Fara í efni  

Bæjarráð

3374. fundur 16. maí 2019 kl. 08:15 - 13:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Viðgerðir á listaverkinu Hnöttur

1903270

Menningar- og safnanefnd óskar eftir viðbótar fjárheimild til lagfæringa á listaverkinu Hnöttur og að því verði komið fyrir á nýjum stað utan leiksvæðis leikskólabarna.
Bæjarráðs samþykkir erindið. Kostnaði, samtals að fjárhæð kr. 1.000.000, verður mætt af liðnum 20830-4995 og færður á deild 05580.

Til ráðstöfunar á lið 20830-4995 eru kr. 12.682.400 að teknu tilliti til ákvörðunarinnar nú.

2.Spölur ehf. - aðalfundarboð

1905267

Aðalfundur Spalar ehf. verður haldinn 29. maí næstkomandi kl. 13:00 í sal frístundamiðstöðvarinnar við Garðavöll.
Lagt fram.

Bæjarráð samþykkir að Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri mæti á fundinn sem fulltrúi Akraneskaupstaðar.

3.Fjármál sveitarfélaga - framkvæmd á sveitarstjórnarlögum 138/2011 við gerð fjárhagsáætlunar og ársreiknings

1904234

Erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu um fjárhagsáætlun sveitarfélaga.
Lagt fram.

4.Fjármálaáætlun ríkisins 2020-2024

1905242

Umsögn Sambandsins um tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun 2020-2024, 750 mál.
Bæjarráð tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun 2020-2024 og felur bæjarstjóra að koma þeirri afstöðu bæjarráðs á framfæri við nefndasvið Alþingis með formlegum hætti sem öðrum þeim atriðum sem varða Akraneskaupstað sérstaklega.

Umsögn Akraneskaupstaðar verður birt á heimasíðu kaupstaðarins.

5.Skagapassinn

1905257

Tillaga bæjarstjóra um gerð Skagapassa sem veitir íbúum og gestum Akraness aðgang í sund, vitann og fleiri staði gegn framvísun passa.
Bæjarráð samþykkir að fela Sædísi Alexíu Sigurmundsdóttur verkefnastjóra og Ellu Maríu Gunnarsdóttur forstöðumanni menningar- og safnamála að móta tillögur um útgáfu af Skagapassanum og leggja fyrir bæjarráð eigi síðar en 13. júní næstkomandi.

6.Umhverfisstefna Akraneskaupstaðar

1811112

Íbúafundur um umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar verður haldinn 23. maí í Frístundamiðstöðinni við Garðavöll.
Bæjarráð hvetur alla bæjarbúa til að mæta á fundinn og leggja þessu mikilvæga máli lið.

7.Verklagsreglur um gerð viðauka

1904197

Verklagsreglur um gerð viðauka eru lagðar fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir verklegsreglur um gerð viðauka og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.

8.Þroskahjálp Húsbyggingasjóður - samningur um uppbyggingu

1809206

Samningur milli Akraneskaupstaðar og Þroskahjálp lagður fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning Akraneskaupstaðar og Þroskahjálpar um stofnframlag Akraneskaupstaðar vegna fyrirhugaðar uppbyggingar Þroskahjálpar á fimm íbúðum við Beykiskóga 17. Jafnframt samþykkir bæjarráð fyrirliggjandi yfirlýsingu um kvöð sem þinglýsa þarf á lóðina/íbúðirnar og er í samræmi við lög nr. 52/2016 um almennar íbúðir og reglugerð nr. 555/2016 um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðissjálfseignarstofnanir og almennar íbúðir.

Bæjarráð vísar samningnum til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.

9.Fjólulundur 3 - umsókn um byggingarlóð

1905149

Umsókn Þrastar Karlssonar og Ingibjargar Önnur Elíasdóttur um byggingarlóð við Fjólulund 3.

Umsóknargjald hefur verið greitt og umsóknin því tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðarinnar að Fjólulundi 3 til umsækjanda.

10.Samgönguáætlun 2020 - 2024

1905187

Erindi Vegagerðarinnar um fimm ára samgönguáætlun ríkisins frá 2020-2024, tillögur varðandi hafnarframkvæmdir og sjóvarnir með kostnaðarþátttöku ríkissjóðs.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins en skila þarf umsókn til Vegagerðarinnar um ríkisframlög vegna fyrirhugaðra hafnarframkvæmda og sjóvarna á tímabili samgönguáætlunar fyrir 31. maí næstkomandi.

