Fara í efni  

Bæjarráð

3346. fundur 21. júní 2018 kl. 08:15 - 10:50 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Deilisk. Sementsreit - strompur

1804231

Erindi skipulags- og umhverfisráðs þar sem lagt er til að tillaga að breytingu á deiliskipulagi Sementsreits, sem felur í sér heimild að fjarlægja sementsstrompinn verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar Akraness samþykkir að auglýsa fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi Sementsreits skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sem felur í sér heimild til að fjarlægja sementsstrompinn.

2.OR - aðalfundur 2018

1806163

Aðalfundur Orkuveitu Reykjavíkur (OR) verður haldinn þann 28. júní næstkomandi kl. 14:00 í húsakynnum OR að Bæjarhálsi 1.
Bæjarráð samþykkir að Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri og Rakel Óskarsdóttir aðalmaður í stjórn OR sæki fundinn fyrir hönd Akraneskaupstaðar.

3.Faxaflóahafnir sf. - aðalfundur / ársreikningur 2017

1803124

Aðalfundur Faxaflóahafna verður haldinn þann 27. júní næstkomandi kl. 15:00 í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu 17.
Bæjarráð samþykkir að Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri, Einar Brandsson bæjarfulltrúi og aðalmaður í stjórn Faxaflóahafna sæki fundinn fyrir hönd Akraneskaupstaðar.

4.Skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum

1806007

Erindi Jafnréttisstofu um skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum.
Lagt fram.

5.Festa - lífeyrissjóður, hækkun framlag launagreiðenda

1806090

Erindi Festa lífeyrissjóðs um hækkun framlags launagreiðenda í lífeyrissjóð úr 10% í 11,5% frá og með 1. júlí næstkomandi.
Lagt fram.

6.Stytting vinnuvikunnar

1803083

Bæjarfulltrúi Ólafur Adolfsson hefur dregið sig úr starfshópi um styttingu vinnuvikunnar. Farið er þess á leit að bæjarráð tilnefni fulltrúa í hans stað.
Bæjarráð þakkar Ólafi Adolfssyni fyrir hans störf í starfshópnum og fellst á úrsögn hans. Tilnefningu á nýjum fulltrúa er frestað.

7.Lopapeysan 2018 - umsögn

1806100

Erindi Sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er eftir umsögn Akraneskaupstaðar vegna umsóknar frá Vinum hallarinnar um tækifærisleyfi til áfengisveitinga vegna Lopapeysunnar 2018 sem halda á í Sementsskemmunni-Faxabraut við Akraneshöfn 7. júlí 2018 frá kl. 20:00 til kl. 04:00 aðfaranótt 8. júlí 2018.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að atburðurinn Lopapeysan verði til klukkan 04:00 aðfararnótt 8. júlí 2018.

8.Deilisk. Skógahverfi 1. áfangi - Seljuskógar 1, 3 og 5

1804232

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs var fjallað um breytingu á deiliskipulagi Skógarhverfi 1. áfangi - Seljuskógar 1, 3 og 5. Breytingin felur í sér að heimilt verður að byggja 175m² hús í stað 155m². Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum við Seljuskóga 6, 7, 8, 12 og 14 og við Asparskóga 4, 6 og 8.

Grenndakynnt var skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningin fór fram frá 8. maí til og með 8. júní 2018. Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar Akraness samþykkir deiliskipulagstillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

9.Deilisk. - Stofnanareitur - Vesturgata breyting v/ fimleikahúss

1703203

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs voru lagðar fram aðalteikningar að nýju fimleikahúsi á stofnanareit á lóð við Vesturgötu 120 og 130. Í kjallara verður lagnagangur/tæknirými sem ekki var gert ráð fyrir í frumáætlunum og deiliskipulagi. Til samræmis er nýtingarhlutfall lóðar breytt úr 0,50 í 0,52. Stækkunin skerðir ekki hagsmuni nágranna hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn og telst því óverulegt frávik frá gildandi deiliskipulagi, sem samþykkt var 12.9.2017, sbr. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Með vísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga samþykkir umhverfis- og skipulagsráð að leggja til að byggingarleyfi verði afgreitt í samræmi við þá grein.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar Akraness samþykkir fyrirliggjandi byggingarleyfi og breytingu á nýtingarhlutfalli lóðar við Vesturgötu 120 og 130 úr 0,50 í 0,52 og að hámarksbyggingarmagn breytist tilsvarandi enda um óverulegt frávik að ræða frá samþykktu deiliskipulagi sem skerðir í engu hagsmuni nágranna varðandi landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.

