Fara í efni  

Bæjarráð

3354. fundur 04. október 2018 kl. 08:15 - 09:50 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ólafur Adolfsson varamaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2018

1801190

19. mál til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda.

25. mál til umsagnar - breyting á lögum til heimildar lögheimilisskráningar hjá báðum forsjárforeldrum.
Lagt fram.

2.Útileikvöllur fyrir fullorðna (íþróttir fyrir fullorðna)

1711030

Á fundum skóla- og frístundaráðs og skipulags- og umhverfisráðs hafa verið kynntar tillögur um útileikvöll fyrir fullorðna. Ráðin þakka fyrir kynningarnar og fagna fyrirliggjandi hugmyndum og vísa málinu til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði samkvæmt hjálagðri tillögu.
Bæjarráð samþykkir að gera ráð fyrir kostnaði í fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun ársins 2019 vegna kaupa á tækjum og uppsetningar svokallaðs hreystigarðs fyrir fullorðna sem staðsettur yrði á svæðinu fyrir neðan Akraneshöllina við Jaðarsbakka.

Hreystigarðurinn verður útbúinn átta hreystitækjum með gervigras sem undirlag og gróður í kring til skjól- og rýmismyndunar. Jafnframt verður sett upp upplýsingaskilti við garðinn sem sýnir m.a. hvernig unnt sé að nota tækin til fjölbreyttrar líkamsræktar.

Heildarkostnaður verksins er áætlaður um 6 mkr.

3.Endurskoðun á bæjarmálasamþykkt

1805127

Endurskoðun bæjarmálasamþykktar Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð samþykkir breytingar á bæjarmálasamþykkt Akraneskaupstaðar og vísar afgreiðslunni til málsmeðferðar og samþykktar í bæjarstjórn en breytingar á bæjarmálasamþykktinni þurfa að hljóta tvær umræður í bæjarstjórn og staðfestingu af samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og geta fyrst tekið gildi eftir birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.

4.Styrkir til greiðslu fasteignaskatts 2018

1809164

Tillaga sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs um úthlutun fasteignastyrkja fyrir árið 2018.

ÓA og SFÞ lýsa sig vanhæfa í málinu og víkja af fundi. Enginn fundarmanna hreyfir andmælum.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um úthlutun styrkja vegna fasteignaskatts á árinu 2018.
Úthlutun bæjarráðs er eftirfarandi:

Akur frímúrarastúka
kr. 738.764

Oddfellow
kr. 599.578

Skátafélag Akraness
kr. 337.002

Rauði Krossinn
kr. 153.527

Hestamf. Dreyri
kr. 265.230

Kostnaði vegna úthlutunarinnar verður mætt af liðnum 20830-5946.

5.Jólaskraut

1809198

Tillaga umhverfisstjóra um endurnýjun á jólaskrauti við Akratorg og nærliggjandi svæði.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að viðbótarkostnaður vegna endurnýjunnar samtals 2,5 mkr., verði settur í viðauka fjárhagsáætlunar 2018. Bent er á að hægt er að lækka gjaldfærða framkvæmdaáætlun á móti í liðnum Stillholt 16-18 vegna viðhalds.
Bæjarráð samþykkir úthlutun fjármuna að fjárhæð kr. 2,5 mkr. til kaupa á jólaskreytingum til fegrunar bæjarins um jólahátíðina.

Kostnaðinum verður mætt með tilfærslu á milli liði í fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun en áætlaður framkvæmdakostnaður vegna viðgerða á Stillholti 16-18 verður mun lægri en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir.

Bæjarráðs samþykkir að gert verði ráð fyrir sambærilegri fjárhæð í fjárhagsáætlun vegna ársins 2019.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til gerðar viðauka og endanlegrar staðfestingar í bæjarstjórn.

6.Frístundamiðstöð / golfskáli við Garðavöll

1609101

Kaupsamningur um kaup Akraneskaupstaðar á 35,58 eignarhlut Golfklúbbsins Leynis í vélageymslu sem byggð var árið 2013. Akraneskaupstaður á fyrir 64,42 eignarhlut og verður því eftir kaupin 100% eigandi eignarinnar.

Samningurinn er lagður fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kaupsamning um eignarhlut Golfklúbbsins Leynis í svonefndri vélageymslu. Kaupverðið er samtals kr. 38.426.400 og og heildarkostnaður vegna kaupanna að teknu tilliti til þinglýsingarkostnaðar er áætlaður um 39.602.000.

Bæjarráð samþykkir breytingar á fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun ársins 2018 samkvæmt framangreindu og vísar afgreiðslunni til gerðar viðauka og endanlegrar staðfestingar í bæjarstjórn.

7.Jöfnunarsjóður - ársfundur 2018

1809199

Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður haldinn miðvikudaginn 10. október næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica.
Bæjarráð samþykkir að Þorgeir Hafsteinn Jónsson fjármálastjóri sæki fundinn fyrir hönd Akraneskaupstaðar en á sama tíma er fyrirhugaður aukafundur bæjarráðs og því eiga bæjarráðsfulltrúar og bæjarstjóri ekki kost á að vera viðstaddir.

8.Brunavarnaáætlun Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar

1801116

Brunavarnaáætlun 2018-2023.
Bæjarráð samþykkir aukafjárveitingu allt að fjárhæð 1,8 mkr. (án vsk) vegna aðkeyptrar sérfræðiþjónustu vegna gerðar brunavarnaáætlunar Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar en áætlunin tekur til tímabilsins 2018 til og með 2023.

Útgjöldunum verður mætt af liðnum 20830-4980.

9.Aðilaskipti að lóð við Baugalund 4

1810050

Beiðni um aðilaskipti að lóð við Baugalund 4.
Bæjarráð, með hliðsjón af málavöxtum, fellst á aðilaskiptin.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins í samræmi við umræður á fundinum.

10.Aðilaskipti að lóðum á Dalbrautarreit

1810049

Ósk um aðilaskipti að lóðum á Dalbrautarreit.

Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs situr fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð, með hliðsjón af málavöxtum, fellst á aðilaskiptin.

Bæjarráð samþykkir að framlengja skilyrði til lóðarhafa um fjármögnun skv. samningi um uppbyggingu á Dalbraut 4 frá 15. september til 15. nóvember 2018.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins í samræmi við umræður á fundinum, enda verði tryggt að hagsmunir Akraneskaupstaðar verði ekki síður tryggðir að loknum aðilaskiptum.

11.Ræsting í Þorpinu

1810053

Ræsting í Þorpinu.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Húsfélagaþjónustuna vegna ræstingar í Þorpinu.

Kostnaðaraukanum, allt að kr. 600.000, verður mætt með lækkun áætlaðs rekstrarafgangs ársins 2018. Gert verði ráð fyrir þessum útgjaldalið í fjárhagsáætlun 2019.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til gerðar viðauka og endanlegrar staðfestingar í bæjarstjórn.

12.Átak um söfnun og endurvinnslu raftækja 13.10.2018

1810030

Erindi Sorpurðunar Vesturlands hf. um söfnun raftækja þann 13. október næstkomandi.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:50.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00