11.Akranes - Ímynd, styrkleikar og stefna

1902237

Tillaga fyrir bæjarráð um markaðsátak fyrir Akranes á sviði heilsu.

Sigríður Steinunn Jónsdóttir verkefnastjóri atvinnumála tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Sigríði Steinunni verkefnastjóra fyrir kynninguna og tillögugerðina.

Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

Bæjarráð þakkar jafnframt Sigríði Steinunni fyrir góð störf í þágu Akraneskaupstaðar og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi en hún mun láta af störfum þann 21. maí næstkomandi og taka við nýju framtíðarstarfi.

12.Samningur um rekstur Garðavallar

1905250

Samningur Akraneskaupstaðar og Golfklúbbsins Leynis var undirritaður með fyrirvara um samþykki bæjarráðs og bæjarstjórar við hátíðlega athöfn laugardaginn 11. maí 2019 við formlega opnun Frístundamiðstöðvarinnar.

Samningurinn er lagður fram til samþykktar.
Bæjarráð fagnar opnun Frístundamiðstöðvarinnar við Garðavöll og óskar Skagamönnum öllum til hamingju með mannvirkið.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi rekstrarsamning og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.

Gert var ráð fyrir útgjöldunum í fjárhagsáætlun ársins.

13.Tryggingar Akraneskaupstaðar - útboð

1811188

Útboð trygginga fyrir Akraneskaupstað var opnað þriðjudaginn 14. maí 2019.
Niðurstaða útboðsins var eftirfarandi:
1. Vátryggingafélag Íslands (VÍS) kr. 24.518.646
2. Tryggingamiðstöðin (TM) kr. 28.222.172.
3. Sjóvá kr. 29.071.431.

Kostnaðaráætlun Akraneskaupstaðar var kr. 28.369.778.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins en samkvæmt útboðsgögnum er gert ráð fyrir að endanleg ákvörðun um samþykki tilboðs verði til meðferðar á fundi bæjarráðs 31. maí næstkomandi.

14.Garðasel - leiktæki á leikskólalóð fyrir yngstu börnin

1904017

Beiðni Leikskólans Garðasels um kaup á leiktækjum fyrir yngstu börnin á útisvæði leikskólans var tekin fyrir í skipulags- og umhverfisráði þann 13. maí sl. Ráðið telur að móta þurfi heildaráætlun um þarfir yngsta hópsins í leikskólanum. Á grunni þeirra áætlunar verði gerð framkvæmdaáætlun um breytingar á leikskólalóðum til að mæta þörfum þess aldurshóps. Að öðru leyti vísar ráðið málinu til bæjarráðs.

Sigurður Páll Harðarson situr áfram fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð tekur undir mikilvægi þess að unnin verði heildaráætlun um breytingar á leikskólalóðum Akraneskaupstaðar með tilliti til þarfa yngsta barnahópsins til samræmis við þær ákvarðanir sem teknar hafa verið á undanförnum árum um inntöku á leikskólum Akraneskaupstaðar.

Ákvörðun um frekari tækjakaup tengist augljóslega ákvörðun um framtíðaruppbyggingu leikskóla á Akranesi og eðlilegt að erindi Garðasels um búnað verði skoðað í því samhengi.

Erindinu er því synjað að svo stöddu.

Þarfagreiningu á leikskólalóðum vegna yngsta aldurshópsins er vísað til skóla- og frístundaráðs og skipulags- og umhverfisráðs.

Sigurður Páll Harðarson víkur af fundi.

15.Keilufélag Akraness - fyrirspurn um framkvæmdir

1905069

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að keilubrautir verði endurnýjaðar. Áætlaður kostnaður er kr. 25. milljónir.

Sigurður Páll Harðarson situr áfram fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð óskar eftir nákvæmari kostnaðaráætlun vegna hugmyndarinnar sem liggur fyrir um endurnýjun á vélbúnaði fyrir þrjár keilubrautir.

Bæjarfulltrúinn RÓ telur skynsamlegt að vísa beiðni Keilufélagsins til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2020. Einnig er mikilvægt að taka upp frekari samtal við Íþróttabandalag Akraness um forgangsröðun fjármuna þegar kemur að uppbyggingu íþróttamannvirkja og aðbúnað aðildafélaga innan bandalagsins í kjölfar beiðna sem þessarar.