10.Mánaðar- og árshlutauppgjör 2018

1806169

Þriggja mánaða uppgjör 2018.
Þorgeir Hafsteinn Jónsson fjármálastjóri situr fundinn undir þessum lið.
Lagt fram.

11.Brim hf. - yfirtökutilboð vegna hlutafés í HB Granda hf.

1806096

Yfirtökutilboð Brim hf. vegna hlutafés í HB Granda hf.
Bæjarráð hafnar yfirtökutilboði í hlut Akraneskaupstaðar í HB Granda hf. sem er kr. 34,3 krónur fyrir hvern hlut.

12.Garðasel - leiðrétting á launalið

1806149

Viðbótarfjármagn við launalið leikskólans Garðasels vegna sérstakra aðstæðna.
Steinar Adolfsson víkur af fundi undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir útgjaldaauka sem er tilkominn vegna ráðstafana sem gerðar voru í starfsmannamálum vegna hugmynda um opnun ungbarnadeildar í Skátahúsinu í lok síðasta árs sem svo var fallið frá.

Útgjaldaauka að fjárhæð kr. 2.000.000 verður mætt af liðnum 04950-1697.

13.Skógræktarfélag Akraness 2018 - styrkir og land til skógræktar

1804162

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að gerður verði samstarfs- og framkvæmdasamningur við Skógræktarfélag Akraness til lengri tíma.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði framkvæmda- og samstarfssamningur við Skógrækarfélags Akranes sem taki til áranna 2018 til og með 2020. Árlegt framlag Akraneskaupstaðar skal vera að fjárhæð 3,0 mkr. og skal samningurinn fela í sér tiltekið mótframlag af hálfu Skógræktarfélagins. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna drög að samningi og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

Kostnaðarauka vegna ársins 2018 að fjárhæð kr. 2,5 mkr. verður mætt af liðnum 10500-4980 en félagið hafði áður fengið úthlutað kr. 500.000. Útgjaldaauka vegna áranna 2019 og 2020 er vísað til fjárhagsáætlunargerðar vegna tímabilsins 2019 til og með 2022.

14.Asparskógar 11 - umsókn um byggingarlóð

1805165

Umsókn ASP 24 ehf. um byggingarlóð við Asparskóga 11. Umsóknargjald hefur verið greitt og því umsókn tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðarinnar til umsækjanda.

15.Asparskógar 13 - Umsókn um byggingarlóð

1805200

Umsókn byggingarfélagsins Ný-hús um byggingarlóð við Asparskóga 13. Umsóknargjald hefur verið greitt og því umsókn tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðarinnar til umsækjanda.

16.Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Akraneskaupstað

1806164

Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa Akraneskaupstaðar.
Afgreiðslu málsins frestað.

17.Persónuverndarstefna Akraneskaupstaðar

1806159

Drög að persónuverndarstefnu Akraneskaupstaðar.
Afgreiðslu málsins frestað.

18.Ráðning persónuverndarfulltrúa

1806161

Tillaga sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs um ráðningu persónuverndarfulltrúa.
Bæjarráð veitir heimild fyrir tímabundinni ráðningu persónuverndarfulltrúa vegna innleiðingar nýrrar persónuverndarlöggjafar sem tekur gildi þann 15. júlí næstkomandi.
Bæjarráð samþykkir aukin útgjöld að fjárhæð um 4,3 mkr. vegna ráðningarinnar á árinu 2018 sem mætt verður með lækkun áætlaðs rekstrarafgangs. Útgjaldaauka vegna ársins 2019 er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar vegna tímabilsins 2019 til og með 2022.

Fundi slitið - kl. 10:50.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00