Fara í efni  

Bæjarráð

3370. fundur 27. mars 2019 kl. 16:00 - 20:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Sorpurðun Vesturlands - aðalfundur 2019

1903307

Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands verður haldin 3. apríl næstkomandi á Hótel Hamri í Borgarnesi.
Karítas Jónsdóttir (B) og Sævar Jónsson (D) munu sækja aðalfund Sorpurðunar Vesturlands fyrir hönd Akraneskaupstaðar.

2.Viðhaldsframkvæmdir 2019

1903144

Viðhaldsframkvæmdir á Byggðasafninu í Görðum árið 2019.
Bæjarráð samþykkir aukið fjármagn til viðhalds á Byggðasafninu í Görðum að fjárhæð kr. 15.000.000. Kostnaði verður mætt innan samþykktrar fjárfestinga- og framkvæmdaáætlunar fyrir árið 2019. Bæjarráð leggur áherslu á að í þessu verkefni og framvegis, verði áætlun og eftirlit framkvæmda ávallt í höndum sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs.

3.Grundaskóli - færanleg skólastofa

1903185

Á fundi Skóla- og frístundaráðs 19. mars var lagt fram minnisblað varðandi færanlegar kennslustofur við Grundaskóla.

Skóla- og frístundaráð leggur til við bæjarráð að byggð verði ný kennslustofa við Grundaskóla fyrir upphaf skólaársins 2019, leið 3 í minnisblaði, og elsta kennslustofan verði tekin úr umferð en haldið í salernin og aðstöðu fyrir ræstingu og sá hluti húsnæðisins verði lagfærður.
Bæjarráð samþykkir breytingu á fjárfestingu- og framkvæmdaáætlun vegna byggingar á nýrri kennslustofu við Grundaskóla.

Breytingin felur í sér hækkun á eignfærðum framkvæmdum að fjárhæð kr. 30.000.000 sem verður mætt með lækkun á handbæru fé. Bæjarráð felur fjármálasviði að útbúa viðauka vegna þessa.

Bæjarráð vísar ákvörðuninni til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.

4.Beiðni frá Tónlistarskóla Akraness- tækjakaup

1903254

Beiðni frá Tónlistarskóla Akraness um tækjakaup fyrir skólann.
Bæjarráð samþykkir umsókn Tónlistarskóla Akraness.

Fjárhæðinni, samtals kr. 1.530.000 verður ráðstafað af 20830-4660, viðhald áhalda.

5.Starfshópur um framtíðarskipulag mötuneytismála

1902095

Skóla- og frístundaráð fjallaði um erindisbréf fyrir starfshóp um framtíðarskipulag mötuneytismála á fundi sínum 19. mars. Skóla- og frístundaráð samþykkir erindisbréf og vísar því til samþykktar í bæjarráði.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

6.Breiðin útivistarsvæði - styrkur

1903126

Niðurstaða framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um styrkumsókn Akraneskaupstaðar fyrir árið 2019.
Bæjarráð fagnar styrkveitingu úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til uppbyggingar á Breiðinni og sendir þakklæti til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra.

Styrkurinn er að fjárhæð 35 m.kr. og er gert ráð fyrir mótframlagi Akraneskaupstaðar til verksins í fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2019.

7.Áskorun ungmennaráðs Akraness um umhverfis- og loftslagsmálefni

1903314

Áskorun ungmennaráðs Akraness til bæjarstjórnar til forystu um umhverfis- og loftlagsmálefni
Bæjarráð þakkar fyrir erindið og fagnar áskoruninni sem í því felst. Bæjarráð hvetur jafnframt ungmennaráð Akraness til að vinna áfram að vitundarvakningu ungs fólks um loftlagsmál. Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunnar í skipulags- og umhverfisráði.

8.Herrakvöld KFÍA - Umsögn

1903316

Erindi Sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um tækifærisleyfi og tímabundið áfengisleyfi vegna herrakvölds KFÍA í Frístundamiðstöðinni við Garðavöll þann 24. apríl 2019 frá kl. 18.30 til kl. 02.00 þann 25. apríl 2019.
Afgreiðsla bæjarstjóra samkvæmt 75. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar lögð fram til kynningar.

Elsa Lára Arnardóttir víkur af fundi kl. 18:45 og Ragnar B. Sæmundsson tekur sæti á fundinum.

9.Konukvöld ÍA 2019 - umsögn

1903182

Erindi Sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um tækifærisleyfi og tímabundið áfengisleyfi vegna konukvöld ÍA í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum 5. apríl 2019 frá kl. 18.30 til kl. 02.00 þann 6. apríl 2019.
Afgreiðsla bæjarstjóra samkvæmt 75. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar lögð fram til kynningar.

10.Spurningasvörun fyrir vefsíðu sveitarfélags - rannsókn og frumgerð

1903196

Verkefni Grammatek ehf. í samstarfi við Akraneskaupstað um þróun sjálfvirks svarbox fyrir vefsíðu Akraneskaupstaðar.
Lagt fram.

