Fara í efni  

Bæjarráð

3373. fundur 26. apríl 2019 kl. 08:15 - 11:05 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson varamaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019

1901119

792. mál um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003, með síðari breytingum (tilvísun í stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku).

791. mál um breytingu á þingsályktun nr. 26/148, um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.

782. mál um breytingu á raforkulögum og lögum um Orkustofnun.

778. mál um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða.

775. mál um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.).
Lagt fram.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að skila umsögn er varðar fyrirhugaðra stofnun þjóðgarða og friðlýstra svæða og árétti vilja bæjaryfirvalda á Akranesi sbr. ályktun bæjarstjórnar Akraness þann 26. febrúar síðastliðinn um að stofnunin verði staðsett á Akranesi.

2.Fjárhagsáætlun 2019 - viðaukar

1904196

Viðauki nr. 1 við fjárhagsáætlun 2019 lagður fram til samþykktar.

Kristjana Ólafsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 1. við fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2019 vegna tímabilsins 1. janúar 2019 til og með 31. mars 2019 og vísar viðaukanum til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.

Breytingar leiða til kr. 78.746.000 hækkunar á áætlaðri fjárfestingaráætlun A-hluta sem verður þá áætluð samtals 1.321.888.000 á árinu 2019. Breytingar leiða til kr. 6.800.000 lækkunar á handbæru fé sem verður þá áætlað samtals 414.979.000 á árinu 2019.

3.Verklagsreglur um gerð viðauka

1904197

Drög að verklagsreglum um gerð viðauka eru lagðar fram til kynningar.

Kristjana Ólafsdóttir situr áfram á fundinum undir þessum lið.
Lagt fram.

4.Prentun greiðsluseðla

1904198

Minnisblað verkefnastjóra þar sem lagt er til að hætti verði prentun greiðsluseðla fasteignagjalda.

Kristjana Ólafsdóttir situr áfram á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að aflögð verði prentun greiðsluseðla fasteignagjalda en ákvörðun felur bæði í sér sparnað sem og vistvænt spor. Bæjarráð leggur áherslu á að ákvörðunin verði vel kynnt á heimasíðu Akraneskaupstaðar sem og í staðarmiðlum og þeim íbúum sem e.a. óski áfram að eiga kost á útprentun greiðsluseðla verði leiðbeint um leiðir til þess.

5.Körfuknattleiksfélag Akraness - Umsókn um styrk (skilti við skortöflu)

1810147

Erindi Körfuknattleiksfélags Akraness um styrk gegn uppsetningu á skilti í íþróttahúsinu á Vesturgötu, sambærilegu skilti og er á Norðurálsvellinum.

Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs situr fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við uppsetningu skilta í íþróttahúsinu á Vesturgötu sem fjármögnunarleið fyrir KÍA. Bæjarráð felur bæjarstjóra og forstöðumanni íþróttamannvirkja Akraneskaupstaðar að vinna tillögu með ÍA um mögulega útfærslu hugmyndarinnar sem yrði kynnt í skóla- og frístundaráði og síðan í bæjarráði.

6.Starfshópur um framtíðarskipulag mötuneytismála

1902095

Skóla- og frístundaráð samþykkti erindisbréf fyrir starfshóp um framtíðarskipulag mötuneytismála á fundi sínum 19. mars og vísaði því til samþykktar í bæjarráði. Bæjarráð frestaði síðan afgreiðslu erindisbréfsins á fundi sínum þann 27. mars 2019 og er erindisbréfið því lagt fyrir að nýju.

Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs situr fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir erindisbréf fyrir starfshóp um framtíðarskipulag mötuneytismála.

7.Fjólulundur 1 - Umsókn um byggingarlóð

1904188

Umsókn Jónu Bjarkar Sigurjónsdóttur um lóð við Fjólulund 1. Umsóknargjald hefur verið greitt og því umsókn tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðar við Fjólulund nr. 1 til umsækjanda.