Afgreiðslu málsins frestað.

16.Reiðskemma á Æðarodda - uppbygging

1711115

Fyrirspurn um stækkun fyrirhugaðrar reiðskemmu við Æðarodda var tekin fyrir í skipulags- og umhverfisráði þann 13. maí sl. Ráðið gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við stækkun hússins. Stækkunin verði hins vegar bundin því skilyrði að hámarksframlag Akraneskaupstaðar sbr. yfirlýsingu undirritaða 1. maí 2018 breytist ekki og að hestamannafélagið Dreyri taki á sig þá kostnaðaraukningu sem verður vegna stækkunarinnar. Að öðru leiti er málinu vísað til bæjarráðs.

Sigurður Páll Harðarson situr áfram fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fyrirhugaða stækkun hússins með því skilyrði að gerður verði viðauki við samning Akraneskaupstaðar og Dreyra frá 1. maí 2018 um uppbygginguna þar sem áætlaður viðbótarkostnaður vegna stækkunarinnar verði skýrlega tilgreindur og áætlun Dreyra um hvernig félagið geti staðið undir þeirri fjárhagslegu skuldbindingu sem því fylgir.

17.Sementsreitur - uppbygging

1901196

Kynntar voru hugmyndir fasteignaþróunarfélagsins Spildu um uppbyggingu Sementsreits og hugsanlega aðkomu Spildu að því verkefni á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 13. maí síðastliðinn.

Sigurður Páll Harðarson situr áfram fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að hefja undirbúning að almennu útboði um ráðgjöf varðandi uppbyggingu á Sementsreit.

18.Suðurgata 108 - framkvæmdir

1904136

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að húsið verði sett á sölu skv. kvöðum í meðfylgjandi minnisblaði.

Sigurður Páll Harðarson situr áfram fundinn undir þessum lið.
Bæjarfulltrúarnir ELA og VJ samþykkja að unnið verði annað verðmat á húsinu. Ennfremur að unnar verði þrívíddarteikningar til að sýna mögulega ásýnd húsa við Suðurgötu.

Bæjarfulltrúinn RÓ lýsir yfir andstöðu sinni við að selja Suðurgötu 108 á almennum markaði. Í nýju deiliskipulagi á Sementsreit, sem samþykkt var í september 2017, er heimild fyrir því að rífa húsnæðið og hefur umræðan öll verið á þá leið frá því að deiliskipulagsverkefnið byrjaði. Þessi ákvörðun um að halda húsnæðinu við Suðurgötu 108 er því viðsnúningur frá fyrri hugmyndum um uppbyggingu á reitnum. Einnig setur bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins miklar spurningar við það hvernig þetta mál hefur þróast frá því að bæjarráð beindi erindi til skipulags- og umhverfisráðs um að undirbúa niðurrif hússins á fundi sínum þann 27. mars síðastliðinn.

19.Fjöliðjan - húsnæðismál

1905238

Ráðstafanir til að tryggja áframhaldandi starfsemi Fjöliðjunnar eftir eldsvoða.

Sigurður Páll Harðarson situr áfram fundinn undir þessum lið.
RÓ víkur af fundi undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að gengið verði frá leigusamningi við Trémiðjuna Akur ehf. um leigu á húsnæði til ársloka 2020 til að tryggja áframhaldandi rekstur Fjöliðjunar.

Heildarútgjöld á árinu 2019 vegna leigu og nauðsynlegra breytinga á umræddu húsnæði eru áætluð kr. 12,4 mkr. Áætlaðar tryggingabætur vegna eldsvoðans eru áætlaðar 4,5 mkr. Kostnaði vegna ráðstöfunarinnar verður mætt með lækkun áætlaðs rekstrarafgangs ársins 2019. Breytingarnar verða færðar á deild 02240 Fjöliðjan á Akranesi.

Bæjarráð samþykkir að gert verði ráð fyrir kostnaði vegna leigu á húsnæðinu í fjárhagsáætlun ársins 2020.

20.Gjaldskrá - gatnagerðargjöld

1904130

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð breytingu á gatnagerðargjöldum.

Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra frekari úrvinnslu málsins með beinni tillögugerð um breytingu á gatnagerðargjöldum Akraneskaupstaðar og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs sem verður þann 31. maí næstkomandi.

Fundi slitið - kl. 13:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00