Fara í efni  

Bæjarráð

3368. fundur 28. febrúar 2019 kl. 08:15 - 14:15 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Reiðskemma - v/lands í eigu Þorgeirs og Helga/Smellinn/BM Vallá

1806246

Drög að kaupsamningi og afsal vegna Æðarodda/Miðvogur lagður fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir kaup á landinu Æðaroddi/Miðvogur, fastaeignanúmer F2333213, landeignanúmer L172763, stærð 17.516,4 fermetrar og landinu Æðaroddi/Grjótnám, fasteignanúmer F2333214, landeignanúmer L192915, stærð 11.277,3 fermetrar.

Heildarkaupverð landsins alls er 8,0 milljónir króna og kostnaður við þinglýsingar og gerð löggerninga áætlaður um kr. 100.000.

Bæjarráð samþykkir breytingar á fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun ársins 2019 samkvæmt framangreindu og vísar afgreiðslunni til gerðar viðauka og endanlegrar staðfestingar í bæjarstjórn.

Heildarkostnaði, samtals að fjárhæð um 8,1 mkr., verður mætt með samsvarandi lækkun á áætluðum rekstrarafgangi samstæðu Akraneskaupstaðar, sem samkvæmt fjárhagsáætlun er áætlaður alls um 424 milljónir króna.

2.Umhverfisvaktin - ályktanir aðalfundar

1902135

Ályktun frá aðalfundi Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð frá 9. febrúar síðastliðinn.
Lagt fram.

3.Bjarg íbúðafélag umsókn um stofnframlag okt 2017

1711001

Samningur Akraneskaupstaðar og Bjargs íbúðafélags um stofnframlag og uppbyggingu íbúða á Asparskógum 12, 14 og 16.
Bæjarráð samþykkir samning Akraneskaupstaðar og Bjargs íbúðafélags hses. varðandi úthlutun stofnframlags sem og þær kvaðir sem nauðsynlegar eru samkvæmt lögum um almennar íbúður og reglugerð nr. 555/2016 og vísar málinu til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.

4.Þroskahjálp Húsbyggingasjóður - samningur um uppbyggingu

1809206

Ákvörun um úthlutun stofnframlags Akraneskaupstaðar til Landssamtaka Þroskahjálpar.
Bæjarráð fagnar úthlutun stofnframlags Íbúðarlánasjóðs til verkefnisins sem var forsenda þess að uppbygging gæti átt sér stað.

Bæjarráð samþykkir úthlutun stofnframlags til Landssamtaka Þroskahjálpar vegna uppbygginar húsnæðis að Beykiskógum 17 með fyrirvara um samþykkt bæjarstjórnar Akraness.

Úthlutun bæjarráðs er eftirfarandi:

a.
Samþykkt stofnframlag reiknast sem hlutfall af stofnvirði sem samkvæmt samþykkti umsókn er kr. 139.762.578 og er því samtals 22.350.104,- og greinist svo:
- 12% stofnframlag af stofnviðri, samtals að fjárhæð kr. 16.762.578.
- 4% viðbótarstofnframlag af stofnvirði, samtals að fjárhæð kr. 5.587.526.

b.
Stofnframlag Akraneskaupstaðar (12%) að fjárhæð kr. 16.762.578,- skal endurgreitt þegar þau lán sem tekin verða til að standa undir fjármögnun íbúðanna hafa verið greidd upp.

c.
Viðbótarstofnframlag Akraneskaupstaðar (4%) að fjárhæð kr. 5.587.526 ,- skal endurgreitt þegar þau lán sem tekin verða til að standa undir fjármögnun íbúðanna hafa verið greidd upp. Ákvörðunin byggir einkum á skorti á uppbyggingu hentugs húsnæðis fyrir þennan hóp þjónustuþega á Akranesi sbr. 18. gr. reglugerðar nr. 555/2016.

d.
Þinglýsa skal á viðkomandi fasteign kvöð um veðsetningarbann og takmarkanir á heimildum til afnota sbr. ákvæði laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir og reglugerð nr. 555/2016.

e.