11.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019

1901119

639. mál til umsagnar, frumvarp til laga um uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta.

647. mál til umsagnar, frumvarp til laga um fiskeldi (áhættumat erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða o.fl.)

710. mál til umsagnar, frumvarp til laga um töku gjalds v/ fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð.

711. mál til umsagnar, frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana-og fíkniefni (neyslurími).
Lagt fram.

12.Kútter Sigurfari - staða mála

1903002

Bréf til Minjastofnunnar með ósk um leyfi til förgunar á kútter Sigurfara.
Með þeim rannsóknum sem framkvæmdar voru telur Akraneskaupstaður sig hafa sinnt rannsóknum á kútter Sigurfara með fullnægjandi hætti en m.a. var haldið alþjóðlegt málþing og ítarleg rannsókn framkvæmd. Skrásetning var á heimildum um kútterinn, söfnun heimilda í munnlegri geymd, söfnun ljósmynda, skrásetning á byggingarlagi kúttersins og skrásetning á heildarmynd skipsins.

Samkvæmt ofangreindu samþykkir bæjarráð fyrirliggjandi bréf til Minjastofnunar þar sem óskað er heimildar til förgunar á kútter Sigurfara.

13.Sementsreitur - uppbygging

1901196

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að samið verði við Work North ehf. um að fjarlægja veggi umhverfis sandþró samhliða öðru niðurrifi við sementsreit. Um yrði að ræða viðbótarverk við niðurrif á Sementsreit kr. 40.646.000.
Bæjarráð samþykkir breytingu á fjárfestingu- og framkvæmdaáætlun vegna niðurrifs veggja umhverfis sandþró á Sementsreit. Bæjarráð beinir því til skipulags- og umhverfisráðs að undirbúa jafnframt niðurrif á Suðurgötu 108.

Breytingin felur í sér hækkun á eignfærðum framkvæmdum að fjárhæð kr. 40.646.000 sem verður mætt með lækkun á handbæru fé. Bæjarráð felur fjármálasviði að útbúa viðauka vegna þessa.

Bæjarráð vísar ákvörðuninni til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.

14.Faxabraut 3 - leiga / sala á húsnæði

1902178

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að eignarými kaupstaðarins að Faxabraut 3 verði sett á söluskrá.
Bæjarráð samþykkir að setja eignarými kaupstaðarins að Faxabraut 3 í söluferli samkvæmt reglum Akraneskaupstaðar um sölu eigna í eigu Akraneskaupstaðar og stofnana hans. Bæjarstjóra er falið að fylgja málinu eftir.

15.Höfði - dagdvöl

1811203

Erindi Heilbrigðisráðuneytisins um fjölgun dagdvalarýma á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili.
Bæjarráð fagnar þessari niðurstöðu ráðherra um að fjölga dagdvalarrýmum á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða um fimm talsins.

16.Laun bæjarfulltrúa - uppfært

1806121

Endurskoðun reglna um laun hjá Akraneskaupstað til bæjarfulltrúa fyrir setu í ráðum, nefndum og starfshópum.

Um er að ræða orðalagsbreytingar í reglunum og breytingar á fjárhæðum í samræmi við breytingar á launavísitölu, sbr. 2. mgr. 1. gr. reglnanna.
Bæjarráð samþykkir breytingar á reglum um laun hjá Akraneskaupstað til bæjarfulltrúa fyrir setu í ráðum, nefndum og starfshópum. Breytingin felur ekki í sér aukin fjárútlát miðað við samþykkta fjárhagsáætlun 2019.

Reglunum er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.

17.Framlag ríkisins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

1903281

Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga um áform fjármálaráðherra og ríkisstjórnarinnar að skerða tekjur Jöfnunarsjóðs.
Bæjarráð Akraness lýsir yfir áhyggjum vegna áforma um skerðingu á framlögum ríkisins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fyrir árin 2020-2024 um 3,3 ma.kr. á næstu tveimur árum. Bæjarráð hvetur ríki og Samband íslenskra sveitarfélaga til þess að eiga í faglegu samtali og samstarfi um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga.

18.Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga - Fjárhagsáætlun 2019

1903318

Tillaga að svari til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga vegna athugasemda við fjárhagsáætlun 2019.

Þorgeir H. Jónsson fjármálastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu fjármálastjóra að svari til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga.

19.Bjarg íbúðafélag umsókn um stofnframlag okt 2017

1711001

Yfirlýsing Akraneskaupstaðar um heimild til veðsetningar vegna lóða við Asparskóga 12, 14 og 16.

Bæjarstjórn Akraness vísaði málinu til umfjöllunar í bæjarráði.

Jóhann Þórðarson endurskoðandi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir heimild til veðsetningar á tryggingarbréfi Landsbanka Íslands hf. að fjárhæð 655 m.kr. á fyrsta veðrétt á lóðunum/eignunum að Asparskógum nr. 12, 14 og 16.

Málinu er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.

Rakel Óskarsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.

Fundi slitið - kl. 20:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00