Fara í efni  

Bæjarráð

3356. fundur 25. október 2018 kl. 08:15 - 15:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Körfuknattleiksfélag Akraness - Umsókn um styrk

1810147

Erindi Körfuknattleiksfélags Akraness um styrk gegn uppsetningu á skilti í íþrótthúsinu á Vesturgötu, sambærilegu skilti og er á Norðurálsvellinum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

2.Borgar Sig AK 066 - forkaupsréttur

1810245

Beiðni Útgerðarfélagsins Upphaf ehf. um yfirlýsingu um afsal á forkaupsrétti Borgar Sig AK 066.
Bæjarráð fellur frá forkaupsrétti sveitarfélagsins sbr. 3. mgr. 12. gr. laga um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 en núverandi lagaumhverfi tryggir sveitarfélögum einungis forkaupsrétt að fiskiskipum en ekki að þeim aflaheimildum sem kunna að fylgja viðkomandi fiskiskipi.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

3.Guðlaug - heit laug

1612106

Rekstaráætlun vegna Guðlaugar við Langasand.
Bæjarráð samþykkir fjárveitingu til rekstur Guðlaugar 2019 ásamt tillögu að opnunartíma. Málinu er vísað til umsagnar hjá skóla- og frístundaráði.

4.Uppsagnir á starfsstöð sýslumannsins á Akranesi

1802395

Auglýsing um starf lögfræðings hjá Sýslumannsembættinu á Vesturlandi sem starfsetur í Stykkishólmi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsingar hjá ráðherra og sýslumanninum á Vesturlandi um áform varðandi styrkingu starfsstöðvar sýslumannsins á Akranesi.

Bæjarráð áréttar fyrri afstöðu bæjaryfirvalda og mótmælir harðlega núverandi fyrirkomulagi þjónustunnar á Akranesi sem er allsendis ófullnægjandi og ekki í samræmi við gefin fyrirheit stjórnvalda við breytingar á sýslumanns- og lögregluembættum.

5.Aflið - Umsókn um styrk

1810151

Styrkbeiðni vegna reksturs Aflsins 2019.
Bæjarráð getur ekki orðið við styrkbeiðninni að þessu sinni.

6.Ágóðahlutagreiðsla EBÍ árið 2018

1810214

Tilkynning um ágóðahlutagreiðslu fyrir árið 2018 frá Eingarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands.
Ágóðahlutagreiðsla til Akraneskaupstaðar fyrir árið 2018 er að fjárhæð kr. 1.732.500 (3,465% af 50 mkr.).

Lagt fram.

7.Mæðrastyrksnefnd - Umsókn um styrk vegna jólaúthlutunar 2018

1810154

Mæðrastyrksnefnd - umsókn um styrk vegna jólaúthlutunar 2018
Bæjarráð samþykkir styrk til Mæðrastyrksnefndar að fjárhæð kr. 300.000 vegna jólaúthlutuna 2018 en gert hefur verið ráð fyrir útgjöldunum í fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar.

8.Svarti Pétur ( áður Vitakaffi ehf. ) - umsögn v. rekstrarleyfis

1807016

Svarti Pétur - umsögn vegna rekstrarleyfis
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis til rekstraraðilans að uppfylltum framkomnum athugasemdum byggingarfulltrúa og Slökkviliðs Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar.

Bæjarráð leggur áherslu á að rekstraraðili reyni eftir fremsta megni að lágmarka ónæði fyrir íbúa í næsta nágrenni vegna starfseminnar.

9.Málefni Bíóhallarinnar

1810223

Endurnýjun sýningarvélar í Bíóhöllinni á Akranesi.
Bæjarráð samþykkir útgjöld að fjárhæð kr. 8,1 mkr. vegna kaupa á nýjum sýningarbúnaði í Bíóhöllina en vegna bilunar í eldri búnaði hefur starfsemin verið takmörkuð og engar kvikmyndasýningar verið frá því í sumar.

Bæjarráð samþykkir breytingu á fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun ársins 2018 sem nemur þessum útgjöldum og vísar ákvörðuninni til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar staðfestingar.

10.Stytting vinnuvikunnar

1803083

Tillaga starfshóps um framkvæmd að verkefninu um styttingu vinnuvikunnar hjá Akraneskaupstað.
Bæjarráð samþykkir tillögur starfshópsins og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.
Gert verður ráð fyrir útgjöldum, samtals að fjárhæð kr. 12,5 mkr. vegna verkefnisins í fjárhagsáætlun 2019.

Bókun bæjarfulltrúa ÓA:
ÓA styður tilraunaverkefnið en minnir á að í upprunalegu erindisbréfi var ekki gert ráð fyrir að verkefnið hefði í för með sér aukin útgjöld fyrir Akraneskaupstað.

11.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2018

1801190

172. mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis - tillaga til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019-2023

173. mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis - tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033

27. mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis - tillaga til þingályktunar um dag nýrra kjósenda
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna umsögn og senda til nefndasviðs Alþingis varðandi samgönguáætlun.

Lagt fram.

12.Búnaðar- og áhaldakaup 2018 - tækjakaupasjóður

1801138

Beiðni um fjárveitingu úr tækjakaupasjóði Akraneskaupstaðar frá annars vegar Grundaskóla og hins vegar Leikskólanum Vallarseli.
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi úthlutun úr tækjakaupasjóði:
1. Grundaskóli, fjárhæð kr. 738.000, vegna kaupa á gólfþvottavél.
2. Vallarsel, fjárhæð kr. 1.730.000, vegna kaupa á búnaði.

Kostnaði vegna ráðstöfunarinnar verður mætt af liðum 20830-4660 (kr. 738.000) og 20830-4990 (kr. 1.730.000).

