Fara í efni  

Bæjarráð

3343. fundur 09. maí 2018 kl. 08:15 - 10:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir 2018 - stjórn fjallskilanefndar

1801021

5. fundargerð stjórnar fjallskilanefndar frá 30. apríl 2018.
Fundargerðin lögð fram.

2.Fundargerðir 2018 - menningar- og safnanefnd

1801014

56. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 26. apríl 2018.
Fundargerðin lögð fram.

3.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2018

1801190

269. mál til umsagnar - frumvarp til laga um Kristnisjóð o.fl. (ókeypis lóðir).
Lagt fram.

4.Áfengisútsölur - upplýsingar frá IOGT

1805025

Umsögn LOGT á Íslandi um frumvarp á breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak.
Lagt fram.

5.Stefnumótun í menningar- og safnamálum 2017-2018

1703123

Menningarstefna Akraneskaupstaðar lögð fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir menningarstefnu Akraneskaupstaðar og vísar henni til bæjarstjórnar til samþykktar.

6.Leikskólar- rafdrifin skiptiborð

1805001

Beiðni um heimild til að kaupa rafdrifin skiptiborð fyrir leikskólanna Garðasel og Vallarsel í ljósi þess að yngri börn eru að koma inn í leikskólanna en tíðkast hefur.
Bæjarráð samþykkir erindið.

Fjármununum, samtals að fjárhæð kr. 1.360.000, verður ráðstafað af liðnum 20830-4660 og skiptist á deildirnar 04120 (kr. 1.020.000) og 04140 (kr. 340.000).

7.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2018-2022.

1710116

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti fyrirliggjandi endurskoðun á fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2018 og vísaði henni til bæjarráðs til afgreiðslu.
Bæjarráðs samþykkir endurskoðaða fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2018 (2019 - 2021) og vísar henni til gerðar viðauka og staðfestingar í bæjarstjórn.

Í fyrri áætlun var fé til fjárfestinga- og framkvæmda áætlað kr. 836.591.048 en endurskoðuð áætlun gerir ráð fyrir að fé til fjárfestinga- og framkvæmda á árinu 2018 verði kr. 1.080.542.438.

8.Álfalundur 14-20 - byggingarlóð / breyting

1805008

Breytingar á úthlutun lóða við Álfalund 14-20.
Bæjarráð samþykkir erindi forsvarsmanns Lagna- og vélahönnnar ehf. að falla frá lóðaúthlutun sem fór fram þann 8. mars síðastliðinn með útdrætti.

Jafnframt samþykkir bæjarráð úthlutun byggingalóðarinnar til Sjamma ehf. en lögaðilinn var nr. 2 í úthlutuninni.

9.Persónuupplýsingar / persónuvernd á heimasíðu - gagnaleki

1805017

Erindi Persónuverndar um öryggisbrot vegna Opna bókhaldsins. Hjálagt er svarbréf Akraneskaupstaðar.
Lagt fram.

10.Golfskáli Grímsholti / Garðavöllur 1 - breytt rekstrarleyfi 2018

1805023

Erindi sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er eftir umsögn Akraneskaupstaðar vegna breytingar Golfklúbbsins Leynis um rekstrarleyfi til reksturs veitingastaðar í flokki II, veitingastofa og greiðasalan, sem rekinn er sem Golfskáli Golfklúbburinn Leynir.

Breytingin felst í því að gamli golfskálinn hefur verið rifinn og bráðabirgðahúsnæði verið komið fyrir á svæðinu sem nota á sem golfskála á meðan nýr golfskáli verður byggður á grunni þess gamla. Óskað er eftir að mega hefja rekstur í bráðabirgðahúsnæðinu núna um helgina.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina með fyrirvara um jákvæðar umsagnir byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra.

11.Björg Hallvarðsdóttir AK 15 - forkaupsréttur

1805076

Beiðni Kastró ehf. um yfirlýsingu um afsal á forkaupsrétti Bjargar Hallvarðsdóttur AK 15.
Bæjarráð fellur frá forkaupsrétti sveitarfélagsins sbr. 3. mgr. 12. gr. laga um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 en núverandi lagaumhverfi tryggir sveitarfélögum einungis forkaupsrétt að fiskipum en ekki að þeim aflaheimildum sem kunna að fylgja viðkomandi fiskiskipi.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

12.Dalbrautarreitur - útboðsgögn

1803087

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisráðs vegna útboðs á Dalbrautarreit.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á fundi ráðsins þann 8. maí 2018 að leggja til við bæjarráð að gengið verði til samninga við Leigufélagið Bestla ehf. varðandi Dalbraut 4, að því tilskyldu að það uppfylli ákvæði úthlutunar- og útboðsskilmála vegna sölu byggingarréttar á Dalbraut 4 og 6 og á Þjóðbraut 3 og 5.

Jafnframt lagði skipulags- og umhverfisráð til við bæjarráð að þær lóðir sem ekki komu tilboð í þ.e. Þjóðbraut 3, Þjóðbraut 5 og Dalbraut 6 verði settar á lóðarlista til úthlutunar með þeim skilyrðum sem fram komu í úthlutunar- og útboðsskilmálum vegna sölu byggingarréttar á Dalbraut 4 og 6 og á Þjóðbraut 3 og 5.

Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Leigufélagið Bestla ehf. varðandi Dalbraut 4 með þeim fyrirvara að félagið uppfylli ákvæði úthlutunar- og útboðsskilmála um framkvæmdina.

Fundi slitið - kl. 10:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00