Fara í efni  

Bæjarráð

3375. fundur 31. maí 2019 kl. 08:15 - 14:15 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Tónlistarskólinn - samstarfssamningur ( fleiri samningar)

1705014

Frágangur samstarfssamnings Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar um TOSKA

Sigurður Páll situr áfram undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samstarfssamning Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar um rekstur Tónlistarskóla Akraness.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins m.a. samskipti við ráðuneyti sveitarstjórnarmála vegna könnunar þess á samstarfssamningum sveitarfélaga.

2.Ægisbraut - flutningur (hliðrun) á grjótvörn

1905412

Flutningur (hliðrun) á hluta grjótvarnar við Ægisbraut er nauðsynleg vegna óvenjulegrar legu hennar þétt við mannvirki á lóð.
Bæjarráð samþykkir útgjöld að fjárhæð 1,0 mkr. vegna tilfærslu grjótvarnar við Ægisbraut og vísar til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu með gerð viðauka.

Fjárhæðinni er ráðstafað af liðnum 20830-4990 og færð á deildina Sjóvarnir 07440.

3.Grænbók um stefnu í málefnum sveitarfélaga

1905018

Umsögn Akraneskaupstaðar um Grænbók - stefna um málefni sveitarfélaga.
Bæjarráð mun vinna umsögn um málið.

4.Fjöliðjan - bruni

1905164

Eldsvoði í kom upp í Fjöliðjunni og miklar skemmdir urðu á húsnæðinu og búnaði.
Unnið er að tjónamati vegna hússins en fyrir liggur tilboð um afgreiðslu tjónabóta vegna lausafjármuna.

Bæjarráð samþykkir uppgjör tjónabóta (24,5 mkr.)vegna eldsvoðans í húsnæði Fjöliðjunnar að Dalbraut 10 þann 7. maí síðastliðinn.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu með gerð viðauka.

5.Lopapeysan 2019 - umsögn

1905371

Umsagnarbeiðni og umsókn Vina hallarinnar ehf. um tækifærisleyfi til áfengisveitinga vegna Lopapeysunnar 2019 sem halda á í Sementsskemmunni, Faxabraut við Akraneshöfn, Akranesi 6. júlí 2019.
Bæjarráð samþykkir að atburðurinn Lopapeysan verði til klukkan 04:00 aðfararnótt 7. júlí 2019.


6.Faxabraut 3 - sala á fasteign (fastanúmer 232-3858)

1905185

Kauptilboð vegna Faxabrautar 3.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðið og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu með gerð viðauka.

7.Samstarfssamningur við Kaja Organic ehf.

1905256

Tillaga að samstarfssamningi milli Akraneskaupstaðar og Kaja organic ehf. um veitingasölu í þjónustuhúsi við Guðlaugu. Samstarfið er tilraunaverkefni sem gildir frá 25. maí til 31. ágúst 2019.
ELA og GJJ samþykkja samstarfssamning Akraneskaupstaðar og Kaja organic ehf. til reynslu.
RÓ situr hjá við afgreiðsluna.

8.Tryggingar Akraneskaupstaðar - útboð

1811188

Næstu skref vegna tryggingamála Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Tryggingamiðstöðina (TM)vegna trygginga Akraneskaupstaðar til ársloka 2021 með heimild til framlengingar tvisvar sinnum í eitt ár í senn. Tryggingarmiðstöðin var með næstlægsta tilboðið en tilboð VÍS sem var lægst, telst ógilt þar sem félagið hyggst ekki opna útibú á Akranesi líkt og krafist var samkvæmt 6. kafla útboðs Akraneskaupstaðar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við TM samkvæmt skilmálum útboðsins og frekari úrvinnslu málsins.

9.Samningur um félagsþjónustu og barnavernd milli Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar

1903222

Samningur um félagsþjónustu og barnavernd milli Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar
Bæjarráð samþykkir samning Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar um félagsþjónustu og barnavernd. Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins m.a. samskipti við ráðuneyti sveitarstjórnarmála vegna könnunar þess á samstarfssamningum sveitarfélaga.

Samningurinn er tímabundinn til eins árs til reynslu.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu með gerð viðauka.

10.Íbúaþing um skólamál

1811110

Skóla- og frístundaráðs samþykkti á fundi sínum 21. maí 2019 að vísa í bæjarráð ósk um fjármagn til framkvæmda íbúaþings um skólamál að upphæð 1 m.kr.
Bæjarráð samþykkir að veita viðbótarfjármagni, samtals að fjárhæð 1,0 mkr., til að standa straum af kostnaði (aðkeypt þjónusta, veitingar og auglýsingakostnaður) vegna íbúaþings um skólamál sem haldið verður í september næstkomandi. Fjárhæðinni verður ráðstafað af liðnum 20830-4995 og færð á deild 04020.

11.Fundargerðir 2019 - menningar- og safnanefnd

1901009

70. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 20. maí 2019.

71. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 22. maí 2019
Fundargerðirnar lagðar fram.

12.Málefni Grundartanga

1905393

Málefni Grundatangasvæðis.

Ólafur Adolfsson situr fundinn undir þessum lið.
Farið yfir sviðsmyndagreiningu o.fl. í tengslum við starfsemi Þróunarfélags Grundartanga ehf.
Valgarður L. Jónsson víkur af fundi undir afgreiðslu málsins.
GJJ tekur sæti á fundinum undir afgreiðslu málsins.