Landssamtökin Þroskahjálp skal undirrita samning við Akraneskaupstað þar sem kveðið er á um helstu réttindi og skyldur aðila í tengslum við veitingu stofnframlagsins.

Bæjarráð vísar ákvörðuninni til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.

Gert hefur verið ráð fyrir útjöldunum í fjárhagsáætlun ársins.

5.Heilsueflandi samfélag

1802269

Umræður um verkefnið Heilsueflandi samfélag.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Bæjarfulltrúi RÓ leggur fram eftirfarandi bókun:
RÓ þakkar bæjarstjóra fyrir að taka málefni um heilsueflandi samfélag á Akranesi aftur inn á dagskrá bæjarráðs. Sjálfstæðisflokkurinn hóf þessa vegferð undir lok síðasta kjörtímabils og setti sér það markmið að hafa heilsueflingu að leiðarljósi við stefnumörkun og ákvarðanatöku Akraneskaupstaðar.

6.Curron - samningur um þjónustukerfið CaronONE

1901339

Á 98. fundi velferðar- og mannréttindaráðs þann 6. febrúar 2019 var fjallað um drög að samning og vinnslusamning við Curron ehf. um þjónustukerfið CareONE.

Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir samning við Curron efh. um þjónustukerfið CareONE ásamt vinnslusamning. Ráðið vísar samningunum til samþykktar í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir samningi við Curron ehf. um þjónustukerfið CareONE sem ætlað er til notkunar í heimaþjónustu Akraneskaupstaðar. Bæjarráð felur bæjarstjóra afgreiðslu málsins með undirritun samningsins.

7.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning 2019

1901356

Á 98. fundi velferðar- og mannréttindaráðs þann 6. febrúar 2019 var fjallað um breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning. Lögð er til breyting á 4. lið í 3. grein.

Velferðar- og mannréttindaráð samþykkti tillögu um breytingu og vísar þeim til bæjarráðs og bæjarstjórnar til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir reglur um sérstakan húsnæðisstuðning og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness en gert er ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif vegna breytinganna verði takmarkaðar og mætt innan fjárhagsramma velferðar- og mannréttindasviðs.

8.Höfði - sviðsmyndagreining rekstrarforma

1811202

Sviðsmyndagreining fyrir Hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfða.

Þorgeir Jónsson fjármálastjóri situr áfram undir þessum lið og Jóhann Þórðarson endurskoðandi tekur sæti á fundinum einnig undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Jóhanni endurskoðanda fyrir vandaða vinnu og honum og Þorgeiri Hafsteini Jónssyni fyrir komuna.

9.Mánaðar- og árshlutauppgjör 2018

1806169

Níu mánaða uppgjör lagt fram.

Þorgeir Hafsteinn Jónsson fjármálastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Lagt fram.

10.Starfsemi bókasafnsins

1902235

Starfsemi bókasafnsins.

Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála og Halldóra Jónsdóttir bæjarbókavörður taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Halldóru og Ellu Maríu fyrir greinargóða yfirferð á starfsemi Bókasafns Akraness.

Bæjarráð telur ákvörðun um starfsemi bókasafnsins tengjast hugmyndum um stefnumörkun sbr. dagskrárlið nr. 2 og bæjarstjóra og forstöðumanni menninga- og safnanefndar falin frekari úrvinnsla málsins.

11.Klifurfélag ÍA - uppbygging á fjölnota aðstöðu

1801089

Drög að rekstrarsamning milli Akraneskaupstaðar um Klifurfélagsins vegna húsnæðismála félagsins.
Bæjarráð samþykkir rekstrarsamninginn.

Fjárútgjöldum vegna þessa, samtals að fjárhæð kr. 1.200.600, verður mætt af liðnum 20830-4995.