13.Þjónustukönnun sveitarfélaga 2018 - Gallup

1810222

Erindi Gallup um árlega þjónustukönnun stærstu sveitarfélaga landsins.
Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri á stjórnsýslu- og fjármálasviði situr fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkkir þátttöku í þjónustukönnun Gallup líkt og undanfarin ár. Kostnaðinum, samtals að fjárhæð 1,0 mkr verður ráðstafað af liðnum 20830-4990.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu erindisins í samræmi við umræður á fundinum.

14.Fagrilundur 7 - umsókn um byggingarlóð

1809192

Umsókn Ingimars Ólafssonar um byggingarlóð við Fagralund 7. Umsóknargjald hefur verið greitt og því umsókn tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar til umsækjanda.

15.Asparskógar 18 - umsókn um byggingarlóð

1810137

Umsókn Ferrum fasteigna ehf. um byggingarlóð við Asparskóga 18. Umsóknargjald hefur verið greitt og því umsókn tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar til umsækjanda.

16.Þroskahjálp Húsbyggingasjóður - samningur um uppbyggingu

1809206

Drög að samkomulagi við Landssamtökin Þroskahjálp vegna úthlutunar á lóð að Beykiskógum 17, Akranesi. Samkomulagið felur í sér að Húsbyggingasjóður Landssamtakanna Þroskahjálpar (Húsbyggingasjóður) mun sækja um og Akraneskaupstaður úthluta sjóðnum lóð að Beykiskógum 17 í því skyni að reisa þar leiguíbúðir ætlaðar fötluðu fólki, ásamt viðbótarrými vegna fötlunar íbúa. Velferðar- og mannréttindaráð hefur tekið málið til umfjöllunar á fundum sínum og vísar drögum að samkomulagi til bæjarráðs.

Afgreiðslu málsins var frestað á fundi bæjarráðs þann 10. október síðastliðinn og málið því lagt fyrir að nýju.
Bæjarráð samþykkir samkomulagið efnislega og felur bæjarstjóra úrvinnslu málsins í samræmi við umræður á fundinum.

Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðarinnar að Beykiskógum 17 til Þroskahjálpar og að veita Þroskahjálp stofnframlag (12% 4%, samtals 16% af byggingarkostnaði) samkvæmt ákvæðum laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir vegna byggingu íbúða ætlaðar fötluðu fólki ásamt viðbótarrými vegna fötlunar íbúa.

Gert er ráð fyrir að Þroskahjálp sæki um stofnframlög frá Akraneskaupstað og ríkinu nú í lok október með umsókn til Íbúðarlánasjóðs. Áætlaður byggingarkostnaður er um 160 mkr. og stofnframlag Akraneskaupstaðar (16%) um 26,6 mkr. en þar af eru gatnagerðargjöld um 11,8 mkr.

Akraneskaupstaður skilyrðir stofnframlagið við endurgreiðslu sbr. 5. mgr. 14. gr. laga nr. 52/2016 en fallist ríkið á ósk félagsins um að falla frá endurgreiðslu á sínum hluta áskilur Akraneskaupstaðar sér rétt til að taka málið á ný til ákvörðunar.

Bæjarráð samþykkir breytingu á fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun 2018 og að gert verði ráð fyrir kostnaði vegna þessa (beint framlag að fjárhæð 13,8 mkr.) í fjárhagsáætlun ársins 2019 og vegna tímabilsins 2020 til 2022. Bæjarráð vísar ákvörðuninni til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar staðfestingar.

17.Staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga fyrir 2018 og 2019

1810193

Hag- og upplýsingasvið hefur gefið út staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga fyrir árin 2018 og 2019. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu er gert ráð fyrir að útsvarsstofninn hækki að meðaltali á öllu landinu um 7,2 % á milli ára 2018 og 2019.

Sigurður Páll Harðarson, Jóhann Þórðarson og Þorgeir Hafsteinn Jónsson sitja fundinn undir þessum lið.
Lagt fram.

Vinnu við gerð fjárhagsáætlunar verður framhaldið á aukafundi bæjarráðs fimmtudaginn 1. nóvember næstkomandi.

18.Fasteignaskattur á Akranesi

1810051

Fasteignaskattur á Akranesi.

Sigurður Páll Harðarson, Jóhann Þórðarson og Þorgeir Hafsteinn Jónsson sitja fundinn undir þessum lið.
Lagt fram.

Vinnu við gerð fjárhagsáætlunar verður framhaldið á aukafundi bæjarráðs fimmtudaginn 1. nóvember næstkomandi.

19.Fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2020-2022

1806199

Áframhaldandi vinna við gerð fjárhagsáætlunar Akraneskaupstaðar.

Sigurður Páll Harðarson, Jóhann Þórðarson og Þorgeir Hafsteinn Jónsson, sitja fundinn undir þessum lið.

Umræður um vinnulag o.fl.

Bæjarfulltrúi RÓ víkur af fundi vegna veikinda og bæjarfulltrú ÓA tekur sæti á fundinum og tekur þátt í afgreiðslu þeirra mála sem hér koma á eftir.
Lagt fram.

Vinnu við gerð fjárhagsáætlunar verður framhaldið á aukafundi bæjarráðs fimmtudaginn 1. nóvember næstkomandi.

20.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2019-2023

1810140

Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2019-2023.

Sigurður Páll Harðarson, Jóhann Þórðarson og Þorgeir Hafsteinn Jónsson sitja fundinn undir þessum lið.
Yfirlit lagt fram.

Fyrirhugaður er vinnufundur bæjarstjórnar miðvikudaginn 31. október næstkomandi um fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun Akraneskaupstaðar og er afgreiðslu málsins frestað.

Fundi slitið - kl. 15:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00