Fara í efni  

Bæjarráð

3350. fundur 16. ágúst 2018 kl. 08:15 - 10:15 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Endurskoðun á bæjarmálasamþykkt

1805127

Endurskoðuð bæjarmálasamþykkt lögð fram til samþykktar í bæjarráði.
Lagt fram.

2.Opið samskiptanet - bætt þjónusta við íbúa Akraness

1801133

Aðgangur að ljósleiðurum Gagnaveitu Reykjavíkur.
Lagt fram. Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

3.Hverfisvernd á eignarlóðum Grenja ehf. - krafa um afnám

1806187

Erindi frá Libra lögmönnum um að hverfisvernd verði afnumin af eignarlóðum Grenja ehf. að Bakkatúni 20,26,28 og 30 og að Krókatúni 22-24.
Bæjarráð samþykkir að vísar erindinu til umsagnar og e.a. málsmeðferðar hjá skipulags- og umhverfisráði.

4.Markaðsátak

1808078

Markaðsátak í aðdraganda gjaldfrjálsra gangna.
Málið tekið til umræðu og bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna tillögur um útfærslur og leggja fyrir ráðið síðar í haust.

5.Gjöf til Akraneskaupstaðar - málverk eftir Bjarna Skúla Ketilsson

1808081

Hópur velunnara Skagaliðsins stóð að kaupum á málverki eftir Bjarna Skúla Ketilsson listmálara og hefur fært Akraneskaupstað málverkið að gjöf og óskað eftir því að verkinu verði komið fyrir á áberandi stað í sal íþróttamiðstöðvar á Jaðarsbökkum. Myndin er af Pálma Ólafssyni sem var einlægur stuðningsmaður Skagaliðsins um áratugaskeið.
Bæjarráð þakkar gjöfina og framtakið. Myndin er þegar komin upp í bikarsalinn í íþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum og sómir Pálmi sér vel þar í hópi annarra merkismanna.

6.Vinnustaðagreining Akraneskaupstaðar 2018

1808084

Tilboð Gallup um framkvæmd vinnustaðagreiningar Akraneskaupstaðar 2018.
Bæjarráð telur mikilvægt að fylgt verði eftir þeirri vinnu sem unnin var í samstarfi aðila árið 2017.

Bæjarráð samþykkir að samið verði við Gallup um framkvæmdina og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins. Útgjöldunum, að hámarki að fjárhæð kr. 1.873.000, verður mætt með lækkun áætlaðs rekstrarafgangs.

Jafnframt er bæjarstjóra veitt heimild til að ganga til samninga um framkvæmd vinnustaðagreiningar á næstu árum enda um mikilvægt málefni að ræða í starfsemi Akraneskaupstaðar. Gert verði ráð fyrir útgjöldunum í fjárhagsáætlun vegna ársins 2019.

7.Afskriftir 2018

1804090

Afskriftarbeiðni Sýslumannsins á Vesturlandi.
Bæjarráð samþykkir afskriftabeiðni sýslumannsins á Vesturlandi að fjárhæð kr. 47.256.657 vegna ársins 2018.

8.Hugmynd að þróunarstarfi á Byggðasafninu í Görðum

1808107

Erindi Ingimars Oddssonar um samstarf til reksturs Byggðasafnsins í Görðum.
Bæjarráð þakkar erindið og áhugaverðar hugmyndir en tekur fram að útfærslan yrði annað hvort að vera í formi útboðs á rekstrinum eða hefðbundinnar starfsauglýsingar. Ekki eru uppi áform um breytingar af þessum toga í starfsemi safnasvæðisins og felur bæjarráð bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins í samræmi við umræður á fundinum, í samvinnu við forstöðumann menningar- og safnamála og menningar- og safnanefnd.

Fundi slitið - kl. 10:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00