árs.

4.Fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2021-2023

1906053

Vinnu við gerð fjárhagsáætlunar verður framhaldið á aukafundi bæjarráðs þann 31. október næstkomandi.

5.Leikskólar Akraneskaupstaðar - ósk um samráðsfund vegna starfskjara

1910129

Trúnaðarmenn og aðrir fulltrúar leikskóla Akraneskaupstaðar mæta á fund bæjarráðs til þess að ræða starfskjör.

Bæjarráð þakkar fulltrúum leikskólanna fyrir komuna á fundinn og gagnlegar og mikilvægar upplýsingar.

6.KÍA - samskipti Akraneskaupstaðar og Körfuknattleiksfélags ÍA

1903123

Erindi körfuknattleiksfélags ÍA um æfingar í lausum tímum í íþróttahúsum Akraneskaupstaðar.

Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs og Ágústa Andrésdóttir forstöðumaður íþróttamannvirkja taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar KÍA erindið og felur forstöðumanni íþróttamannvirkja Akraneskaupstaðar frekari úrvinnslu málsins.

7.Asparskógar 6 - Umsókn um byggingarlóð

1910006

Umsókn BJB ehf. um byggingarlóð við Asparskóga 6.
Umsóknargjald hefur verið greitt og því umsókn tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð úthlutar byggingarlóðinni við Asparskóga 6 til umsækjanda.

8.Heilsueflandi samfélag

1802269

Erindisbréf stýrihóps um Heilsueflandi samfélag lagt fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir erindisbréf fyrir stýrihóp um heilsueflandi samfélag og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

9.Snorraverkefnið 2020 - Umsókn um styrk

1910146

Styrkbeiðni frá Snorrasjóð vegna Snorraverkefnis fyrir árið 2020.
Bæjarráð getur því miður ekki orðið við erindinu.

10.Árgangamót ÍA í Frístundamiðstöð - tækifærisleyfi

1910106

Erindi Sýslumannsins á Vesturland þar sem óskað er umsagnar Akraneskaupstaðar vegna umsóknar KFÍA um tækifærisleyfi vegna Árgangamóts þann 9. nóvember næstkomandi.
Afgreiðsla bæjarstjóra samkvæmt 75. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar lögð fram til kynningar.

11.Keilusalur Akraness - tækifærisleyfi v. tónleika

1910085

Erindi Sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er umsagnar Akraneskaupstaðar vegna umsóknar forsvarsmanna Keilufélagsins á Akranesi um tækifærisleyfi vegna tónleika þann 31. október næstkomandi.
Afgreiðsla bæjarstjóra samkvæmt 75. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar lögð fram til kynningar.

12.Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2020

1910139

Styrkbeiðni frá Kvennaathvarfinu fyrir rekstrarárið 2020.
Bæjarráð hefur styrkt Kvennaathvarfið undanfarin ár og svo er einnig í ár. Vinna við gerð fjárhagsáætlunar vegna ársins 2020 stendur nú yfir og verður áætlunin endanlega samþykkt á fundi bæjarstjórnar þann 10. desember næstkomandi og tilkynnt beiðanda í framhaldinu.

13.Stígamót - styrkbeiðni 2020

1910138

Styrkbeiðni frá Stígamótum fyrir rekstrarárið 2020.
Bæjarráð hefur styrkt Stígamót undanfarin ár og svo er einnig í ár. Vinna við fjárhagsáætlun vegna ársins 2020 stendur nú yfir og verður endanlega samþykkt á fundi bæjarstjórnar þann 10. desember næstkomandi og tilkynnt beiðanda í framhaldinu.

14.Ágóðagreiðsla EBÍ árið 2019

1910066

Ágóðahlutagreiðsla EBÍ til hluthafa árið 2019.
Lagt fram.

15.Knattspyrnufélag ÍA - þátttaka í UEFA Youth League árið 2019

1909219

Annar flokkur ÍA vann glæsilegan 12-1 sigur á útivelli í Evrópukeppni ungmenna í Eistlandi í dag.
Bæjarráð óskar leikmönnum annars flokks ÍA og forsvarsmönnum félagins innilega til hamingju með árangurinn með von um áframhaldandi velgengni í næstu umferð í keppninni.

16.Garðasel - leiktæki á leikskólalóð fyrir yngstu börnin

1904017

Beiðni leikskólans Garðasels um kaup á leiktækjum fyrir yngstu börnin á útisvæði leikskólans.
Bæjarráð samþykkir úthlutun úr tækjakaupasjóði vegna leiktækjanna samtals að fjárhæð kr. 1.522.000. Ráðstöfuninni verðu mætt af deild 20830-4660 og færð á 04140-4660. Fyrirhugað er að mæta kostnaði vegna framkvæmda á lóðinni af lið 31830-4610 en þeim þætti málsins er vísað til skipulags- og umhverfisráðs til ákvörðunar.

Fundi slitið - kl. 12:02.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00