Fara í efni  

Bæjarráð

3345. fundur 24. maí 2018 kl. 08:15 - 09:50 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jóhannes Karl Guðjónsson varaáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2018 - viðauki

1801200

Viðauki nr. 2 við fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2018.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2018 og vísar viðaukanum til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.

2.Höfði - viðauki 2018

1805135

Viðauki 1 við fjárhagsáætlun Höfða fyrir árið 2018 til umfjöllunar og afgreiðslu.
Viðaukinn lagður fram til kynningar og vísað til formlegrar afgreiðslu með gerð viðauka vegna ársins 2018.

3.Verklagsreglur um frístundarstarfsemi hjá Akraneskaupstað

1801253

Skóla- og frístundaráð samþykkti verklagsreglur um frístundastarf á Akranesi og vísar minnisblaði um kostnaðarauka til bæjarráðs til staðfestingar.
Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs situr fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir nýjar verklagsreglur um frístundastarfsemi Akraneskaupstaðar og aukin fjárútlát samfara því. Um er að ræða aukna mönnun sem felst í aukningu á stöðuhlutfalli deildarstjóra í Brekkubæjarskóla og Grundaskóla (úr 75% í 100%) og viðbótarstöðugildi (100%) frístundaleiðbeinanda í Grundaskóla. Heildarkostnaðarauki vegna þessa á árinu er um 5,6 mkr. og verður mætt með lækkun áætlaðs rekstrarafgangs. Gert verði ráð fyrir auknum launakostnaði í fjárhagsætlun vegna ársins 2019 samkvæmt þessari ákvörðun.

4.Starfsréttindi og ráðningar í þjónustu á velferðar- og mannréttindasviði

1805107

Á 81. fundi velferðar- og mannréttindaráðs þann 16. maí síðastliðinn var fjallað um starfsréttindi og ráðningar í þjónustu á velferðar- og mannréttindasviði.
Velferðar- og mannréttindaráð leggur til að forstöðumenn og yfirmenn í stuðningsþjónustu og stoðþjónustu fái heimild til að ráð inn fagaðila í þau lausu störf sem skapast á sviðinu þannig að fagmenntun starfsmanna innan hverrar starfsstöðvar verði að lágmarki 40%. Lagt er til að þessu markmiði verði náð innan þriggja ára og fyrsti áfangi þess verði á þessu ári. Velferðar- og mannréttindaráð vísar málinu til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs situr fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir erindið.

Skoða þarf þörf fyrir auknar fjárheimildir við nýráðningar í stuðnings- og stoðþjónustu hverju sinni eftir því sem þær aðstæður skapast vegna venjubundinnar starfsmannaveltu.

5.Bæjarlistamaður Akraness 2018

1805091

Tillaga menningar- og safnanefndar um bæjarlistamann Akraness 2018.
Bæjarráð samþykkir tillögu menningar- og safnanefndar um bæjarlistamann Akraness 2018.

6.Asparskógar 15 - Umsókn um byggingarlóð

1803164

Umsókn HB verk ehf. um byggingarlóð að Asparskógum 15. Umsóknargjald hefur verið greitt svo að umsókn er nú tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðarinnar til umsækjanda.

7.Asparskógar 15 - umsókn um byggingarlóð

1804152

Umsókn Ný-hús ehf. um byggingarlóð við Asparskóga 15. Umsóknargjald hefur verið greitt svo að umsókn er nú tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð getur ekki orðið við umsókninni þar sem umsækjandi var annar í röðinni að sækja um byggingarlóðina.

Umsókninni er synjað.

8.Asparskógar 10 - Umsókn um byggingarlóð

1802100

GS Import ehf. fellur frá umsókn um byggingarlóð við Asparskóga 10. Við útdrátt þann 8. mars sl. var dreginn lögaðilinn 1109 ehf. til vara og fær hann því lóðina úhlutaða.
Bæjarráð samþykkir að úthluta byggingarlóðinni við Asparskóga 10 til 1109 ehf.

9.Asparskógar 11 - Umsókn um byggingarlóð

1802104

Akralundur ehf. fellur frá umsókn um byggingarlóð við Asparskóga 11. Lagt er til að lóðin fari aftur á lista yfir lausar lóðir.
Bæjarráð samþykkir að byggingarlóð við Asparskóga 11 fari aftur á lista yfir lausar lóðir hjá Akraneskaupstað.

10.Asparskógar 13 - Umsókn um byggingarlóð

1802105

Akralundur ehf. fellur frá umsókn um byggingarlóð við Asparskóga 13. Lagt er til að lóðin fari aftur á lista yfir lausar lóðir.
Bæjarráð samþykkir að byggingarlóð við Asparskóga 13 fari aftur á lista yfir lausar lóðir hjá Akraneskaupstað.

11.Styrkir vegna menningar- íþrótta- og atvinnumála 2018

1711170

Tillaga bæjarstjóra um styrktarfyrirkomulag vegna atvinnumála.
Bæjarráð samþykkir stofnun styrktarsjóðs til verkefna á sviði atvinnumála. Fjármagn til sjóðsins samtals kr. 2.500.000 skal ráðstafað af liðnum 10500-4980 á árinu 2018. Bæjarstjóra falið að útfæra nýjar reglur fyrir nýja styrki til atvinnutengdra verkefna og auglýsa eftir umsóknum á árinu 2018.

Við fjárhagsáætlunargerð 2019 skal gera ráð fyrir fjárveitingu í umræddan sjóð samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar.

12.Akranes ferja - flóasiglingar

1701281

Staða mála um ferjusiglingar milli Reykjavíkur og Akraness.
Sæferðir hafa tilkynnt Akraneskaupstað að ekki verði af ferjusiglingum á árinu 2018 þar sem ekki tókst að útvega ferju sem uppfyllir lögboðin skilyrði fyrir siglingar á milli Akraness og Reykjavíkur.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að hefja viðræður og undirbúning fyrir ferjusiglingar fyrir næsta ár með nýju útboði í samstarfi við Reykjavíkurborg sem fara skal fram með góðum fyrirvara svo unnt verði að vinna nauðsynlega markaðsetningu með fullnægjandi hætti.

13.Dalbrautarreitur - undirritun samnings

1803087

Á fundi bæjarráðs þann 9. maí síðastliðinn samþykkti bæjarráð að gengið yrði til samninga við Bestla ehf. varðandi Dalbraut 4 með þeim fyrirvara að félagið uppfylli ákvæði úthlutunar- og útboðsskilmála um framkvæmdina.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs situr fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir drög að samningi við Leigufélagið Bestla ehf. um uppbyggingu á lóð við Dalbraut 4.

14.Viljayfirlýsing Akraneskaupstaðar og ÍA

1805155

Viljayfirlýsing Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness um endurnýjun samnings um íþrótta- og æskulýðsstarf á Akranesi var samþykkt í skóla- og frístundaráði þann 23. maí.
Bæjarráð samþykkir viljayfirlýsingu Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness.

Fundi slitið - kl. 09:50.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00