Fara í efni  

Bæjarráð

3360. fundur 29. nóvember 2018 kl. 08:15 - 15:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir 2018 - menningar- og safnanefnd

1801014

61. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 17. september 2018.
62. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 8. október 2018.
63. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 29. október 2018.
64. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 19. nóvember 2018.
Lagt fram.

2.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2018

1801190

40. mál til umsagnar - frumvarp til laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og málefnum aldraðra (búseturéttur aldraðra, öryggisíbúðir).

45. mál til umsagnar - frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (brottfall kröfu um ríkisborgararétt).
Lagt fram.

3.Starfshópur um uppbyggingu á Dalbraut 4 - þjónustumiðstöð

1806229

Beiðni starfshóps um frest á að skila inn tillögu um þjónustumiðstöð að Dalbraut 4.
Bæjarráð samþykkir að lokaskil á tillögum um þjónustumiðstöð að Dalbraut 4 verði í febrúar 2019.

4.Starfshópur um framtíðaruppbyggingu á Jaðarsbökkum

1703194

Beiðni starfshóps um frest á að skila inn tillögu um framtíðaruppbyggingu a Jaðarsbökkum.
Bæjarráð samþykkir að lokaskil á tillögum um framtíðaruppbyggingu á Jaðarsbökkum verði í febrúar 2019.

5.Tryggingar Akraneskaupstaðar - útboð

1811188

Tillaga sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs um ganga til samtarf við fyrirtæki Consello um aðstoð vegna útboðs trygginga hjá Akraneskaupstað.

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri víkur af fundi undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir erindið.

Gert er ráð fyrir kostnaðinum á lið 21020-4390 á árinu 2019 (fjárheimild allt að 1,3 mkr.).

6.Gjaldskrá sorphirðu á Akranesi 2019

1811187

Gjaldskrá sorphirðu á Akranesi vegna ársins 2019.

Umsagnarbeiðni til heilbrigðisnefndar Vesturlands lögð fram til kynningar en lögskylt er að leita umsagnar nefndarinnar. Gert er ráð fyrir að heilbrigðisnefndin haldi fund 10. desember næstkomandi.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi umsögn.

7.Gjaldskrá vegna hunda- og kattahalds á Akranesi 2019

1811193

Gjaldskrá vegna hunda- og kattahalds á Akranesi fyrir árið 2019.

Umsagnarbeiðni til heilbrigðisnefndar Vesturlands lögð fram til kynningar en lögskylt er að leita umsagnar nefndarinnar. Gert er ráð fyrir að heilbrigðisnefndin haldi fund 10. desember næstkomandi.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi umsögn.

8.Faxaflóahafnir - fulltrúar frá Borgarbyggð og Skorradalshreppi

1811133

Erindi stjórnar Faxaflóahafna til eigenda um erindi Borgarbyggðar er varðar kjör í stjórn félagsins.
Lagt fram.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins í samræmi við umræður á fundinum en eigendafundur fer fram föstudaginn 30. nóvember næstkomandi.

9.Persónuupplýsingar / persónuvernd á heimasíðu - gagnaleki

1805017

Staða mála hvað varðar gagnaleka í gegnum opna bókhald bæjarins síðastliðið vor og samskipti við Persónuvernd vegna málsins.
Bæjarráð þakkar bæjarstjóra greinargóða yfirferð um stöðu málsins gagnvart Persónuvernd.

10.Starfsáætlun Akraneskaupstaðar 2019

1811201

Tillaga um gerð og skil á starfsáætlun Akraneskaupstaðar 2019
Bæjarráð samþykkir að unnar verði starfsáætlanir sviða Akraneskaupstaðar að lokinni fjárhagsáætlunargerð vegna ársins 2019. Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins en gert er ráð fyrir að starfsáætlanirnar liggi fyrir í endanlegri mynd í febrúar næstkomandi og hafi þá fengið umfjöllun í viðkomandi fagráðum.

RÓ fagnar ákvörðuninni sbr. bókun fulltrúa sjálfstæðisflokksins á fundi bæjarstjórnar þann 27. nóvember síðastliðinn.

11.Höfði - sviðsmyndagreining

1811202

Sviðsmyndagreining fyrir Hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfða.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að láta vinna sviðsmyndagreiningu um mismunandi rekstrarform hjúkrunar- og dvalaheimilisins Höfða. Gert er ráð fyrir að slík greining geti legið fyrir í lok janúar næstkomandi.

12.Uppsagnir hjá Norðurál

1811205

Uppsagnir hjá Norðurál.
Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum vegna uppsagna hjá Norðurál sem áttu sér stað þann 28. nóvember síðastliðinn.

Bæjarstjóri hefur þegar sett sig í samband við forstjóra Norðuráls og fyrirhugað er að hann komi á næsta reglulega fund bæjaráðs í desember.

13.Fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2020-2022

1806199

Áframhaldandi vinna við fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar árið 2019 milli umræðna í bæjarstjórn Akraness.

Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasvið, Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs og Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menninga- og safnamála sitja fundinn undir þessum lið þegar þeirra ábyrgðarsvið og málaflokkar eru til umfjöllunar.

Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs er forfallaður vegna veikinda.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins en fjárhagsáætlunin verður til afgreiðslu í bæjarráði á aukafundi þann 6. desember næstkomandi.

14.OR - eigendanefnd 2018

1811212

Reglubundinn eigendafundur Orkuveitu Reykjavíkur verður haldinn haldinn 30. nóvember 2018 að Bæjarhálsi 1, 110 Reykjaví, kl. 11:00.
Bæjarráð samþykkir að Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri sæki fundinn fyrir hönd Akraneskaupstaðar.

Fundi slitið - kl. 15:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00