Fara í efni  

Bæjarráð

3349. fundur 02. ágúst 2018 kl. 08:15 - 09:17 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson varamaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ólafur Adolfsson varamaður
Starfsmenn
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Fjólulundur 2 - umsókn um byggingarlóð

1807108

Umsókn um byggingarlóð við Fjólulund 2.
Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðarinnar til umsækjanda.

2.Akralundur 7, 9 og 11 - Umsókn um byggingarlóð

1807104

Umsókn um byggingarlóð, Akralundur 7, 9 og 11.
Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðarinnar til umsækjanda.

3.Akralundur 1, 3, og 5 - Umsókn um byggingarlóð

1807103

Umsókn um byggingarlóð - Akralundur 1,3 og 5.
Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðarinnar til umsækjanda.

4.Aðalsk. Akraneshöfn - aðalhafnagarður

1709090

Aðalskipulagsbreyting felst í lengingu á hafnargarði og brimvarnagarði við aðalhöfnina.Ennfremur er hafnargarður Skarfatangahafnar felldur út.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði auglýst í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs situr fundinn undir þessum lið.
Bæjarstjórn samþykkir að aðalskipulagsbreytingin verði auglýst í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Áður en tillagan verður auglýst skal hún send Skipulagsstofnun til yfirferðar sbr. 3.mgr. 30.gr. sömu laga.

Samþykkt 3:0.

5.Deilisk. - Akraneshafnar, breyting

1708227

Breyting á deiliskipulagi felst m.a. í eftirfarandi:
Hafnarbakki er lengdur um 90 metra.
Dýpkun á snúningssvæði innan og utan hafnar.
Brimvarnagarður lengdur um 60 metra með fyrirvara um áhrif á langasand.
Öldudeyfing milli Aðalhafnargarðs og bátabryggju.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs situr fundinn undir þessum lið.
Bæjarstjórn samþykkir að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Samþykkt 3:0.

6.Öryggi og eftirlit í stofnunum bæjarins

1805128

Þjónusta í tengslum við öryggiskerfi og öryggiseftirlit hjá stofnunum Akraneskaupstaðar.
Á fundi ráðsins þann 18. maí var heimilað að farið yrði í verðkönnun sem byggðist á greiningarvinnu sem unnin var af fjármálastjóra og rekstrarstjóra áhaldahúss.

Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Securitas og felur bæjarstjóra úrvinnslu málsins.

Fundi slitið - kl. 09:17.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00