8.Vesturlandsvaktin - styrkbeiðni

1904156

Erindi Vesturlandsvaktarinnar þar sem óskað er eftir framlagi kaupstaðarins við kaup sjúkrarúma fyrir Heilbrigðisstofnun Vesturlands.
Bæjarráð fagnar framtaki Vesturlandsvaktarinnar/Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunar Vesturlands en frá árinu 2015 hafa framlög til tækjakaupa fyrir heilbrigðisþjónustuna á Vesturlandi verið samtals rúmar 65 mkr.

Bæjarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu og felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.

9.ÍATV - styrkbeiðni

1904208

Styrkbeiðni vegna endurnýjun búnaðar hjá ÍATV.
Bæjarráð samþykkir styrkbeiðni ÍATV að fjárhæð kr. 700.000 til kaupa á nýrri myndavél og upptökubúnaði. Eignarhald búnaðarins verður eðli máls samkvæmt hjá Akraneskaupstað enda verkefnið hugsað til úsendinga vegna margvíslegra verkefna sem eiga sér stað í bæjarfélaginu hvort sem það er undir hatti Akraneskaupstaðar eða í samvinnu við aðra aðila.

Fjárhæðinni skal ráðstafað af liðnum 20830-4660 og færð á lið 21400-4660.

10.Uppfærsla á vélbúnaði símkerfis

1904204

Beiðni um endurnýjun vélbúnaðar símkerfis Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð samþykkir kaup á vélbúnaði fyrir símkerfi Akraneskaupstaðar ásamt vinnu við uppsetningu búnaðarins að fjárhæð kr. 1.600.000. Útgjöldunum verður mætt af liðnum 20830-4660 en til ráðstöfunar þar er samtals kr. 10.188.000 að teknu tilliti til framangreindar ráðstöfunar. Fjárhæðin skal færast á lið 21400-4660.

Bæjarráð samþykkir jafnframt kostnað vegna leyfisgjalda símtækjanna samtals kr. 500.000. Útgjöldunum verður mætt af liðnum 20830-4995 en til ráðstöfunar þar er samtals kr. 13.807.400 að teknu tilliti til framangreindrar ráðstöfunar. Fjárhæð skal færast á lið 21400-4340.

11.Áfangastaðaáætlun DMP á Vesturlandi

1712101

Beiðni frá SSV um að sveitarfélög á Vesturlandi tilnefndi formlega áfangastaðafulltrúa fyrir sitt sveitarfélag.
Bæjarráð samþykkir að tilnefna áfangastaðafulltrúa fyrir Akraneskaupstaðar og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

12.Opinber innkaup - ný lög og námskeið 6. maí nk.

1904207

Tilkynning frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um ný lög um opinber innkaup og námskeið þann 6. maí nk.
Bæjarráð samþykkir að innkaupareglur Akraneskaupstaðar frá 18. mars 2010 falli úr gildi frá og með 31. maí næstkomandi en þá taka að fullu gildi ákvæða laga um opinber innkaup nr. 120/2016 er varða viðmiðunarreglur um útboðsskyldu sveitarfélaga.

Bæjarráð óskar eftir að skipulags- og umhverfissráð taki til skoðunar hvort rétt sé að setja sérstakar innkaupareglur fyrir Akraneskaupstað í kjölfar lagabreytinganna og e.a. vinni þá tillögu að slíkum reglum.

13.Vorþing Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins 2019

1904139

Minnisblað frá vorþingi sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins sem haldið var 2.-4. apríl síðastliðinn í Strasbourg.
Lagt fram.

14.Samvinnuhús - fjárstuðningur

1904161

Erindi þar sem óskað er eftir fjárhagsstuðning við opnun ljósmyndarsýningar um samvinnufélög á Vesturlandi.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu en óskar aðstandendum verkefnisins góðs gengis.

Fundi slitið - kl. 11:05.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00