Ólafur Adolfsson víkur af fundi.

13.Málefni Faxaflóahafna

1905392

Málefni Faxaflóahafna.

Ragnar B. Sæmundsson og Ólafur Adolfsson fulltrúar Akraneskaupstaðar í stjórn Faxaflóahafna taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Farið yfir stöðu mála í tengslum við aðalfund Faxaflóahafna sem fyrirhugaður er síðar í mánuðinum.

Ragnar B. Sæmundsson víkur af fundi.

14.Atvinnumál - verkefni

1905365

Tillaga bæjarstjóra um aukningu sérfræðiaðstoðar vegna atvinnuuppbyggingu á Akranesi og tilfærslu fjármuna o.fl.

Sigurður Páll situr áfram undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að fara ekki í ráðningarferli á nýjum verkefnastjóra atvinnumála sem látið hefur af störfum og nýta í þess stað fjármagn vegna launakostnaðar verkefnastjóra til aðkeyptrar sérfræðiþjónustu vegna verkefna sem tengjast atvinnuuppbyggingu á Akranesi.

Fjárhæð kr. 7.000.000 færist af launaliðum verkefnastjóra, deild 13020, yfir á önnur sérfræðiþjónusta 13020-4390 og er vísað til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu með gerð viðauka. Áætlun vegna ársins 2020 vegna verkefnastjóra atvinnumála er kr. 14.000.000 og skal sú fjárhæð færð á önnur sérfræðiþjónusta 13020-4390 við fjárhagsáætlunargerð 2020.

Viðbótarkostnaði, samtals að fjárhæð kr. 13.000.000, í fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun vegna ársins 2020 er vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2020.
Bókun RÓ fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Á fundi bæjarráðs þann 30. ágúst 2018 ákvað meirihluti bæjarráðs að ráða til starfa verkefnastjóra atvinnumála. Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins benti þá á að um verulega breytingu frá stefnu síðustu bæjarstjórnar væri um að ræða þar sem mikil áhersla var lögð á aukið samstarf við atvinnuráðgjöf Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi m.a. með því að opna skrifstofu og auka viðveru atvinnuráðgjafa SSV á Akranesi. Þar af leiðandi töldu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins skynsamlegra að halda áfram á sömu braut og efla samstarfið við SSV í atvinnumálum fremur en að ráða til þess sérstakan verkefnastjóra með tilheyrandi kostnaðarauka.
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fagnar því núverandi tillögu um að fara ekki í nýtt ráðningarferli á verkefnastjóra atvinnumála og fara frekar þá leið að nýta aðkeypta sérfræðiþjónustu vegna verkefna tengdum atvinnumálum. Þessi niðurstaða er í takt við þá bókun sem bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði fram þann 30. ágúst 2018.

Rakel Óskarsdóttir (sign).

15.Hleðslustöðvar á Akranesi - samstarf

1905206

Samkomulag við Orkuveitu Reykjavíkur og Veitna og tillaga um staðarval fyrir hleðslustöðvar á Akranesi.

Sigurður Páll situr áfram undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samkomulag Akraneskaupstaðar, Orkuveitu Reykjavíkur og Veitna, um uppbyggingu innviða til hleðslu á rafbílum á Akranesi.

Bæjarráð samþykkir að gera ráð fyrir útgjöldum vegna þessa í fjárhagsáætlun 2019, samtals kr. 4,0 mkr. Orkuveita Reykjavíkur leggur til sömu fjárhæð sem mótframlag og Veitur munu annast og kosta lagningu nauðsynlegra rafmagnsstrengja að væntanlegum hleðslubúnaði.

Fjármunum verður ráðstafað af deild 11850 og færðir á deild 11890.

Fundi frestað til kl. 11:00 vegna fundar formanns bæjarráðs með Gunnari Guðlaugssyni nýjum forstjóra Norðuráls.

16.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2019-2022

1810140

Viðauki við fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2019-2022 var samþykkt á fundi skipulags- og umhverfisráð þann 20 maí síðastliðinn og vísað til staðfestingar í bæjarráði.

Sigurður Páll situr áfram undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir breytingar á fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun ársins og vísar málinu til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu með gerð viðauka.
Breytingin felur í sér um 18,4 mkr. aukningu í fjárfestingum og verður heildarfjárfesting ársins því samtals um 1.218.991.000 í stað 1.200.595.000

17.Gjaldskrá - gatnagerðargjöld

1904130

Tillaga að breytingu á gjaldskrá gatnagerðagjalda.

Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Lagt fram.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

18.Mánaðar- og árshlutauppgjör 2019

1905409

Þriggja mánaða uppgjör lagt fram.

Þorgeir H. Jónsson fjármálastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Lagt fram.

19.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019

1901119

753. mál til umsagnar, frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun).

825. mál til umsagnar, tillaga til þingsályktunar um hagsmunafulltrúa aldraðra.

256. mál yður til umsagnar, tillaga til þingsályktunar um stöðu barna 10 árum eftir hrun.

844. mál yður til umsagnar, frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007 (hækkun lífeyris).
Lagt fram.
Næsti fundur bæjarráðs verður miðvikudaginn 12. júní í stað reglulegs fundar sem áætlaður var fimmtudaginn 14. júní næstkomandi.

Fundi slitið - kl. 14:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00