12.Breyting á opnunartíma bæjarskrifstofu

1811107

Tillaga verkefnastjóra um breyttan opnunartíma í þjónustuveri Akraneskaupstaðar.

Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu með þeirri breytingu að verkefnið standi í eitt ár en verði svo endurmetið að þeim tíma liðnum.

13.Kynning á starfsemi Computer Vision ehf.

1902238

Kynning frá Computer Vision ehf. um sjálfvirkar gjaldfærslur miðlægs rekstrar.

Ársæll Baldursson framkvæmdastjóri Computer Vision tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Sigríður Jónsdóttir verkefnastjóri atvinnumála situr áfram á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Ársæli fyrir komuna á fundinn, fyrir áhugaverða kynningu og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

14.Akranes - Ímynd, styrkleikar og stefna

1902237

Kynning um ímynd, styrkleika og stefnu fyrir Akranes.

Sigríður Jónsdóttir verkefnastjóri atvinnumála situr áfram undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Sigríði fyrir kynninguna og fyrirhugað er kynning fyrir alla bæjarfulltrúa mánudaginn 11. mars kl. 18:00.

15.Málþing - "Lifandi samfélag - öflugt atvinnulíf"

1811082

Kynning fyrir bæjarráði um málþingið "Að sækja vatnið yfir lækinn"

Sigríður Jónsdóttir verkefnastjóri atvinnumála tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Sigríði fyrir greinargóða yfirferð um áhugavert málþing sem haldið verður þann 23. mars næstkomandi í Tónbergi á Akranesi.

Bæjarráð leggur áherslu á að dagskrá málþingsins verði birt eigi síðar en 6. mars næstkomandi og hvetur um leið áhugasama um að skrá sig á málþingið í gegnum heimasíðu Akraneskaupstaðar.

16.Bíóhöllin - samningur 2019

1902094

Tillaga um framlengingu samnings við Vini hallarinnar um rekstur Bíóhallarinnar.

Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála situr áfram á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlengingu á samningi um rekstur Bíóhallarinnar á Akranesi í sex mánuði eða til og með júní 2019.

Samhliða er því beint til menningar- og safnanefndar að skilgreina hlutverk og markmið með starfsemi í Bíóhöllinni m.t.t. stefnumótunar í menningarmálum á Akranesi.

Bæjarfulltrúi RÓ leggur fram eftirfarandi bókun:
RÓ telur mikilvægt að samningurinn verði tekinn til endurskoðunar innan ársins 2019 með samkeppnissjónarmið að leiðarljósi.

17.Bókasafn framtíðarinnar

1901099

Verkefnið Bókasafn framtíðarinnar er eitt þeirra verkefna sem stuðlar að framgangi nýrrar menningarstefnu kaupstaðarins. Verkefnið miðar að því að að skilgreina framtíðar bókasafnið, hlutverk þess í samfélaginu, að starfsemi byggi á þörfum íbúa og sé í samráði við þá, að auka/bæta samstarf við aðrar stofnanir og að aðlaga hlutverk starfsmanna og hæfni til samræmis við breyttar kröfur. Menningar- og safnanefnd óskar eftir fjárheimild til kaupa á aðkeyptri þjónustu við framkvæmd verkefnisins.

Ella María Gunnarsdóttir situr áfram á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Ellu Maríu fyrir yfirferð á verkefninu Bókasafn framtíðar.

Bæjarráð samþykkir fjárveitingu til verkefnisins að fjárhæð kr. 1.430.000 með fyrirvara um úthlutun frá Uppbyggingarsjóð Vesturlands en umsókn liggur þar fyrir. Fáist sú úthlutun mun fjárhæð Akraneskaupstaðar lækka sem því nemur.

Kostnaðinum, samtals að hámarki kr. 1.430.000, verður ráðstafað af liðnum 20830-4995.

Fundi slitið - kl. 14:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00